Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 03.09.2016, Blaðsíða 12

Fréttatíminn - 03.09.2016, Blaðsíða 12
12 | FRÉTTATÍMINN | Laugardagur 3. september 2016 Rúm vika er til stefnu þar til Helgi Sveinsson ætlar að sýna að hann sé besti fatlaði spjótkastari í heiminum. Hann hefur aldrei verið í betra formi og telur sig eiga raunhæfa möguleika á ólympíuverðlaunum. Sú staðreynd var óhugsandi fyrir nokkrum árum, þegar Helgi var djúpt sokkinn í þunglyndi og fíkni- efnaneyslu. Þóra Tómasdóttir thora@frettatiminn.is Að vera kominn í heimsklassa keppni var ekki jafn fyrirsjáanlegt skref fyrir Helga Sveinsson og flesta keppinauta hans á frjálsíþróttavell- inum. Lífshlaup hans hefur verið skrykkjótt þar sem skipst hafa á skin og skúrir. Einmitt þessvegna er hann spenntur að sýna afrakstur þrotlausra æfinga. Hann stefnir ótrauður á ólympíuverðlaun. „Fyrir mig, sem fatlaðan einstak- ling, var það að mæta á stórmót í fyrsta sinn rosalega stórt og mik- ið. Ég get eiginlega ekki lýst tilfinn- ingunni, hún var svo yfirþyrmandi. Ég fór fyrst á Evrópumeistaramótið sem haldið var í Stadskanaal í Hollandi árið 2012. Þremur mánuð- um síðar fór ég á ólympíuleikana í London þar sem ég keppti í spjót- kasti, 100 metra hlaupi og lang- stökki. Mig hafði dreymt um þetta lengi. Að vera sjálfur mættur á þennan stað var ótrúlega gaman en jafnframt mikið sjokk. Ég varð áttavilltur að standa skyndilega frammi fyrir 80 þúsund áhorfend- um.“ Árangur Helga á hans fyrstu stórmótum var engu að síður eft- irtektarverður. Hann hlaut silfur- verðlaun á Evrópumeistaramótinu og varð heimsmeistari ári síðar. Síð- an hefur hann sópað til sín verð- launum en segir ekkert jafnast á við ólympíuleikana. Helgi hafði áhuga á öllum íþrótt- um sem krakki. „Ég held að það sé ekki til sú íþrótt sem ég hef ekki prófað. Ég var í öllum boltaíþrótt- um, badminton, borðtennis, sundi, skák. Þrettán ára gamall ákvað ég að halda mig við handboltann og mig dreymdi um að verða atvinnu- maður.“ Helgi segist hafa þurft á mikilli útrás að halda sem barn og eflaust verið ofvirkur. „Ég þurfti alltaf að hafa eitthvað að bauka. Þegar ég fann mig íþróttum, fór allur fókus- inn á þær og ekkert annað komst að. Ég missti áhuga á skólanum og gekk hrikalega illa í námi. Í íþrótt- unum gat ég unnið fólk og sú tilfinn- ing, að keppa við einhvern og vinna hann, er mjög rík í mér.“ Hann segist átta sig á því að öðr- um geti þótt þessi hugsunarháttur pirrandi. „Já, já, og ég get verið al- veg óþolandi. En ég get líka verið sanngjarn.” Greindi sig sjálfur „Ofvirkni er ekki lengur feimnis- mál. Það er löngu búið að opna um- ræðuna. Ég er þakklátur þeim sem komu fram á sjónarsviðið fyrst og sögðu frá því að þeir hafi verið hálf- geggjaðir í skóla en fundu orkunni farveg í íþróttum. Sjálfur hika ég ekki við að segja frá því að hafa átt við hegðunarvandamál að stríða þegar ég var strákur. Án þess að ég hafi fengið formlega greiningu þá tikka ég í nógu mörg box til að geta greint mig sjálfur.