Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 03.09.2016, Blaðsíða 40

Fréttatíminn - 03.09.2016, Blaðsíða 40
Sólrún Lilja Ragnarsdóttir solrunlilja@amk.is Leikritið er samið út frá viðtali sem við tókum við konu sem býr fyrir norðan og starfar þar sem ræstitæknir. Ég og María Reyn­ dal, meðhöf­ undur verksins og leikstjóri, höfðum heyrt sögu þessarar konu í gegnum vinkonu Maríu og fannst hún svo mögnuð að við ákváðum að athuga hvort við mættum búa til leik­ verk úr henni,“ segir Sólveig Guðmunds­ dóttir leikkona sem frumsýn­ ir leikverk­ ið Sóley Rós ræstitæknir í Tjarnarbíói þann 10. sept­ ember næst­ komandi. En verkið er í raun saga um rædd­ rar konu, sögð með hennar eigin orðum. „Öll orðin, allur textinn í verkinu er meira og minna beint frá henni. Við höfum nánast ekki bætt neinum textann við en unn­ um dramatúrgíuna. Og þó sagan sé hennar þá höfum við frelsi til að túlka hana á sviðinu,“ útskýrir Sólveig. Upplifði missi á meðgöngu Konan tók strax vel í að saga henn­ ar yrði sögð í leikverki þegar Sól­ veig og María höfðu samband við hana. Sagan hafði legið þungt á henni og hún vildi deila henni. „Í okkar leikverki segir hún áhorf­ endum sögu sína frá því hún eign­ ast sitt fyrsta barn, 15 ára gömul. Hún er bæði mamma og amma og hefur lifað margt. Hún á börn með nokkrum mismunandi mönnum og frásögn hennar hverfist um börnin og mennina í lífi hennar. Svo lendir hún í því að missa barn á meðgöngu og verkið fjallar að miklu leyti um það hvernig fólk vinnur úr sorginni og hvernig þessi atburður hefur áhrif á hennar lífs­ sýn og lífsspeki. Hún var flutt með sjúkraflugi til Reykjavíkur og lögð inn á Landspítalann og bæði upp­ lifði hlustunar­ og samskiptaleysi á spítalanum. Ég held að ástæðan fyrir því að hún vilji deila sinni sögu sé að hún vilji reyna að breyta hlutum. Það er bæði margt mjög fyndið og margt mjög sorglegt í verkinu. En „Sóley Rós“ segir mjög skemmtilega frá, hún kann að færa í stílinn. Hún tekur áhorfandann í ferðalag,“ segir Sólveig til að út­ skýra um hvað leikritið fjallar. Tengir við persónuna Hún segir það hafa verið mjög spennandi að setja sig í fótspor þessarar konu. Upphaflega átti verkið að vera einleikur, en þar sem konan talar mjög mikið um manninn sinn, og þetta er líka saga hans að miklu leyti, var Sveinn Ólafur Gunnarsson fenginn til að túlka hann. Aðspurð hvort hún tengi við konuna að einhverju leyti, segist Sólveig vissulega gera það. „Að ganga með barn og eiga barn, það auðvitað breytir manni. Konan í leikverkinu upplifir líka mik­ inn missi og gengur í gegnum sorgarferli. Og sorgin er hluti af lífinu. Hverskonar missi sem fólk gengur í gegnum, hvort sem það er ástvinamissir eða skilnaður eða stórt áfall þá er alltaf eitthvert sorgarferli sem þarf að ganga í gegnum. Ég tengi við karakterinn á þann hátt, sem manneskja.“ Alltaf unnið sjálfstætt Sólveig lærði leiklist í London og útskrifaðist árið 2002. Hún hefur alla tíð starfað sjálfstætt sem leik­ kona í fjölbreyttum verkefnum. „Ég vinn í grasrótinni og hef haft tækifæri til að búa til verkefni sjálf. Sem er mjög skemmtilegt. Ég hef meðal annars verið að vinna í Hafnarfjarðarleikhúsinu, með Óskabörnum ógæfunnar, GRAL, Tíu fingrum og fleiri sjálfstæðum leikhópum. Árið 2006 stofnaði ég leikhópinn Kvenfélagið Garpur, sem setur upp þetta verk. Markmið leikhópsins var að skoða hlutverk og hlutverkaleysi kvenna á sviði og utan sviðs. Þessi sýning – Sóley Rós ræstitæknir – rammar það ansi vel inn. Hvaða búning við setjum líf okkar í og hvernig við teiknum það upp,“ segir Sólveig. „Það er mjög spennandi og hentar mér vel að starfa sjálfstætt. Þá hefur maður líka tækifæri á að skrifa verkið sem mann langar til að vinna að og vera með putt­ ana í heildarmyndinni, allt frá fyrstu drögum að hugmynd og þar til ljósin eru slökkt. Maður er með allt hjartað í verkinu. Ég er farin að skrifa meira og meira upp á síðkastið og mér finnst það mjög gaman.“ Ætlaði að verða læknir Sólveig ætlaði reyndar aldrei í leiklist heldur ætlaði hún alltaf að verða læknir. „Ég fór í MR og ætlaði mér alltaf í læknisfræði eða hjúkrun. Ég kem nefnilega úr læknafjölskyldu. Svo dróst ég inn í Herranótt og heillaðist af orkunni í leikhúsinu. Þessi samvinna, að vera með og vinna með skemmti­ legu fólki – ég fékk bara bakterí­ una. Ég er samt alltaf að hugsa um að ég verði nú að fara að gera eitt­ hvað fullorðins. Þetta var nefnilega aldrei eitthvað sem ég ætlaði að gera. En lífið leiðir mann í allskon­ ar áttir. Ég er mjög glöð í vinnunni minni og ástríðufull fyrir leikhús­ inu. Með hverri sýningu sem ég vinn að hugsa ég alltaf að þetta sé sýningin sem muni breyta heimin­ um. Svo kemur næsta sýning og þá er ég líka handviss um að sú sýn­ ing muni breyta  heiminum.