Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 03.09.2016, Blaðsíða 16

Fréttatíminn - 03.09.2016, Blaðsíða 16
16 | FRÉTTATÍMINN | Laugardagur 3. september 2016 Sagan af batteríinu sem sameinaði samfélag Tölvukerfi í bílum er eflaust góð hug- mynd. Bara ekki á hjara veraldar. Nema þar sem úrræðagóðir bænd- ur, dásamlegur sundlaugarvörður og skörulegur hafnarstjóri koma til bjargar. Fjórar lögðum við af stað eftir vinnu á föstudegi, þyrstar í ný æv- intýri. Áfangastaðurinn hafði ver- ið valinn deginum áður. Á Strandir skyldi haldið því þar er ekki að- eins fámennasta samfélag landsins í kynngimagnaðri náttúrufegurð sem á sér enga hliðstæðu, fagrir bað- staðir innan um hvali og refi, heldur líka fínasti skáli í eigu Ferðafélags Íslands. Eftir að hafa keyrt norður í einni bunu komum við að Norðurfirði í niðamyrkri og leituðum uppi rautt hlið. Tilfinningin var óneitanlega að við værum komnar nákvæmlega þangað sem við vildum, á hjara ver- aldar. Morguninn eftir vorum við sam- mála um að sjaldan hefðum við sof- ið jafn vel. Við væran öldunið og ærandi kyrrð. Við helltum upp á kaffi og horfðum yfir spegilsléttan fjörðinn. Sáum fyrir okkur að eft- ir sundsprett í Krossneslaug skyldi gengið á næsta fjall þar sem hægt væri að sjá yfir á Dranga, þaðan yfir í næsta fjörð þar sem okkar biðu ekki bara selir heldur líka grindhvalir. Eftirvæntingin breyttist í von- brigði á einu augabragði þegar í ljós kom að við færum ekki hænu- fet. Bíllinn sýndi ekki vott af lífs- marki, sama hvað við reyndum. Hinn dásamlegi Land Rover jeppi hafði brugðist okkur á ögurstundu. Vélarbilun eða rafmagnsleysi, hvað vissum við? Eftir tveggja tíma vangaveltur, gúggl, símtöl og beiðnir um vináttu jeppafróðra manna á Facebook, og þegar vonbrigðin voru um það bil að breytast í örvæntingu, birtist Gulli á dráttarvél. Brosandi blíður með múgavélina í eftirdragi. Gulli er bóndinn á næsta bæ og það þarf ekki margar mínútur með honum til að átta sig á því að hann er mað- ur lausna. Upphófst nú ein sú skemmtileg- Halla Harðardóttir | Þóra Tómasdóttir | Rut Sigurðardóttir ritstjorn@frettatiminn.is Tómt liþíum batterí er allt sem þarf til að kynnast öllum íbúum Norðurfjarðar á einu bretti og gestrisni sem líklega fer í sögubækurnar. asta atburðarás sem við eigum í okk- ar minnum. Við sögu komu Björn bóndi í næstu vík með sína dráttar- vél og reipi, lífsreyndir sjómenn á strandveiðum í firðinum sem vissu grunsamlega margt um bílvíra sem hægt er að klippa á. Fjárhundur- inn Kubbur. Skálavörðurinn Arnal- dur. Hafnarstjórinn Elín og sund- laugarvörðurinn Davíð. Uppgjöf bílsins var ekki aðeins okkur heldur öllu samfélagi fjarðarins hulin ráð- gáta. Lömuð þjófavörn sökum batt- erísleysis í lykli var líklegasta orsök- in fyrir kyrrsetningu okkar á einum afskekktasta stað landsins. Næsta Eftir að hafa keyrt norður í einni bunu komum við að Norðurfirði í niðamyrkri og leituðum uppi rautt hlið. Tilfinningin var óneitanlega að við værum komnar ná- kvæmlega þangað sem við vildum, á hjara veraldar. Ýmis ráð voru reynd til að koma bílnum í lag, þar á meðal að draga hann úr hlaði með traktornum hans Björns bónda á Melum. Hér má sjá ráðþrota ferðalanga ræða málin við heimamenn yfir rjúkandi kaffibolla. Myndir | Rut Gulli bóndi í Steinstúni reffilegur við kaggann sinn. Hann skipaði vonlausum strandaglópunum að taka bílinn sinn eignarnámi og þökk sé honum komumst við í Krossneslaug. VÍKURVAGNAR EHF. Víkurvagnar ehf. | Hyrjarhöfða 8 | 110 Reykjavík Sími 577 1090 | vikurvagnar.is | sala@vikurvagnar.is Setjum undir á staðnum Dráttarbeisli undir flestar tegundir bíla VÍKURVAGNAR EHF. Víkurvagnar ehf. | Hyrjarhöfða 8 | 110 Reykjavík Sími 577 1090 | vikurvagnar.is | sala@vikurvagnar.is Einnig mikið úrval varahluta í Ifor Williams og aðrar gerðir af kerrum, ásamt úrvals viðgerðarþjónustu. Kerrur frá Ifor Williams í öllum stærðum og útfærslum VÍKURVAGNAR EHF. Víkurvagnar ehf. | Hyrjarhöfða 8 | 110 Reykjavík Sími 577 1090 | vikurvagnar.is | sala@vikurvagnar.is Einnig mikið úrval varahluta í Ifor Williams og aðrar gerðir af kerrum, ásamt úrvals viðgerðarþjónustu. Kerrur frá Ifor Williams í öllum stærðum og útfærslum VÍKURVAGNAR EHF. Víkurvagnar ehf. | Hyrjarhöfða 8 | 110 Reykjavík Sími 577 1090 | vikurvagnar.is | sala@vikurvagnar.is Úrval af lokuðum farangurskerrum frá Ifor Williams Sýningareintak á staðnum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.