Fréttatíminn

Útgáva

Fréttatíminn - 30.09.2016, Síða 10

Fréttatíminn - 30.09.2016, Síða 10
10 | FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 30. september 2016 K irkjuvegur Fífilgata Vestmannabraut 04:39 Hlynur Már Jónsson hringdi á lögregluna. Hún kom þó ekki. 05:13 Árásin virðist hafa átt sér stað á Fífilgötu rétt eftir 05:13. Ung kona sá þolandann nakta á götunni og dökkklæddan mann ganga á brott. Hún lýsir göngulaginu og fasi mannsins sem pollrólegu. 05:00 Vitni C sá manninn tala við konuna, og lýsir því að hún hafi ýtt honum frá sér. Valur Grettisson valur@frettatiminn.is „Það má vel vera að ef þetta hefði verið einhver annar, þá hefðum við gengið kannski meira inni í þetta, við hefðum kannski getað stöðvað þetta,“ segir Hlynur Már Jónsson, vert á Lundanum í Vestmannaeyj- um, og sá sem hringdi til lögreglu og bað hana um að aðstoða konu sem átti eftir að verða fyrir hrotta- legri líkamsárás síðar um kvöldið. Ágreiningur var uppi á milli konu á miðjum aldri og mun yngri manns, sem bæði eru Vestmannaeyingar. Sjálfur segir Hlynur Már að hann hafi haft mestar áhyggjur af því að þau myndu falla um hvort annað, enda bæði mjög drukkin á þessum tíma, á fimmta tímanum aðfaranótt næstliðins sunnudags. Hlynur sá ekki fyrir hvað átti eft- ir að gerast en innra með honum var þessi ónotatilfinning, sem varð til þess að hann ákvað að hringja á lögreglu og biðja hana um að koma og aðstoða konuna. Lögreglan kom þó ekki fyrr en nokkru síðar. Hún var upptekin í öðru útkalli, og gat ekki sinnt tveimur útköllum á sama tíma. Lögreglumaður spurði því Hlyn Má hvort um neyðartilfelli væri að ræða. Hlynur svaraði neit- andi. Ákvörðun sem hann sér sár- lega eftir og nagar samvisku hans í dag. Honum til varnar; hann hr- ingdi á lögregluna því hann vildi aðstoð. Skyndilega var hann settur í þá stöðu að forgangsraða störfum lögreglunnar. Um það bil hálftíma síðar fannst konan akin í garði, skammt frá skemmtistaðnum, og var svo illa útleikin að kalla þurfti á þyrlu til þess að fljúga með hana á spítala í Reykjavík. Spurningin sem bæj- arbúar sitja uppi með er einföld; hvernig gat svona lagað gerst? Ekki átt auðvelda ævi „Ég held að það hafi örugglega tengst því hver hún er að ekki hafi verið brugðist við fyrr,“ segir sjó- maður og góður vinur konunnar sem Fréttatíminn ræddi við. Hann var sjálfur staddur úti á sjó þegar hann fékk hinar hrikalegu fregnir af vinkonu sinni, sem hafði verið misþyrmt hrottalega um nóttina. Konan sem um ræðir er 45 ára gömul og vel þekkt í Vestmanna- eyjum líkt og árásarmaðurinn. All- ir þeir sem Fréttatíminn ræddi við vissu hverjir áttu hlut að máli. Enda bærinn lítill og fólk talar saman. Konan hefur átt við vímuefna- vanda að stríða og allir viðmælend- ur Fréttatímans eru sammála um að hún hafi átt erfitt uppdráttar. Hún var gefin kjörforeldrum ung að aldri og ólst upp í Vestmanna- eyjum. Konan hefur komið við sögu lögreglu, en þó aldrei fyrir alvarleg afbrot. Og þó það hafi aldrei verið orðað með berum orðum, þá má draga þá ályktun að ofbeldi hafi ávallt