Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 03.09.2016, Blaðsíða 4

Fréttatíminn - 03.09.2016, Blaðsíða 4
4 | FRÉTTATÍMINN | Laugardagur 3. september 2016 Kvikmyndagerð Leikstjórinn Darren Ar- onofsky heldur svokallaðan „masterklassa“ á kvikmyndahátíðinni RIFF sem hefst um næstu mánaðamót. Viðburðurinn fer fram í hátíðarsal Háskóla Íslands þann 6. október, klukkan 13, og verður aðgangur ókeypis. Þar mun Aronofsky segja frá kvikmyndagerð sinni, hugðar- efnum og náttúruvernd auk þess að svara spurningum gesta úr sal. Tilefni komu Aronofsky til landsins, er að hann hlýtur heiðursverðlaun RIFF í ár ásamt indversku kvikmynda- gerðarkonunni Deepa Mehta. Þekktustu kvikmyndir Aronofsky eru Black Swan, Requiem for a Dream og The Wresler en nokkrar kvik- myndir úr smiðju hans verða sýndar á hátíðinni. Aronof- sky var tilnefndur til Óskarsverðlauna fyrir leikstjórn sína á kvikmyndinni Black Swan og þykir meðal allra eftirsóttustu leikstjóra í Hollywood. Nýjasta kvikmynd hans, Noah, var að hluta til tekin upp á Íslandi og í kjölfarið hefur hann lagt íslenskum náttúruverndarsinnum lið. Hann stóð meðal annars að stórtónleikum í Hörpu ásamt Björk, Patty Smith og fjöl- mörgum hljómsveitum fyrir tveimur árum. | þt Leikstjór- inn Darren Aronofsky var tilnefndur til Óskarsverð- launa fyrir kvikmyndina Black Swan. Hér er hann með aðal- leikkonu myndarinnar, Natalie Port- man. Mynd | Getty Darren Aronofsky með fría kennslustund á Íslandi Samfélag Sveinn Allan Morthens, forstöðumaður Gistiskýlisins í Reykjavík, segir stóran hóp sem sækir það vera Pólverja sem misstu fótanna í hruninu. Valur Grettisson valur@frettatiminn.is Helmingur útigangsmanna sem sækir í gistiskýlin er af erlendu bergi brotinn, og hefur sá hópur verið viðvarandi í að minnsta kosti ár að sögn Sveins Allan Morthens, forstöðumanns Gistiskýlisins í Reykjavík. „Þessi hópur hefur verið um helmingur þeirra sem leita til okk- ar,“ segir Sveinn Allan en stærsti hópurinn er pólskir farandverka- menn sem virðast hafa misst fót- anna í hruninu og hafa verið á ver- gangi í allnokkur ár. Sá hópur er afar einangraður og kann ekki íslensku og oft enga ensku heldur, auk þess sem hefðbundin meðferðarúrræði hér á landi duga þeim ekki vegna tungumálaerfiðleika. Talið er að útigangsmenn á Íslandi séu um 200, en sá hópur er þó í ýms- um úrræðum þó hann þurfi á ein- um tímapunkti eða öðrum að sækja sér aðstoð í giskiskýlinu sem er fyrir löngu sprungið, að sögn Sveins. Ís- lenskir hópurinn hefur það umfram þann erlenda að búa við tengslanet. Það þýðir að hópurinn, sem er af er- lendu bergi brotinn, er umkomulaus komist hann ekki í gistiskýlið, en þar komast aðeins 29 fyrir á nóttu. „Og þó það hljómi öfugsnúið, þá viljum við minnka skýlið, lík- lega niður í einhver tíu pláss,“ segir Sveinn og útskýrir að stefnt sé að því í haust að koma fleiri einstaklingum í eigin íbúðir og þannig gefa þeim möguleika á að standa á eigin fótum. Það gerist þó ekki öðruvísi en með fjölþættum stuðningi. „Varðandi útlendingana, sem reyndar margir hverjir hafa ríkis- borgararétt hér á landi, þá hefur Reykjavíkurborg ákveðið að semja við samtök sem eru sérhæfð í að aðstoða þennan hóp,“ segir Sveinn Allan og útskýrir að það muni með- al annars fela í sér að einstaklingum verði gert kleift að sækja sér vímu- efnameðferð í Póllandi. „Og svo það sé enginn misskilningur, þá verður þessum einstaklingum einnig boðin aðstoð við að koma aftur til lands- ins, kjósi þeir það,“ útskýrir Sveinn. En það er ljóst að eitthvað þarf að gera, að sögn Sveins, og hann er ánægður með áætlanir Reykjavíkur- borgar sem hefur samþykkt aðgerð- aráætlun til þess að koma til móts við utangarðsmenn og nær til ársins 2018. Á næstu mánuðum fær velferðar- svið til umráða fjórar íbúðir fyrir utangarðsmenn, og munu þeir sem fara þangað inn verða studdir af fjöl- þættu teymi sem mun bæði aðstoða þá við hversdagslega hluti, allt frá því að þvo þvott yfir í að fara í bank- ann. Ekki verður gerð sú krafa að mennirnir séu edrú í úrræðinu. Sveinn Allan Morthens segir Gistiskýlið við Lindargötu sprungið. Hann vill þó minnka það og koma fleirum í eigin íbúðir. Helmingurinn í gistiskýlinu af erlendu bergi brotinn Menning Bæjarráð