Fréttatíminn

Útgáva

Fréttatíminn - 03.09.2016, Síða 4

Fréttatíminn - 03.09.2016, Síða 4
4 | FRÉTTATÍMINN | Laugardagur 3. september 2016 Kvikmyndagerð Leikstjórinn Darren Ar- onofsky heldur svokallaðan „masterklassa“ á kvikmyndahátíðinni RIFF sem hefst um næstu mánaðamót. Viðburðurinn fer fram í hátíðarsal Háskóla Íslands þann 6. október, klukkan 13, og verður aðgangur ókeypis. Þar mun Aronofsky segja frá kvikmyndagerð sinni, hugðar- efnum og náttúruvernd auk þess að svara spurningum gesta úr sal. Tilefni komu Aronofsky til landsins, er að hann hlýtur heiðursverðlaun RIFF í ár ásamt indversku kvikmynda- gerðarkonunni Deepa Mehta. Þekktustu kvikmyndir Aronofsky eru Black Swan, Requiem for a Dream og The Wresler en nokkrar kvik- myndir úr smiðju hans verða sýndar á hátíðinni. Aronof- sky var tilnefndur til Óskarsverðlauna fyrir leikstjórn sína á kvikmyndinni Black Swan og þykir meðal allra eftirsóttustu leikstjóra í Hollywood. Nýjasta kvikmynd hans, Noah, var að hluta til tekin upp á Íslandi og í kjölfarið hefur hann lagt íslenskum náttúruverndarsinnum lið. Hann stóð meðal annars að stórtónleikum í Hörpu ásamt Björk, Patty Smith og fjöl- mörgum hljómsveitum fyrir tveimur árum. | þt Leikstjór- inn Darren Aronofsky var tilnefndur til Óskarsverð- launa fyrir kvikmyndina Black Swan. Hér er hann með aðal- leikkonu myndarinnar, Natalie Port- man. Mynd | Getty Darren Aronofsky með fría kennslustund á Íslandi Samfélag Sveinn Allan Morthens, forstöðumaður Gistiskýlisins í Reykjavík, segir stóran hóp sem sækir það vera Pólverja sem misstu fótanna í hruninu. Valur Grettisson valur@frettatiminn.is Helmingur útigangsmanna sem sækir í gistiskýlin er af erlendu bergi brotinn, og hefur sá hópur verið viðvarandi í að minnsta kosti ár að sögn Sveins Allan Morthens, forstöðumanns Gistiskýlisins í Reykjavík. „Þessi hópur hefur verið um helmingur þeirra sem leita til okk- ar,“ segir Sveinn Allan en stærsti hópurinn er pólskir farandverka- menn sem virðast hafa misst fót- anna í hruninu og hafa verið á ver- gangi í allnokkur ár. Sá hópur er afar einangraður og kann ekki íslensku og oft enga ensku heldur, auk þess sem hefðbundin meðferðarúrræði hér á landi duga þeim ekki vegna tungumálaerfiðleika. Talið er að útigangsmenn á Íslandi séu um 200, en sá hópur er þó í ýms- um úrræðum þó hann þurfi á ein- um tímapunkti eða öðrum að sækja sér aðstoð í giskiskýlinu sem er fyrir löngu sprungið, að sögn Sveins. Ís- lenskir hópurinn hefur það umfram þann erlenda að búa við tengslanet. Það þýðir að hópurinn, sem er af er- lendu bergi brotinn, er umkomulaus komist hann ekki í gistiskýlið, en þar komast aðeins 29 fyrir á nóttu. „Og þó það hljómi öfugsnúið, þá viljum við minnka skýlið, lík- lega niður í einhver tíu pláss,“ segir Sveinn og útskýrir að stefnt sé að því í haust að koma fleiri einstaklingum í eigin íbúðir og þannig gefa þeim möguleika á að standa á eigin fótum. Það gerist þó ekki öðruvísi en með fjölþættum stuðningi. „Varðandi útlendingana, sem reyndar margir hverjir hafa ríkis- borgararétt hér á landi, þá hefur Reykjavíkurborg ákveðið að semja við samtök sem eru sérhæfð í að aðstoða þennan hóp,“ segir Sveinn Allan og útskýrir að það muni með- al annars fela í sér að einstaklingum verði gert kleift að sækja sér vímu- efnameðferð í Póllandi. „Og svo það sé enginn misskilningur, þá verður þessum einstaklingum einnig boðin aðstoð við að koma aftur til lands- ins, kjósi þeir það,“ útskýrir Sveinn. En það er ljóst að eitthvað þarf að gera, að sögn Sveins, og hann er ánægður með áætlanir Reykjavíkur- borgar sem hefur samþykkt aðgerð- aráætlun til þess að koma til móts við utangarðsmenn og nær til ársins 2018. Á næstu mánuðum fær velferðar- svið til umráða fjórar íbúðir fyrir utangarðsmenn, og munu þeir sem fara þangað inn verða studdir af fjöl- þættu teymi sem mun bæði aðstoða þá við hversdagslega hluti, allt frá því að þvo þvott yfir í að fara í bank- ann. Ekki verður gerð sú krafa að mennirnir séu edrú í úrræðinu. Sveinn Allan Morthens segir Gistiskýlið við Lindargötu sprungið. Hann vill þó minnka það og koma fleirum í eigin íbúðir. Helmingurinn í gistiskýlinu af erlendu bergi brotinn Menning Bæjarráð Akureyr- ar hefur samþykkt að bjarga Menningarfélagi Akureyrar um 75 milljónir króna í fyr- irframgreiðslu vegna halla frá því í fyrra. Félagið hafði ofætlað tekjur sínar. Fundargerð bæjarráðs er harð- orð þegar rætt er um ástæður hall- ans, en þar segir: „Hallinn skýrist meðal annars af ofáætluðum tekj- um viðburðasviðs og því að stofn- að var til útgjalda sem ekki heyrðu undir framleiðsluáætlanir, án nægi- legrar vitundar um það hvort og þá hvar áætlað hafði verið fyrir þeim kostnaðarliðum. Ljóst er að um var að ræða bókhaldsóreiðu og ófull- nægjandi fjármálastjórnun innan félagsins undir stjórn fyrrum fram- kvæmdastjóra.