“ Útilokar ekki hjúkrun Þrátt fyrir það er eitthvað við heilbrigðisgeirann sem heillar. „Ég gæti stundum alveg hugsað mér að fara í hjúkrun. Ég er líka alltaf öðru hvoru að leika sjúkling í munnlegum læknaprófum, þar sem verið er að kenna læknum að taka sögu og hlusta á sjúklinga, og á hverju ári hugsa ég með mér að ég ætti bara að skella mér í lækn­ isfræði. En læknanemarnir verða yngri og yngri með hverju árinu, svo ég er kannski orðin of sein,“ segir hún kímin. En framtíðin mun leiða það í ljós hvort hún láti slag standa. Framundan hjá henni eru að minnsta kosti þrjár leiksýn­ ingar, en leiksýningin Who is the daddy? með leikhópnum Pörupilt­ um, sem hún er hluti af, verður líka sýnd í Tjarnarbíói í haust. Þá stendur til að sýna aftur leik­ ritið Illsku eftir Eirík Örn Norð­ dahl, sem Óskabörn ógæfunnar settu á svið í Borgarleikhúsinu í apríl 2016. „Illska var sett á plan aftur því það losnaði óvænt pláss í Borgarleikhúsinu en sú sýning er algjört dúndur. Bæði falleg og spennandi ástarsaga en líka mikil ádeila.“ Í fjarbúð með eiginmanninum Um þessar mundir er Sólveig nán­ ast að vinna allan sólarhringinn, en það er sem betur fer ekki alltaf þannig. Hún reynir að passa sig að taka frí inn á milli. Á sumrin starfar hún svo á allt öðrum vett­ vangi. „Ég er leiðsögumaður uppi í Þríhnúkagíg. Það er hálfgert frí fyrir mig. Ég er úti í náttúrunni og í fríi frá leikhúsinu. Það er al­ veg magnað að fara ofan í þennan helli. Þetta er eins og að fara inn í álfahöll. Fyrst þegar ég fór þarna ofan í og var að labba með fólkið til baka, þá fann ég að fólk var svolítið breytt. Og ég hugsaði að þetta er væri nákvæmlega eins og þegar maður sér gott leikhús, það breytir manni. En vinnan mín í leikhúsinu er auðvitað líka áhugamálið mitt,“ segir Sólveig sem reynir að nota frítímann sinn með fjölskyldunni, en hún á tvær dætur, þriggja og sex ára, með manni sínum. „Hann er skoskur og býr erlendis, þannig hann er á tveimur stöðum. En ég á góða fjölskyldu sem stígur inn í þetta með okkur. Ég er líka með góða barnapíu og stelpurnar koma stundum með mér í vinnuna,“ segir Sólveig um það hvernig hún lætur hlutina ganga upp þrátt fyrir að vinna stundum myrkranna á milli. Með eiginmanninn í Skotlandi. Hún segir fjarbúðarfyrirkomulagið henta þeim hjónum vel, og hún þekkir varla neitt annað. Hann er leikstjóri þannig þau hafa líka mikinn skilning á vinnutörnum hvors annars. Komin í garðrækt Þrátt fyrir að leiklistin sé aðalá­ hugamál Sólveigar á hún sér önn­ ur áhugamál sem hún reynir að sinna. Hún byrjaði til að mynda nýlega að stunda sjósund og er komin einkaþjálfun með huggu­ legum hópi kvenna. „Mér finnst svo leiðinlegt að fara í líkamsrækt og þurfti smá spark í rassinn. Svo flutti ég reyndar nýlega og er kom­ in með góðan garð þar sem ég er að rækta ýmislegt. Ég keypti mér meira að segja stóra og þykka bók um garðrækt. Það er eiginlega helsta áhugamálið mitt um þess­ ar mundir.“ Sólveig segir kostinn við það áhugamál einmitt vera að hún geti stundað það heima við og fjölskyldan getur tekið þátt. „Þetta er reyndar allt svolítið í klessu hjá mér ennþá, en ég er með kartöflur, gulrætur og jarðarber og eitthvert kál,“ segir hún hlæjandi. Að ganga með barn og eiga barn breytir manni Sólveig frumsýnir leikverkið Sóley Rós ræstitæknir um næstu helgi. Verkið er saga raunverulegrar konu sem býr fyrir norðan og allur textinn í verkinu kemur frá henni. Sólveig segist tengjast karakternum á margan hátt, þá sérstaklega sem manneskja. Ætlaði að verða læknir Sólveig útilokar ekki að hún muni láta slag standa og læra hjúkrun, eða jafnvel læknisfræði í fram- tíðinni. …viðtal 4 | amk… LAUGARDAGUR 3. SEPTEMBER 2016 mánudaginn 5. september, kl. 18 og þriðjudaginn 6. september, kl. 18 Rau›arárstígur 14 · sími 551 0400 · www.myndlist.is Hægt er að skoða uppboðsskrána á myndlist.is laugardag kl. 11–17, sunnudag kl. 12–17, mánudag kl. 10–17, þriðjudag kl. 10–17 Ó lafur Elíasson Forsýning á verkunum laugardag til þriðjudags Léttar veitingar frá kl. 17.30 100. listmunauppboð Gallerís Foldar Það er mjög spennandi og hentar mér vel að starfa sjálfstætt. Þá hefur maður líka tækifæri á að skrifa verkið sem mann langar til að vinna að.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.