Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 03.09.2016, Blaðsíða 34

Fréttatíminn - 03.09.2016, Blaðsíða 34
34 | FRÉTTATÍMINN | Laugardagur 3. september 2016 Kastljóshópurinn hittist daglega og ræðir mikilvægustu hluti sam­ félagsins ásamt því að spekúlera í vondu kaffi. „Við mætum yfirleitt klukkan 9 og fundum klukkan 10. Þá förum við yfir hvað er í gangi, þáttinn í gærkvöldi og verkefnin sem liggja fyrir. Baldvin er oft með eftir­ hermur, hann er mikill snilling­ ur, sérstaklega í gömlum stjórn­ málamönnum. Hann er búinn að mastera Jónas frá Hriflu. Hann er vanur að taka eina eða tvær á meðan við fáum okkur kaffi og ger­ um okkur klár fyrir daginn,“ segir Helgi Seljan, á léttu nótunum, um samstarfsfélaga, sinn Baldvin Þór Bergsson. Vinsælt er að safnast saman hjá kaffivél Ríkisútvarpsins þar sem nammi liggur á borðum og sam­ starfsmenn ræða daginn. Helgi er fastur á því að það vanti verra kaffi hjá RÚV: „Kaffið upp í RÚV hefur skánað mjög mikið. Kaffi­ vélar á vinnustöðum eru eins og buxnaskálmar. Útvíðar buxur eru voða töff í smá tíma, svo verða þær ógeðslega hallærislegar. Kaffivél­ arnar eru voðalega mikið þannig á vinnustöðum, eins töff og þær eru í byrjun þá fær maður ógeð af kaff­ inu eftir smá stund. Ég er alltaf að bíða eftir að þetta kaffisnobb fari út í það að menn veiti því athygli hvað vel vont kaffi getur verið gott. Semí soðið. Vel vont kaffi er eiginlega það besta sem til er. Mér finnst kaffið hérna ekki nógu vont, ég væri til í að hafa svona staðnaða kaffikönnu sem er smám saman búin að sjóða allan daginn.“ | hdó Morgunstundin: Kastljós og vont kaffiKaffið á RÚV mætti vera verra, segir Helgi Seljan. Mynd | Rut Kvennlandsliðið í fótbolta er að undirbúa sig þessa dagana fyrir tvo seinustu leiki undankeppni EM. Mikilvægt er að halda sig við hefðirnar rétt fyrir leiki og verða skotkeppni og lög Stuðmanna reglulegir gestir á æfingu stelpnanna. Hallbera Guðný Gísladóttir, fyrir­ liði landsliðsins, segir okkur frá hefðum og undirbúningi fyrir lokaleikina núna í september. Hvernig undirbúið þið ykkur? „Við undirbúum okkur í að gull­ tryggja okkur þetta sæti, það kemur ekkert annað til greina en sigur. Það er þægilegra að vera hérna heima, þá getur maður bara mætt á æfingu og þarf ekki að mæta upp á hótel fyrr en degi fyrr, að­ eins frjálslegra. Það er alltaf eins daginn fyrir leik þá er keppni, eldri á móti yngri, þar ráðast líka úr­ slitin, sú keppni er búin að vera alla undan­ keppnina.“ Eru einhverjar hefðir fyrir leiki? „Við vöknum snemma og förum á létta æfingu, rútínan er alltaf eins. Við tökum smá rúnt í rútunni, förum alltaf aðeins lengri rúnt en við þurfum, við erum það nálægt Laugardagsvelli, þannig við tökum alltaf einn rúnt og hlustum á tón­ list. Oftast eitthvað íslenskt, Stuð­ menn eru klassík.“ Hvorum leiknum ertu spennt- ari fyrir, gegn Slóveníu eða Skotlandi? „Í Slóveníu leiknum getum við gulltryggt þetta, það er auðvitað mjög spennandi. Svo er gulrótin við Skotaleikinn að fara í geng­ um riðillinn ósigraðar og helst með núll mörk fengin á okkur, það væri frábært. Það er mjög spennandi. Við ætlum að sjá hvort við getum gert eitt­ hvað í því og reynt að fá fólk á völlinn.“ | hdó Gulltryggja sæti og hlusta á Stuðmenn Hallbera Guðný Gísladóttir landsliðsfyrirliði. Mynd | Rut. Íslendingar elska salt & súrt Topp tíu listinn Spælt egg Súkkulaðidýr Þristur Krítar Tíglar Gúmmíkarlar Súkkulaðihnappar 1. Svartur klatti Í efsta sæti nammibarsins í Hag­ kaup trónir hinn sívinsæli klatti. Þessi lungamjúki saltlakkrísmoli er fyrir löngu orðin klassískur í hugum margra enda verið fluttur inn við stöðugar vinsældir frá því snemma á níunda áratugnum. Það er ammóníum sem gefur þessum mola sitt sérstaka bragð, bragð sem margir tengja við hóstasaft. Ekki hefur verið stað­ fest hvaða snillingi datt upphaf­ lega í hug að blanda ammóníum við lakkrís en farið var að fjölda­ framleiða mjúkan saltlakkrís og saltlakkrís brjóstsykur á Norður­ löndunum og í Hollandi á þriðja áratug síðustu aldar. Saltlakkrís­ bragð er alls ekki allra þó klatt­ inn tróni efst á vinsældalista Íslendinga. Reyndin er sú að lang­ flestum, sem hafa ekki alið bragð­ laukana í Norður­Evrópu, finnst saltlakkrís hálfgerður viðbjóður og það getur verið flókið mál að finna saltlakkrísbragð á fjarlægari menningarsvæðum. 2. Bleikur klatti Fast á hæla klattans kemur súri bróðir hans, bleiki klattinn. Þessi moli er mjúkur eins og bróðir­ inn en er súrari en sítróna á bragðið, enda búinn til líkt og annað súrt nammi úr blöndu af sykri og sítrónusýru. Íslendingar eru greinilega fyrir afgerandi bragð því gallsúrt nammi á borð við bleika klattann er heldur ekki allra þó súra bragðið sé samt mun útbreiddara en saltlakkrísbragðið. 3. Súr flaska Þriðja sætið vermir annar súr moli með keim af Hubba Bubba tyggjóbragði. Það er bleikbláa hlaupflaskan, vanalega kölluð súra flaskan. Súra tyggjóbragðs­ flaskan er með annað einkenni sem Íslendingar virðast vera mjög hrifnir af og það er að hún freyðir örlítið á tungunni, líkt og gömlu góðu gospillurnar. Á toppi vinsældalista nammibarsins trónir lungamjúkur og bragðsterkur moli. Hann hefur fylgt kynslóðum Íslendinga í gegnum súrt og sætt frá því snemma á níunda áratugnum. Restina af sætindunum skipa molar sem óhætt er að kalla klassíska. Hið alþjóðlega gúmmí spælegg sem hægt er að nálgast næstum hvar sem er í heiminum, gúmmíkarlarnir sem næstum öllum líkar við og svo séríslenskir molar sem virðast aldrei fara úr tísku; tígullinn, krítin, súkkulaði­ dýrin, súkkulaðihnapparnir og þristurinn. | hh
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.