Akureyr- ar hefur samþykkt að bjarga Menningarfélagi Akureyrar um 75 milljónir króna í fyr- irframgreiðslu vegna halla frá því í fyrra. Félagið hafði ofætlað tekjur sínar. Fundargerð bæjarráðs er harð- orð þegar rætt er um ástæður hall- ans, en þar segir: „Hallinn skýrist meðal annars af ofáætluðum tekj- um viðburðasviðs og því að stofn- að var til útgjalda sem ekki heyrðu undir framleiðsluáætlanir, án nægi- legrar vitundar um það hvort og þá hvar áætlað hafði verið fyrir þeim kostnaðarliðum. Ljóst er að um var að ræða bókhaldsóreiðu og ófull- nægjandi fjármálastjórnun innan félagsins undir stjórn fyrrum fram- kvæmdastjóra.“ Fyrrum framkvæmdastjóri er Gunnar I. Gunnsteinsson, en hann sagði upp störfum í nóvember á síð- asta ári og bar við persónulegum ástæðum í tilkynningu sem send var á fjölmiðla. Formaður Menningarfélagsins, Sigurður Kristinsson, segir í samtali við Fréttatímann að björgunarupp- hæðin nemi um einum þriðja af því fjármagni sem félagið hefur úr að spila á einu ári. Félagið þurfi nú að sníða stakk eftir vexti næstu þrjú ár. Spurður hverju það sæti að félag- ið hafi farið svona hraustlega fram úr áætlunum svarar Sigurður: „Við vorum meðal annars að takast á við byrjunarerfiðleika eftir að félagið var stofnað. Það verður enginn smiður við fyrsta högg.“ Þess má geta að menningarfélag- ið var stofnað um áramótin 2015 og hefur því safnað þessum skuldum á innan við tveimur árum. Logi Már Einarsson, bæjarfull- trúi Samfylkingarinnar, tekur ekki undir að félagið sé í gjörgæslu, en í fundargerð segir að fjármagnið sé veitt með því skilyrði að félag- ið skili ársfjórðungslega yfirliti um fjárhagsstöðu til bæjarins. „Það hafa komið upp byrjun- arörðugleikar og við grípum til þess að auka fjármagnið með þess- um, hætti,“ segir Logi en þess ber að geta að ekki er um að ræða útgjaldaaukningu hjá Akureyrarbæ þegar horft er til þess að fjárhæð- in kemur til frádráttar greiðslum næstu þrjú ár. | vg Menningarfélagið á Akureyri er með menningarhúsið Hof til umráða. Mynd | Auðunn Níelsson Menningarfélagi Akureyrar bjargað vegna bókhaldsóreiðu TENNIS er skemmtileg hreyfing Nú er rétti tíminn til að panta fastan tíma í tennis. Eigum nokkra tíma lausa. Skemmtilegu byrjendanámskeiðin fyrir fullorðna eru að hefjast. Skráning og upplýsingar í síma 564 4030 eða á tennishollin.is Svartárvirkjun var tvöfölduð Eigendur Svartárvirkjunar í Bárðar- dal tvöfölduðu virkjunarkostinn að stærð þegar þeir kynntu virkjunar- kostinn fyrir sveitarfélaginu. Þetta kemur fram í fundargerð frá um- verfisnefnd sveitarfélagsins Þing- eyjarsveitar frá því í lok júní síðast- liðinn. Inntakslónið stækkaði meðal annars um helming, frá 0,5 hektur- um og upp í 1 hektara. Upphaflega átti virkjunin því að vera minni. Eigandi Svartárvirkjunar er SBS Orka ehf. sem meðal annars er í eigu Þorsteins Más Baldvinssonar og Heiðars Más Guðjónssonar. Með breytingunum fór virkjunin upp í 9,8 megavött, sem rétt undir því sem virkjanir mega vera til að vera ekki sjálfkrafa settar í umhverfis- mat. Virkjunin er nú í umhverfis- mati hjá Skipulagsstofnun. ifv. Þorsteinn Már Baldvinsson er einn af eigendum virkjun- arinnar. Stóriðja Dómsmál Hæstiréttur Íslands snéri niður- stöðu Héraðsdóms Reykjaness við í gær en héraðsdómur hafði hafnað kröfu konu um að dánarbú systur hennar og eiginmanns yrðu tekin til opinberra skipta. Systir konunn- ar lést í desember á síðasta ári en í erfðaskrá hennar kom fram að hún arfleiddi systur sína að öllum sínum eigum, félli eiginmaður hennar frá á undan henni. Örlögin höguðu því þó þannig að eiginmaður konunn- ar lést aðeins fimm dögum síðar en hjónin voru barnlaus. Fjórtán manns voru varnaraðilar í málinu og mótmæltu því að búið yrði tekið til skipta á þeim grund- velli að systir konunnar hafi látist á undan eiginmanninum og því gætu erfingjar eiginmannsins átt arfstilkall í dánarbúið. Því var hafn- að af hæstarétti. Búið taldi íbúð upp á 18 milljónir og reiðufé inni á bankareikning sem nam tæplega átján milljónum króna. | vg Deilt um arf vegna hjóna sem létust með fimm daga millibili Hjónin létust með aðeins fimm daga millibili. Úr varð dómsmál vegna deilna um arfinn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.