Fréttatíminn

Eksemplar

Fréttatíminn - 30.09.2016, Side 19

Fréttatíminn - 30.09.2016, Side 19
| 19FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 30. september 2016 Núverandi árlegur kostnaður: Skattborgarar: 165 milljarðar króna Sjúklingar: 38 milljarðar króna Útgjöld til heilbrigðismála eru 26 prósent af skatttekjum ríkissjóðs. 203 milljarðar króna Loforð ríkisstjórnar frá 2015: Skattborgarar: +27,5 milljarðar króna Sjúklingar: +6,5 milljarðar króna 237 milljarðar króna Útgjöld til heilbrigðismála yrðu 29,2 prósent af skatttekjum ríkissjóðs. Til að mæta hækkuninni þyrfti að skera niður á móti eða hækka skatttekjur um tæpa 21,7 milljarða króna umfram hækkanir vegna aukinnar landsframleiðslu, 3,3 prósent. Miðað er við framlög til heilbrigðismála samkvæmt meðaltali Norðurlandaþjóðanna sem hlutfalli af landsframleiðslu, 9,7%. Loforð um 11% af landsframleiðslu: Skattborgarar: +59 milljarðar króna Sjúklingar: +12,5 milljarðar króna 275 milljarðar króna Útgjöld til heilbrigðismála yrðu 33 prósent af skatt- tekjum ríkissjóðs. Til að mæta hækkuninni þyrfti að skera niður á móti eða hækka skatttekjur um tæpa 48 milljarða króna umfram hækkanir vegna aukinnar landsframleiðslu, 7,1 prósent. Miðað er við framlög til heilbrigðismála eins og þau eru í hæðst í heiminum; í Svíþjóð, Þýskalandi, Hollandi og Sviss, 11%. Loforð um 11% og gjaldfrjálsa þjónustu Skattborgarar: +109,5 milljarðar króna Sjúklingar: -38 milljarðar króna 275 milljarðar króna Útgjöld til heilbrigðismála yrðu 40,5 prósent af skatttekjum ríkissjóðs. Til að mæta hækkuninni þyrfti að skera niður á móti eða hækka skatttekjur um tæpa 99 milljarð króna umfram hækkanir vegna aukinnar landsframleiðslu, eða um 14,6 prósent. Hvað kosta loforðin? framlög ríkissjóðs upp í 224 milljarða króna og hlut sjúk- linga upp í 50,5 milljarðar króna. Aftur gildir það að ef megnið af viðbótinni á að fara til uppbyggingar Landspítala þá minnkar hlutur sjúklinga en hlutur skattgreiðenda hækkar. Til að ná á þessum markmið- um með auknum tekjum ríkis- sjóðs þarf nokkra uppstokkun á tekjukerfinu. Líklega gera þeir flokkar sem lofa þessum árangri ráð fyrir umtalsverð- um tekjum ríkissjóðs af útboði á fiskveiðikvóta og gjaldtöku af öðrum auðlindum í almanna- eign. Gjaldtaka er skattur Loforð um gjaldfrjálsa heil- brigðisþjónustu felur í sér að gjaldtaka af sjúklingum yrði færð yfir á skattgreiðendur. Eins og Kári Stefánsson, for- stjóri Íslenskrar erfðagrein- ingar, hefur bent á breytir það ekki miklu fyrir hvern lands- mann almennt og yfirleitt. Auð- vitað er það svo að sum okkar borga meira til heilbrigðiskerf- isins vegna þess að þau þurfa oftar og lengur að nota lyf og sækja læknaþjónustu, en það er ekki hægt að sjá það fyrir hvert okkar lendir í þeirri aðstöðu. Að langmestu leyti fjármagna skattgreiðendur heilbrigðis- þjónustuna eins og ríkissjóður væri sameiginlegt trygginga- félag. Við borgum jafnt og þétt alla ævina meðan við höldum starfsþreki en fáum svo greidd- an kostnað þegar við erum veik, lasburða eða lúin af elli. Gjaldtaka og önnur kostnaðar- þátttaka sjúklinga riðlar ekki þessari meginvirkni. Þar sem sátt er um að skattgreiðend- ur greiði fyrir heilbrigðisþjón- ustu í gegnum ríkissjóð, eins og menntun, má líta á gjaldtöku af sjúklingum sem skattheimtu. Þeir sem eru fylgjandi sjúk- lingagjöldum segja hana auka skilvirkni kerfisins og koma í veg fyrir ofnotkun fólks á heil- brigðisþjónustu. Þeir sem eru andvígir gjaldtökunni segja hættuna af ofnotkun svo smáa og aukna skilvirkni það veiga- litla að það vegi ekki upp á móti því óréttlæti sem felst í því að innheimta hátt í 20 prósent af heilbrigðiskostnaðinum af fólki þegar það er veikt og lasburða og þarf á sama tíma iðulega að taka á sig tekjuskerðingu vegna veikindanna. Eðlilegra sé að innheimta gjaldið þegar fólk er heilbrigt. Á meðan gjaldtaka getur haldið fólki frá ofnotkun þá ýtir hún líka fólki frá sem þarf á þjónustunni að halda, einkum hinum tekjulægstu. En til að ná þessu markmið- um fram, aukningu framlaga til heilbrigðismála upp í 11 prósent og gjaldfrjálsa þjónustu til við- bótar, þarf að stokka upp tekju- kerfið og ná víðtækri sátt um að meginhlutverk ríkissjóðs sé að auka öryggi og jöfnuð í samfé- laginu. | gse Ef markmiðið er fyrst og fremst að efla Landspít- alann er ekki hægt að auka þátttöku almennings nema með því að hækka hlutfallið annars staðar í kerfinu þar sem sam- kvæmt lögum er óheimilt að innheimta gjöld af sjúklingum sem liggja inni á sjúkrahúsum. HVÍT A H Ú S IÐ /S ÍA – 1 6 -2 8 0 2KJÓSUM GOTT LÍF Samtök iðnaðarins boða til opins fundar um atvinnulíf í aðdraganda kosninga. Kaldalón í Hörpu, þriðjudaginn 4. október, kl. 8.30–10.00. Samtök iðnaðarins vilja leggja sitt af mörkum til umræðunnar og hvetja frambjóðendur allra flokka til að setja atvinnulífið á oddinn. Boðið verður upp á léttan morgunverð frá kl. 8. Aðgangur ókeypis og allir velkomnir. Skráning á www.si.is Össur Skarphéðinsson Samfylkingu Smári McCarthy Pírötum Þórunn Pétursdóttir Bjartri framtíð Teitur Björn Einarsson Sjálfstæðisflokki Jóna Sólveig Elínardóttir Viðreisn Katrín Jakobsdóttir Vinstri grænum Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Framsóknarflokki UMRÆÐUR DAGSKRÁ Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður SI, setur fundinn Almar Guðmundsson, framkvæmdastjóri SI, kynnir áhersluatriði Samtaka iðnaðarins: EFNAHAGSLEGUR STÖÐUGLEIKI – nauðsynlegur sjálfbærum vexti HÚSNÆÐI – grunnþörf yngri og eldri kynslóða MENNTUN – forsenda bættra lífskjara og aukinnar framleiðni SAMGÖNGUR OG INNVIÐIR – lífæð heilbrigðs samfélags ORKA OG UMHVERFI – ölbreyttur iðnaður í sátt við umhverfið NÝSKÖPUN – drifkraftur verðmætasköpunar og gjaldeyristekna

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.