“ Fyrrum framkvæmdastjóri er Gunnar I. Gunnsteinsson, en hann sagði upp störfum í nóvember á síð- asta ári og bar við persónulegum ástæðum í tilkynningu sem send var á fjölmiðla. Formaður Menningarfélagsins, Sigurður Kristinsson, segir í samtali við Fréttatímann að björgunarupp- hæðin nemi um einum þriðja af því fjármagni sem félagið hefur úr að spila á einu ári. Félagið þurfi nú að sníða stakk eftir vexti næstu þrjú ár. Spurður hverju það sæti að félag- ið hafi farið svona hraustlega fram úr áætlunum svarar Sigurður: „Við vorum meðal annars að takast á við byrjunarerfiðleika eftir að félagið var stofnað. Það verður enginn smiður við fyrsta högg.“ Þess má geta að menningarfélag- ið var stofnað um áramótin 2015 og hefur því safnað þessum skuldum á innan við tveimur árum. Logi Már Einarsson, bæjarfull- trúi Samfylkingarinnar, tekur ekki undir að félagið sé í gjörgæslu, en í fundargerð segir að fjármagnið sé veitt með því skilyrði að félag- ið skili ársfjórðungslega yfirliti um fjárhagsstöðu til bæjarins. „Það hafa komið upp byrjun- arörðugleikar og við grípum til þess að auka fjármagnið með þess- um, hætti,“ segir Logi en þess ber að geta að ekki er um að ræða útgjaldaaukningu hjá Akureyrarbæ þegar horft er til þess að fjárhæð- in kemur til frádráttar greiðslum næstu þrjú ár. | vg Menningarfélagið á Akureyri er með menningarhúsið Hof til umráða. Mynd | Auðunn Níelsson Menningarfélagi Akureyrar bjargað vegna bókhaldsóreiðu TENNIS er skemmtileg hreyfing Nú er rétti tíminn til að panta fastan tíma í tennis. Eigum nokkra tíma lausa. Skemmtilegu byrjendanámskeiðin fyrir fullorðna eru að hefjast. Skráning og upplýsingar í síma 564 4030 eða á tennishollin.is Svartárvirkjun var tvöfölduð Eigendur Svartárvirkjunar í Bárðar- dal tvöfölduðu virkjunarkostinn að stærð þegar þeir kynntu virkjunar- kostinn fyrir sveitarfélaginu. Þetta kemur fram í fundargerð frá um- verfisnefnd sveitarfélagsins Þing- eyjarsveitar frá því í lok júní síðast- liðinn. Inntakslónið stækkaði meðal annars um helming, frá 0,5 hektur- um og upp í 1 hektara. Upphaflega átti virkjunin því að vera minni. Eigandi Svartárvirkjunar er SBS Orka ehf. sem meðal annars er í eigu Þorsteins Más Baldvinssonar og Heiðars Más Guðjónssonar. Með breytingunum fór virkjunin upp í 9,8 megavött, sem rétt undir því sem virkjanir mega vera til að vera ekki sjálfkrafa settar í umhverfis- mat. Virkjunin er nú í umhverfis- mati hjá Skipulagsstofnun. ifv. Þorsteinn Már Baldvinsson er einn af eigendum virkjun- arinnar. Stóriðja Dómsmál Hæstiréttur Íslands snéri niður- stöðu Héraðsdóms Reykjaness við í gær en héraðsdómur hafði hafnað kröfu konu um að dánarbú systur hennar og eiginmanns yrðu tekin til opinberra skipta. Systir konunn- ar lést í desember á síðasta ári en í erfðaskrá hennar kom fram að hún arfleiddi systur sína að öllum sínum eigum, félli eiginmaður hennar frá á undan henni. Örlögin höguðu því þó þannig að eiginmaður konunn- ar lést aðeins fimm dögum síðar en hjónin voru barnlaus. Fjórtán manns voru varnaraðilar í málinu og mótmæltu því að búið yrði tekið til skipta á þeim grund- velli að systir konunnar hafi látist á undan eiginmanninum og því gætu erfingjar eiginmannsins átt arfstilkall í dánarbúið. Því var hafn- að af hæstarétti. Búið taldi íbúð upp á 18 milljónir og reiðufé inni á bankareikning sem nam tæplega átján milljónum króna. | vg Deilt um arf vegna hjóna sem létust með fimm daga millibili Hjónin létust með aðeins fimm daga millibili. Úr varð dómsmál vegna deilna um arfinn.

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.