Fréttatíminn

Útgáva

Fréttatíminn - 30.09.2016, Síða 6

Fréttatíminn - 30.09.2016, Síða 6
6 | FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 30. september 2016 Hólaskóli selur nemenda­ íbúðirnar: „Þetta er búin að vera glötuð saga“ Skólamál Háskólinn á Hól- um byggði allt of margar nemendaíbúðir með lánum frá Íbúðalánasjóði. Skuldir umfram eignir eru einn milljarður króna og skólinn reynir að selja íbúðirnar. Stjórnarformaður Nemenda- garða Hólaskóla vonast eftir góðu samstarfi við væntan- legan kaupanda nemenda- íbúðanna. Ingi F. Vilhjálmsson ingi@frettatiminn.is „Við erum að reyna að stilla þessu þannig upp að það sé einhver glóra í þessu. […] Þetta er búin að vera glötuð saga,“ segir Víkingur Þór Gunnarsson, stjórnarformað- ur Nemendagarða og lektor við Háskólann á Hólum í Hjaltadal í Skagafirði, aðspurður um sölu á 38 íbúðum sem skólinn hyggst selja í fjárhagslegri endurskipulagningu. Íbúðirnar voru byggðar fyrir nem- endur skólans árið 2004 og voru þær fjármagnaðar af ríkisstofnun- inni Íbúðalánasjóði. Allt of margar íbúðir fyrir nem- endur voru byggðar á Hólum og segir Víkingur að nýting þeirra hafi einungis verið á milli 50 og 60 pró- sent á síðustu árum. Hann segir að ákvörðunin um að byggja svo mik- ið á sínum tíma hafi verið forsvars- manna skólans og svo mennta- málaráðuneytisins. „Það var mikil fjölgun nemenda á þessum árum en það sá það enginn fyrir að á annað hundrað nemenda hjá okkur yrðu í fjarnámi, eins og nú er. Afborganir lána með þeirri nýtingu sem verið hefur eru ómögulegar þannig að við erum að reyna að koma þessu í ein- hverja stöðu sem „meikar sens“.“ Nemendagarðar eru sérstakt fé- lag, sjálfseignarstofnun, sem er í eigu Háskólans á Hólum sem átt hefur í erfiðleikum fjárhagslega síðastliðin ár eins og komið hef- ur fram opinberlega. Fyrir tveim- ur árum gaf Ríkisendurskoðun út skýrslu um fjárhagsstöðu skólans þar sem fram kom að hún væri mikið áhyggjuefni en uppsafnað- ur halli skólans nam 157 milljónum árið 2013. Víkingur segir að forsvarsmenn Hólaskóla vonist til að einhver aðili í ferðaþjónustunni kaupi nemenda- íbúðirnar og leigi þær til nemenda skólans á veturna en til ferðamanna á sumrin. „Við bara vinnum að því að það verði gott samstarf á milli þeirra sem kaupa þetta og við skól- ann. Til dæmis ef það kæmi inn að- ili í ferðaþjónustu sem hefði góða nýtingu á þessu á sumrin og gæti svo leigt nemendum á veturna.“ Samkvæmt ársreikningi Nem- endagarða Hólaskóla voru skuld- ir félagsins umfram eignir tæpur milljarður króna árið 2014 og voru skuldirnar að mestu við Íbúðalána- sjóð. Bókfærðar skuldir námu þá rúmlega 1800 milljónum króna en Arion banki og Byggðastofnun voru þá búin að færa lán sín niður að fullu. Víkingur segir að tapið lendi að mestu á íbúðalánasjóði. Í skýrslu Rannsóknarnefnd- ar um Íbúðalánasjóð, sem kom út árið 2013, voru lánveitingar sjóðsins til nemendagarða víða um landið gagnrýndar, þó ekki hafi verið talað sérstaklega um Hólaskóla. „Sjóð- urinn hefur meðal annars lánað til smíði nemendagarða víða um land. Erfitt er að nota slíkt húsnæði í annað en stofnað var til í upphafi, ekki síst þegar byggt er á afskekkt- um stöðum. Staða sjóðsins er ekki góð þegar eigendur slíks húsnæðis standa ekki í skilum.“ Þá var einnig sagt að áhætta sjóðsins vegna slíkra lánveitinga væri mikil: „Áhætta Íbúðalánasjóðs var einnig mikil þegar lánað var til smíði nemenda- garða, ekki síst þegar byggt var á afskekktum stöðum.“ Heildartap Íbúðalánasjóðs af lán- veitingunum til Hólaskóla liggur ekki fyrir en Fréttatíminn óskaði eftir þeim upplýsingum frá Íbúða- lánasjóði. Upplýsingafullltrúi Íbúðalána- sjóðs, Ylfa Kristín Árnadóttir, neitar aðspurð að gefa upp hversu mikið tap sjóðsins er vegna lánveitinga til Nemendagarða Hólaskóla. Einungis á milli 50 og 60 prósent nemendaíbúða Háskólans á Hólum í Hjaltadal hefur verið nýttur, að sögn stjórnarformanns félagsins sem á íbúðirnar. Nú þarf að selja þær upp í skuldir við Íbúðalánasjóð. Í skýrslu Rann- sóknarnefndar um Íbúðalánasjóð var bent á það hversu áhættusöm viðskipti sjóðsins með fjármögnun nemendagarða voru. Guðmundur Bjarnason var for- stjóri Ibúðalánasjóðs á árunum 1999 til 2010. Skattsvik Ekkert kemur í veg fyrir að forsvarsmenn fyrirtækis sem var lokað á dögunum vegna stórfelldra