Fréttatíminn - 30.09.2016, Page 3
PI
PA
R
\T
BW
A
- S
ÍA
\
16
42
32
Við fjölmennum kannski ekki á öll mótmæli
en við mætum á kjörstað og vitum
hvar við setjum x-ið á kjörseðilinn.
Við erum 41.633 atkvæði.
Stjórnvöld á síðasta séns!
Helgi Vilhjálmsson, íslenskur ríkisborgari
Kröfur eldri borgara:
¨ 300 þúsund króna lágmarkslífeyrir
¨ Afnám tekjutengingar á lífeyri
¨ Allir eldri borgarar skulu hafa möguleika á húsnæði og þjónustu við hæfi
¨ Betri aðgangur að heilsugæslu og heimahjúkrun
¨ Fjölgun hjúkrunarheimila og frí heilsugæsla
72%
58%
37% 28%
Á fundum sem undirritaður átti með forystumönnum stjórnarflokkanna í upphafi
kjörtímabilsins var því lofað að málefni aldraðra yrðu sett á oddinn. Það loforð
var svikið. Viðlíka loforð hafa stjórnvöld gefið á opinberum vettvangi og einnig svikið.
Nú er svo komið að ítrekaðar vanefndir á fyrirheitum um eðlilegar og sanngjarnar
kjarabætur, eru orðnar að örgustu móðgun við 41.633 eldri borgara þessa lands sem
margir hverjir njóta ekki sjálfsagðra þæginda eins og einkasalernis.
Eins og sést á Gallup-könnun* sem ég lét gera dagana 13.–27. september,
brenna kjaramál, heilbrigðismál og húsnæðismál helst á Íslendingum 67 ára og eldri.
Stjórnvöld mættu átta sig á því að þó það fari ekki mikið fyrir eldri borgurum
í fjölmennum mótmælum við Austurvöll, þá nýtir enginn þjóðfélagshópur
sinn kosningarétt betur.
Hér fyrir neðan má sjá fimm algengar kröfur sem fram komu í svörum þátttakenda.
Nú er síðasta tækifærið fyrir stjórnvöld að mæta kröfum aldraðra og þar með sýna
að þeir flokkar sem nú sitja í ríkisstjórn eigi atkvæði okkar skilið þegar við
fjölmennum prúðbúin á kjörstaði þann 29. október næstkomandi.
*Könnunin var gerð dagana 13.–27. september. Niðurstöður eru byggðar á svörum 620 Íslendinga, 67 ára og eldri.
Spurt var: Að þínu mati, hvaða málefni skipta mestu máli fyrir eldri borgara í komandi Alþingiskosningum?
Eldri borgarar voru beðnir um að nefna þrjú atriði.
HúsnæðismálHeilbrigðisþjónusta Afnema skerðingu/
tekjutengingu
Betri kjör/Hærri lífeyrir/
Launamál