Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 03.09.2016, Blaðsíða 14

Fréttatíminn - 03.09.2016, Blaðsíða 14
14 | FRÉTTATÍMINN | Laugardagur 3. september 2016 „Já, eiginlega. Það kemst ekk- ert annað að hjá mér í dag. 80% af deginum fer í að hugsa um hvað ég ætli að gera á æfingunni sem ég er að fara á, hvað ég ætli að styrkja til að verða örugglega betri en þessi sem er á spjaldinu. Hugsun- in sem drífur mig áfram er að ég verði að æfa nógu andskoti mikið, svo sá sem ég er að keppa við, geti ómögulega verið að æfa jafn mikið. Þetta er algjör þráhyggja. Hugur- inn er þannig stilltur að ég ætli að rústa þennan einstakling sem ég er að keppa við. Ég get verið nettur „sækó“.“ Höggið Helgi segir að þráhyggjan fyrir því að keppa og ná árangri, hafi magn- ast upp eftir erfiðleika sem hann glímdi við í áraraðir.„Allir mínir draumar um atvinnumennsku í handbolta hurfu á einu augabragði. Ég var átján ára gamall þegar ég greindist með krabbamein í fætin- um. Í mínum huga var krabbamein dauðadómur og mér fannst ég vera kominn að endalokum. Ég hélt að líf mitt væri búið. Þar til keppnis- skapið kom upp í mér og ég barði í borðið og ákvað að ég ætlaði að sigrast á þessu. Ég reyndi að hugsa um veikindin eins og enn eina keppnina.“ Helgi var alvarlega veikur í tæpt ár og varði mestum tíma á spít- ala. „Ég hafði aldrei upplifað það áður að vera sjúklingur, en mér var kippt út úr lífinu og inn í há- skammta lyfjameðferð. Ég hélt að ég gæti tekist á við þetta og haldið svo áfram með líf mitt. Þegar ég svo fékk þau skilaboð að það þyrfti að fjarlægja á mér fótinn, kom ann- að áfall. Ljósið í myrkrinu var að ég átti von á barni. Á meðan ég var í krabbameinsmeðferðinni eignaðist ég litla stelpu og þá helltist yfir mig sú tilfinning að ég yrði að halda áfram því ég mætti ekki klikka á ábyrgðinni sem því fylgdi. Það var mikil hjálp sem ég verð alltaf þakk- látur fyrir.“ Helgi var útskrifaður af spítal- anum og fótur hans var fjarlægður fyrir ofan hné. Í fyrstu tók hann ekki í mál að ganga með gervilim og dröslaðist frekar um á hækjum. Hann bjóst ekki við að geta notað líkamann á sama hátt og áður. Þar til hann óvænt komst upp á lag- ið með að spila golf. „Fyrsta golf- hringinn fór ég með þáverandi mági mínum og hann bar kylfurn- ar mínar á bakinu. Eftir að ég kynntist þessari íþrótt fann ég að það var mögulegt að gera eitthvað aftur. Handboltadraumurinn var farinn en ég gat farið að keppa við einhvern á ný.“ Skömmu síðar kynntist Helgi fyrirtækinu Össuri sem hefur ver- ið helsti stuðningsaðili þeirra sem hafa misst útlimi. Þar fékk hann gervifót og öðlaðist í kjölfarið betri hreyfigetu. (Fyrirtækið átti síðar eftir að opna fyrir honum víddir hátæknistoðtækja, en þar hefur hann starfað síðan 2009.) Hann segir endurhæfinguna hafa gengið vel og honum hafi tek- ist ágætlega að komast aftur út í lífið. Ánetjaðist efnum hratt „Mér var farið að vegna ágætlega þegar við skildum, ég og barnsmóð- ir mín. Þá kom smá hiksti hjá mér og ég fór að leita í áfengi. Síðar í harðari efni. Ég var 24 ára og sog- aðist hratt inn í þetta. Í fyrstu voru þetta helgarskemmtanir sem urðu sífellt lengri. Mér fannst hugbreyt- andi efni mjög spennandi, eins og kókaín og spítt, og ánetjaðist þeim hratt. Undir lokin, eftir nokkur ár, var ég kominn í dagneyslu. Ekkert annað komst að en útvega meira efni.“ Helgi segir að þó það hljómi ein- kennilega þá hefði hann ekki viljað vera án þessarar lífsreynslu. „Og til að taka af því allan vafa, þá mæli ég alls ekki með því að fólk leiðist út í áfengis- og vímuefnaneyslu. Hún er of dýrkeypt. Ég tel samt að ég hafi lagt svona hart að mér undanfarin ár, vegna fortíðar minnar. Ég trúi því að það sé ástæða fyrir öllu. Að ég hafi þurft að fara svona langt nið- ur til að komast hærra upp aftur. Þessi ár voru skóli í öllu því á ekki að gera og ég var algjör dúx.