skattsvika fái nýja kennitölu en verktakarnir eru enn að störfum samkvæmt heim- ildum Fréttatímans. „Það er almannahagur að löggjafinn gangi í lið með okkur og leysi þessi mál til framtíðar,“ segir Sigurður Jensson hjá Ríkisskattstjóra. Þóra Kristín Ásgeirsdóttir tka@frettatiminn.is Konur um allt Pólland munu leggja niður vinnu á mánudaginn til að mót- mæla nýjum lögum um fóstureyðingar. Pólverjar á Íslandi hafa skipulagt mótmæli við Alþingishúsið á mánudag, klukkan 17.30. Byggingaverktakar starfa enn þrátt fyrir lokun lögreglu Ríkisskattstjóri og lögregla lokuðu í vikunni starfsstöðvum umsvifa- mikils fyrirtækis í byggingarstarf- semi á Suðurnesjum og í Reykja- vík vegna skattsvika sem nema á annað hundrað milljónum króna. Fyrirtæki hafði hvorki greitt virðis- aukaskatt né skilað staðgreiðslu til ríkisins af launum starfsfólks. Sam- kvæmt heimildum Fréttatímans eru menn á vegum verktakanna þó enn að störfum undir öðru nafni. Sigurður Jensson, sviðsstjóri hjá Ríkisskattstjóra, segir að forsvars- mennirnir geti þess vegna stofnað annað fyrirtæki á morgun og haldið uppteknum hætti. Það sé sorglegt en lögum hafi ekki enn verið breytt til að koma í veg fyrir slíkt. „Eins og staðan er í dag þá er lítið sem hægt er að gera til að stöðva þessa einstaklinga nema að fylgj- ast með nýju félögunum safna upp vanskilum og hefjast þá handa. Þetta er kannski svolítið eins og lögreglan gæti ekki aðhafst gagn- vart afkastamiklum bankaræn- ingjum því þeir skipta alltaf um bíl milli bankarána,“ segir Sigurð- ur og bendir á að meðan þeir séu ekki persónulega gjaldþrota og hafi ekki hlotið dóm séu þeir í góðum málum. Hann segir brýnt að setja ákvæði um hæfisskilyrði stjórnenda inn í lög sem feli í sér að skuldi aðili persónulega eða félag/félög sem hann hefur stýrt vörsluskatta geti hann þurft að sæta atvinnurekstr- arbanni. Þetta myndi til að mynda útrýma stétt svokallaðra útfarar- stjóra í þessum bransa. Hann segist ekki skilja tregðu stjórnvalda til að Lagasetning gæti komið í veg fyrir afbrot fjölda manna sem ganga undir nafninu útfararstjórar. Pólskar konur leggja niður vinnu á mánudag Mannréttindi Íslenska kvennaverkfallið 1975 er pólskum konum hvatning til að leggja niður vinnu á mánudag í mótmæla- skyni gegn nýjum fóstur- eyðingarlögum. Búist er við að gífurlegri þátttöku kvenna um allt Pólland. Halla Harðardóttir halla@frettatiminn.is „Þúsundir pólskra kvenna hafa mótmælt á götum úti síðustu daga en á mánudag ætlum við að leggja niður vinnu í heilan dag, líkt og íslenskar konur gerðu árið 1975,“ segir Justyna Grosel. Justyna er einn skipuleggjandi mótmælanna gegn pólskri fóst- ureyðingalöggjöf sem hægri-öfga flokkurinn PiS lagði fram í vik- unni. Hún segir nýju lögin hrifsa konur aftur til miðalda en sam- kvæmt þeim mega konur ekki fara í fóstureyðingu nema líf þeirra liggi við. Konur, og stúlkur niður í 11 ára sem verða barnshafandi eftir nauðgun, eiga, samkvæmt nýjum lögum, ekki rétt á fóstureyðingu og fari kona í fóstureyðingu má hún búast við fimm ára fangelsis- vist. „Við mótmælum því að litið sé á nauðganir sem upphaf nýs lífs, að komið sé fram við óléttar konur eins og hugsanlega glæpamenn og að trúarbrögð hafi áhrif á lög og líf kvenna í Póllandi,“ segir Justyna. Upphaf þess að pólskar kon- ur hafa ákveðið að mæta ekki til vinnu á mánudag má rekja til verkfalls íslenskra kvenna þann 24.október 1975. „Ein af okkar ástsælustu leikkonum, Krystyna Janda, setti mynd af íslenska kvennaverkfallinu á facebók-síðu sína í vikunni og þá fór bylgjan af stað. Íslenskar konur eru okk- ur mikil hvatning og það er búist við gífurlegri þátttöku því fjöl- miðlaumfjöllun hefur verið mikil og borgarstjórar og annað áhrifa- fólk hefur sagst styðja verkfallið. Við ætlum að styðja mótmælin hér á Íslandi með því að hittast á Austurvelli eftir vinnu á mánu- daginn, klukkan 17.30, og vonumst eftir stuðningi Íslendinga, jafnvel Alþingis.“ Sigurður Jensson skilur ekki tregðu stjórnvalda til að breyta lögunum. breyta þessu, menn telji kannski að slík lög yrðu of afgerandi og dragi úr vilja manna til rekstrar. Slíkt lagaákvæði myndi hinsvegar forða samfélaginu frá miklu tjóni. en rík- issjóður verði af tugum milljarða vegna þessarar háttsemi.

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.