Fréttatíminn - 03.09.2016, Blaðsíða 32
32 | FRÉTTATÍMINN | Laugardagur 3. september 2016
Áföllin verða alltaf hluti af mér, eru bara gjafir sem mér hafa verið gefnar, þótt þau hafi truflað lífið líka,“ segir Elísabet
Jökuls dóttir. Hún ætlar að fá að
lofta út og viðra áföllin í gjörningi.
Skreytti jólatréð með áföllum
„Ég var á listahátíð í janúar á
þessu ári, jólin nýafstaðin og
þar var gamalt jólatré í horninu
í eldhúsinu. Það var þarna kona
frá Ísrael. Hún vildi endilega fara
gefa öllum ljós í bænum þar sem
við vorum. Ég uppgötvaði að ég
var alltaf að horfa á þetta jólatré
og ég fór og skreytti jólatréð með
áföllunum. Áföllin urðu skraut
á jólatréð.
Þrjú stærstu áföllin
Dauði föður míns, sem leiddi til
minnar geðveiki, varð til þess að
ég var lokuð inn á Kleppi. Svo var
strákurinn minn tekinn frá mér út
frá alkóhólisma. Það er ómögu
legt að segja hvaða áföll eru þau
stærstu en þetta áfall við að missa
pabba minn er búið að stjórna
lífi mínu í 40 ár. Bæði mér sem
listamanni og rithöfundi og sem
manneskju. Og sem konu í ástar
samböndum. Ég hef alltaf verið að
búa til sama sambandið aftur og
aftur þegar ég hef orðin ástfangin
og verð alltaf skotin í ein hverjum
mönnum sem þýðir ekkert að
vera skotin í. Ég var samt alltaf að
skrifa um þetta, skrifa stórkost
legar sögur um þetta. Svo fattaði
ég það í sumar að þetta var bara
áfallastreituröskun.
Að missa soninn frá sér í neyslu
Það er áfall sem ég hef aldrei
getað tekist á við, reyni alltaf að
þagga það niður, það var of sárt.
Það hafa margar konur misst frá
sér börn í neyslu, við höfum öll
lent í alls konar áföllum og það
er alltaf verið að halda því fram
að það megi ekki tala um þetta
nema inn á sálfræðistofum, í
lokuðu herbergi og borga 16.000
krónur fyrir. Ég er búin að vera
hjá geðlæknum og sálfræðing
um í mörg ár en fattaði sjálf mitt
„trauma“ í sumar. Ég sé til hvernig
þetta verður, þetta verður bara
flott, ég ætla ekki að fara rífa út úr
mér hjartað og brytja það í búta.
Ég reyna tækla áföllin á nýjan
hátt. Núna eru áföll komin í Bæjar
bíó, skilurðu. | hdó
Elísabet Jökulsdóttir verður með gjörning í Bæjarbíói þar sem hún ræðir um áföll
sín í lífinu. Mynd | Rut
Orðin leið á dauða
föður míns
Elísabet Jökulsdóttir talar um 30 áföll,
sem eru stór hluti af lífi hennar, í gjörningi
í Bæjarbíói á sunnudagskvöld.
Sýning Hildar Bjarnadóttur,
Vistkerfi lita, saman stendur
af verkum sem unnin eru
úr litum plantna sem vaxa
á landi hennar austur í Flóa.
„Á sýningunni nota ég tvö litakerfi
í verkin,“ segir Hildur. „Annars
vegar manngerða akrýlliti og hins
vegar jurtaliti sem ég bý til
sjálf. Ég nota liti sem efnivið
í verkum mínum og leiði hjá
mér allar táknrænar hliðar
sem þeim tengjast.“
Verkin á sýningunni eru
ofin veggverk og silkidúkar
í mörgum stærðum en Hildur
lítur svo á að í lit verkanna búi
upplýsingar um ástand náttúr
unnar og umgengni mannsins um
hana. „Ég lít á plönturnar sem ég
nota til búa til jurtalitinn sem upp
tökutæki. Plöturnar geyma mik
ilvægar upplýsingar og uppruni
litarins skiptir mig meira máli en
útlit hans.“
Verkin eru unnin með lit úr
plöntum sem finna má í
landspildu í Gaulverjabæ,
Þúfugörðum, þar sem
Hildur hefur komið sér
fyrir til að vinna
að verkum sínum.
Þarna vinnur mynd
listarkonan liti úr
plöntum á borð við
blóðberg, hrúta
berjalyng, þursa
skegg, hálmgresi og
mýrasóley, svo aðeins nokk
ur grös jarðar sé nefnd. | gt
Býr til liti úr plöntum
Hönnunar og auglýsingastofan Döðlur flutti nýlega
vinnuaðstöðu sína út á Granda. Áður var stofan við
Laugaveginn en nú eru allir sáttir að vera komin í
friðsæld við sjóinn.
Vinnustofan er einstaklega vel heppnuð, enda
hönnuðir á bak við hvert horn: „Við hönnuðum
borðin, nokkra stóla. Svo erum við hrifnir af fagur
bleikum litnum og svo eru það plönturnar. Gott
að vera í svona opnu rými. Við finnum það eftir
að hafa verið hérna í 3 mánuði að það léttir rosa
lega á manni að komast hingað út á Granda. Ekkert
ónæði, næstum því eins og að koma upp í sveit. Mjög
sjarmerandi stemning. Mikið af skapandi fólki hérna
í rýmunum í kring en svo er Sjófiskur ennþá hérna í
horninu, að pakka fiski og senda út í heim. Þetta er
ennþá með þeim hætti en það á örugglega eftir að
breytast.“
Alls kyns efni er hannað hjá Döðlum, fatnaður,
tímarit og nú nýlega hús: „Við vorum að hanna hús,
við erum að klára það núna, í Hvalfirðinum, allt er
gert hjá Döðlum; ef það þarf að hanna það þá getum
við reynt,“ segir Benni, annar eigandi Daðla.
Listamaðurinn Ólafur Elíasson er að flytja vinnu
stofuna sína í Marshallhúsið við Grandann og fé
lagarnir hjá Döðlum eru mjög spenntir fyrir komu
hans: „Við munum bjóða Ólafi Elíassyni í kaffi, hann
verður pottþétt mikið hérna hjá okkur að „brain
storma“, honum er hér með formlega boðið í kaffi,“
segja vinirnir á Döðlum. | hdó
Vinnustofan
Döðlur vilja bjóða Ólafi Elíassyni í kaffi
Hressir starfsmenn á Döðlum. Mynd | Rut
Vagnhöfða 11 - 110 Reykjavík - www.ofnasmidja.is - sími 577 5177
hafðu það notalegt
vottun reynsla
ára
ábyrgð
gæði
miðstöðvarofnar