“ Hversu fjarstæðukennd var sú hugmynd á þessum tíma, að þú ættir eftir að verða heimsmethafi í spjótkasti og keppa á ólympíuleik- um? „Það var eins langsótt og þú getur ímyndað þér. Ég á engin orð til að lýsa því. Þegar ég loksins ákvað að hætta, fannst mér ég hafa val um að duga eða drepast. Nú hef ég verið edrú í níu og hálft ár og hugsa oft til alls þess sem ég hef af- rekað síðan ég skrapaði botninn.“ Helgi þurfti þó að gera nokkr- ar tilraunir til að hætta í ruglinu. Hann fór tvisvar í meðferð og í seinna skiptið yfirgaf hann með- ferðina án þess að ljúka henni. „Í þriðju tilraun hætti ég sjálfur. Ég hef verið að glíma við sjálfan mig síðan og hef fengið við það dygga aðstoð frá mínum nánustu. Hæð- irnar eru stundum eins og ég sé að sigra heiminn en lægðirnar ansi djúpar. Ég reyni að halda mig á línunni þar á milli. Ég á það enn til að detta ofan í þunglyndi sem get- ur mig óvinnufæran í nokkra daga. Sem betur fer er ég farinn að þekkja betur inn á það og veit hvað ég þarf að gera þegar einkennin segja til sín. Það er nú stærsti lærdómurinn af þessu öllu saman.“ Helgi segir að oft mistúlki fólk hegðun hans og þunglyndið geti stundum birst öðrum sem hroki. Einbeiting hans á íþróttina sé svo mikil að þegar hann hefur náð markmiðum sínum, upplifi hann oft og tíðum mikið spennufall og depurð. Fyrirmyndir með þráhyggju Í gegnum tíðina hefur Helgi hrifist af íþróttamönnum sem hann telur líklega haldna einhverskonar þrá- hyggju. „Það liggur auðvitað bein- ast við að nefna Oscar Pistorius, þó hann hafi farið út af sporinu. Hans afrek voru það sem ég leit til fyrst þegar ég fór að æfa á ný. Ólaf- ur Stefánsson og Michael Jordan, þetta voru hetjurnar mínar þegar var yngri. Ég tengi við þeirra hugs- unarhátt og tel mig skilja þá.“ Helgi er orðinn 37 ára og er sann- færður um að hann eigi enn eftir að vinna sína stærstu sigra. „Aldur skiptir minna máli meðal fatlaðra íþróttamanna, af ýmsum ástæðum. Það eru þó nokkrir íþróttamenn á stórmótum sem eru komnir á fimm- tugsaldurinn eða jafnvel eldri. Þó það sé að verða erfiðara og sífellt komi fleiri iðkendur í hverja grein. Svo er stundum sagt að fyrstu ólympíuleikarnir séu stór áfangi en á öðrum ólympíuleikum geturðu haft raunhæf markmið.“ Kastað lengra en heimsmetið Það er langt síðan Helgi lýsti því yfir að hann ætlaði sér að verða fyrsti fatlaði spjótkastarinn til að kasta 60 metra. „Ég veit ég get það. Ég hef kastað mjög nálægt því á æfingu og þetta er alls ekki óraunhæft. Ég bíð eftir deginum sem það gerist og æfi samkvæmt því. Metið mitt í dag er 57,36 metrar en það er gildandi heimsmet í mínum flokki. Á æfingu fyrir tveimur dögum kastaði ég 58, 5 metra og ég veit ég get enn betur. Það er gríðarleg tilhlökkun að fara til Brasilíu og ég hlakka mikið til að mæta þangað og sýna enn minna fötluðu strákum hvernig á að gera þetta. Ég er búinn að æfa grimmt fyrir þessa leika og ákvað að ein- blína á spjótkastið, sem ég stóð mig best í á ólympíuleikunum í London. Síðan þá hef ég kastað lengra en all- ir sem ég er að keppa við og veit að ég ætti að geta unnið þá. En spjót- kast er ofboðsleg tæknigrein. Einn daginn geturðu náð stórkostlegum árangri og liðið eins og þú þurfir ekki að æfa meira og næsta dag er það þveröfugt. Kúnstin er að ná góðu dagsformi og toppa á réttum tíma.“ „Ég hafði aldrei upplifað það áður að vera sjúklingur, en mér var kippt út úr lífinu og inn í háskammta lyfjameð- ferð. Ég hélt að ég gæti tekist á við þetta og haldið svo áfram með líf mitt. Þegar ég svo fékk þau skilaboð að það þyrfti að fjarlægja á mér fótinn, kom annað áfall. Helgi Sveinsson á heimsmeistaramótinu sem fram fór í Katar í október í fyrra þar sem hann vann til bronsverðlauna og kastaði 55,18 metra. Mynd | Getty Ferðaskrifstofa Guðmundar Jónassonar Vesturvör 34, 200 Kópavogi, S: 511 1515 • outgoing@gjtravel.is • www.ferdir.is Trier, Luxemborg og Mósel 3.–7. nóvember Vínsmökkun við Mósel Fimm daga ferð þar sem gist er í Trier. Skoðunarferðir og vínsmökkun. Flogið með Icelandair. Fararstjóri er Óskar Bjarnason. Verð frá 126.900.- Sjá nánar www.ferdir.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.