Fréttatíminn

Eksemplar

Fréttatíminn - 03.09.2016, Side 16

Fréttatíminn - 03.09.2016, Side 16
16 | FRÉTTATÍMINN | Laugardagur 3. september 2016 Sagan af batteríinu sem sameinaði samfélag Tölvukerfi í bílum er eflaust góð hug- mynd. Bara ekki á hjara veraldar. Nema þar sem úrræðagóðir bænd- ur, dásamlegur sundlaugarvörður og skörulegur hafnarstjóri koma til bjargar. Fjórar lögðum við af stað eftir vinnu á föstudegi, þyrstar í ný æv- intýri. Áfangastaðurinn hafði ver- ið valinn deginum áður. Á Strandir skyldi haldið því þar er ekki að- eins fámennasta samfélag landsins í kynngimagnaðri náttúrufegurð sem á sér enga hliðstæðu, fagrir bað- staðir innan um hvali og refi, heldur líka fínasti skáli í eigu Ferðafélags Íslands. Eftir að hafa keyrt norður í einni bunu komum við að Norðurfirði í niðamyrkri og leituðum uppi rautt hlið. Tilfinningin var óneitanlega að við værum komnar nákvæmlega þangað sem við vildum, á hjara ver- aldar. Morguninn eftir vorum við sam- mála um að sjaldan hefðum við sof- ið jafn vel. Við væran öldunið og ærandi kyrrð. Við helltum upp á kaffi og horfðum yfir spegilsléttan fjörðinn. Sáum fyrir okkur að eft- ir sundsprett í Krossneslaug skyldi gengið á næsta fjall þar sem hægt væri að sjá yfir á Dranga, þaðan yfir í næsta fjörð þar sem okkar biðu ekki bara selir heldur líka grindhvalir. Eftirvæntingin breyttist í von- brigði á einu augabragði þegar í ljós kom að við færum ekki hænu- fet. Bíllinn sýndi ekki vott af lífs- marki, sama hvað við reyndum. Hinn dásamlegi Land Rover jeppi hafði brugðist okkur á ögurstundu. Vélarbilun eða rafmagnsleysi, hvað vissum við? Eftir tveggja tíma vangaveltur, gúggl, símtöl og beiðnir um vináttu jeppafróðra manna á Facebook, og þegar vonbrigðin voru um það bil að breytast í örvæntingu, birtist Gulli á dráttarvél. Brosandi blíður með múgavélina í eftirdragi. Gulli er bóndinn á næsta bæ og það þarf ekki margar mínútur með honum til að átta sig á því að hann er mað- ur lausna. Upphófst nú ein sú skemmtileg- Halla Harðardóttir | Þóra Tómasdóttir | Rut Sigurðardóttir ritstjorn@frettatiminn.is Tómt liþíum batterí er allt sem þarf til að kynnast öllum íbúum Norðurfjarðar á einu bretti og gestrisni sem líklega fer í sögubækurnar. asta atburðarás sem við eigum í okk- ar minnum. Við sögu komu Björn bóndi í næstu vík með sína dráttar- vél og reipi, lífsreyndir sjómenn á strandveiðum í firðinum sem vissu grunsamlega margt um bílvíra sem hægt er að klippa á. Fjárhundur- inn Kubbur. Skálavörðurinn Arnal- dur. Hafnarstjórinn Elín og sund- laugarvörðurinn Davíð. Uppgjöf bílsins var ekki aðeins okkur heldur öllu samfélagi fjarðarins hulin ráð- gáta. Lömuð þjófavörn sökum batt- erísleysis í lykli var líklegasta orsök- in fyrir kyrrsetningu okkar á einum afskekktasta stað landsins. Næsta Eftir að hafa keyrt norður í einni bunu komum við að Norðurfirði í niðamyrkri og leituðum uppi rautt hlið. Tilfinningin var óneitanlega að við værum komnar ná- kvæmlega þangað sem við vildum, á hjara veraldar. Ýmis ráð voru reynd til að koma bílnum í lag, þar á meðal að draga hann úr hlaði með traktornum hans Björns bónda á Melum. Hér má sjá ráðþrota ferðalanga ræða málin við heimamenn yfir rjúkandi kaffibolla. Myndir | Rut Gulli bóndi í Steinstúni reffilegur við kaggann sinn. Hann skipaði vonlausum strandaglópunum að taka bílinn sinn eignarnámi og þökk sé honum komumst við í Krossneslaug. VÍKURVAGNAR EHF. Víkurvagnar ehf. | Hyrjarhöfða 8 | 110 Reykjavík Sími 577 1090 | vikurvagnar.is | sala@vikurvagnar.is Setjum undir á staðnum Dráttarbeisli undir flestar tegundir bíla VÍKURVAGNAR EHF. Víkurvagnar ehf. | Hyrjarhöfða 8 | 110 Reykjavík Sími 577 1090 | vikurvagnar.is | sala@vikurvagnar.is Einnig mikið úrval varahluta í Ifor Williams og aðrar gerðir af kerrum, ásamt úrvals viðgerðarþjónustu. Kerrur frá Ifor Williams í öllum stærðum og útfærslum VÍKURVAGNAR EHF. Víkurvagnar ehf. | Hyrjarhöfða 8 | 110 Reykjavík Sími 577 1090 | vikurvagnar.is | sala@vikurvagnar.is Einnig mikið úrval varahluta í Ifor Williams og aðrar gerðir af kerrum, ásamt úrvals viðgerðarþjónustu. Kerrur frá Ifor Williams í öllum stærðum og útfærslum VÍKURVAGNAR EHF. Víkurvagnar ehf. | Hyrjarhöfða 8 | 110 Reykjavík Sími 577 1090 | vikurvagnar.is | sala@vikurvagnar.is Úrval af lokuðum farangurskerrum frá Ifor Williams Sýningareintak á staðnum.

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.