hvílt sem skuggi yfir lífi kon- unnar. Hlynur Már segir að hann þekki töluvert til aðstæðna konunnar. „Hún hefur ekki átt auðvelda ævi,“ segir hann alvöruþrungin. Hlynur áréttar að hann hafi oft séð hana í verra ölvunarástandi en kvöldið örlagaríka. Það hafi ekki verið vandamálið. Það var hinn ungi maður sem sýndi af sér ógn- andi hegðun sem virðist hafa brotist út í hrottalegu tilræði við konuna að lokum. Sá er 23 ára gamall fjölskyldu- maður. Hann á unga konu og ungt barn. Hann vinnur við ferðamanna- iðnaðinn í Vestmannaeyjum og er íslenskur, líkt og þolandi árásar- innar. Einn viðmælandi Fréttatím- ans sagði manninn þó hafa slæmt orð á sér. Meðal annars beri hann viðurnefnið „Klikk“ og heimildum ber saman um að maðurinn hafi verið sakaður um dýraníð í æsku. Maðurinn neitar sök, en viður- kennir að hafa átt í útistöðum við konuna um kvöldið. Myndbands- upptökur staðfesta það. Var hægt að gera meira? Konan og maðurinn virðast byrja að kýta fyrr um kvöldið. Í  greinargerð lögreglustjóra, sem birtist í úr- skurði hæstaréttar, kemur fram að maðurinn hafi talið að konan ætlaði að brjóta rúðu á Lundanum. Sjálf- ur starfar hann sem dyravörður, þó ekki á Lundanum, og ákvað af eigin frumkvæði að snúa konuna niður. Dyravörður á staðnum kom að og segir í úrskurðinum að hann hafi séð manninn standa yfir konunni, halda höndum hennar fyrir aftan bak. Konan hafi þá verið á hnján- um með höfuðið ofan í steyptum öskubakka. Dyravörðurinn sagði manninum að láta konuna í friði en sjálfur lýsti hann framferði manns- ins þannig að hann hefði verið að kvelja konuna sem gat ekki borið hönd fyrir höfuð sér. Þegar þorpinu mistókst að vernda lítilmagnann Þegar konu var misþyrmt í Vest- mannaeyjum um fyrri helgi, mistókst öllum að vernda hana og koma í veg fyrir hrottafengna árás. Dyraverðir áttuðu sig ekki á vandamálinu en hringdu samt á lögreglu vegna ónota- tilfinningar, lögreglan sinnti ekki kallinu og Héraðsdómur Suðurlands neitaði að úrskurða meintan geranda í gæsluvarð- hald. Manninum var sleppt úr haldi á mið- vikudaginn. Á kortinu má sjá feril fólksins áður en árásin átti sér stað. Það er ómögulegt að segja, en við gerum öll upp á milli fólks að vissu marki. Það er bara ljót staðreynd. Hlynur Már Jónsson www.volkswagen.is Amarok býður upp á einstaklega gott vinnuumhverfi, mikið innanrými og stóran pall. Frábærir aksturseiginleikar og þýsk gæði endurspeglast í þessum kröftuga pallbíl. Amarok Startline með fjarstýrðum og tímastilltum vélahitara (Webasto) og loftkælingu fæst nú á sérstöku tilboðsverði. Amarok Startline 4Motion D/C 2.0 TDI 140 hestöfl kostar frá 5.840.000 kr. (4.709.677 kr. án vsk) Eyðsla frá 7,6 lítrum/100 km. Afkastamikill vinnubíll www.volkswagen.is AtvinnubílarHEKLA býður gott úrval atvinnubíla og góða þjónustu. HEKLA · Laugavegi 170-174 · Reykjavík · sími 590 5000 · hekla.is · umboðsmenn um land allt: Höldur Akureyri · Bílasala Selfoss · Bílás Akranesi · HEKLA Reykjanesbæ · Heklusalurinn Ísafirði Volkswagen Amarok

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.