“ Þau eru auðfundin, dæmin af krökkum sem glímt hafa við ADHD en náð langt í íþróttum. Nokkrir af hinum ástsælu landsliðsmönnum í fótbolta hafa sagt frá glímu sinni við ofvirkni og athyglisbrest. Sigursælasti ólympíufari allra tíma, bandaríski sundkappinn Michael Phelps, var greindur með ofvirkni og athyglisbrest níu ára gamall. Hann átti erfitt uppdrátt- ar í skóla og hélt ekki einbeitingu. Hann gat hinsvegar nýtt krafta sína í sundlauginni. Phelps fór hamför- um á nýafstöðnum ólympíuleik- um í Ríó og hefur hlotið alls 23 ólympíugull. Með keppinautinn á píluspjaldi „Mér hefur alltaf fundist mikilvægt að virkja það sem maður hefur mestan áhuga á. Það var mín leið. Ofvirkum krökkum er hafnað víða, þeir fá neikvæða athygli og geta leiðst út í einhverja vitleysu. Ef þeir hefðu fundið orkunni farveg hefðu þeir plummað sig betur. Ofvirknin hefur meira að segja hjálpað mér að einhverju leyti. Og stanslaus þrá- hyggja fyrir því að verða betri en allir aðrir. Ég nota alla orku sem ég á til að æfa meira en aðrir. Ég reyndi líka alltaf að finna einhverja aukaí- þrótt sem væri lík þeirri íþrótt sem ég hafði mestan áhuga á, til að ná enn betri tökum en hinir. Keppn- iselementið knúði mig áfram á öll- um æfingum.“ Helgi segist stöðugt vera með ákveðinn keppinaut í huga sem hann leitast við að vinna. „Ég hef alltaf einhvern á pílu- spjaldinu. Einhvern fyrir framan mig til að keppa við og verða betri en hann. Þegar ég er orðinn það, þá finn ég næsta til að keppa við. Þannig er hver æfing keppni við raunverulegar manneskjur.“ Ljóstrar þú því upp, við hverja þú ert að keppa? „Já, pirringur minn gagnvart þeirri manneskju er svo mikill að það fer ekkert á milli mála. Hann er alltaf á móti mér þangað til ég vinn hann. Þetta hjálpar mér mjög mikið og gefur mér auka kraft. Ég trúi því innilega að ég geti orðið betri en hann.“ Þekkt vandamál Þó Helgi hafi óbilandi trú á að hann geti sigrað andstæðinga sína, seg- ir hann sjálfstraust sitt margbrotið og sveiflast á stórum skala. „Allt frá því að mér finnist ég ósnertanlegur yfir í að ég missi alveg trú á sjálfum mér. Ef ég finn veikan blett á sjálf- um mér þá einblíni ég um of á hann og ríf mig niður í svartnætti fyrir það. Þetta er alþekkt vandamál hjá íþróttamönnum. Ég missi samt aldrei trú á að ég geti unnið þann sem ég er að keppa við þá stund- ina. Ég er bara ekki alltaf með raun- hæfan tímaramma um verkefnið. Á leiðinni get ég misst trúna á ferlinu og farið ofan í djúpar holur. Ég get verið minn harðasti gagnrýnandi og versti óvinur.“ Hugsarðu til keppinautarins á pílu- spjaldinu allan daginn? Staðreyndir um Helga: -Hann er fæddur 1979, er 37 ára og starfar hjá Össuri -Hann var 18 ára gamall þegar fjarlægja þurfti fót hans fyr- ir ofan hné eftir baráttu við krabbamein -Hann keppir í spjótkasti á ólympíuleikum fatlaðra í Ríó -Hann á heimsmet í sínum flokki sem er 57,36 metrar -Hann ætlar að verða fyrsti fatl- aði spjótkastarinn til að kasta 60 metra -Fyrsta stórmót hans var Evrópumeistaramótið í Hollandi 2012. Þar vann hann silfurverð- laun. -Síðan hefur hann tvisvar orðið Evrópumeistari og einu sinni heimsmeistari. -Hann stefnir ótrauður á ólympíuverðlaun í Ríó. Ætlar að ná ólympíugulli „Fyrir mig, sem fatlaðan einstakling, var það að mæta á stórmót í fyrsta sinn rosalega stórt og mik- ið. Ég get eiginlega ekki lýst tilfinningunni, hún var svo yfirþyrmandi. Helgi segist ekki geta lýst því með orðum hvernig það var að keppa á sínum fyrstu ólympíuleikum, fyrir framan 80 þúsund manns. Það hafi verið yfirþyrmandi upplifun. Mynd | Rut Ruggustóll Dawood Úrval handklæða Sængurver Púðar Yankee Candle Ruggustólar Rúmteppi Hvíldarstólar Gjafavara
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.