Fréttatíminn

Ataaseq assigiiaat ilaat

Fréttatíminn - 30.09.2016, Qupperneq 30

Fréttatíminn - 30.09.2016, Qupperneq 30
30 | FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 30. september 2016 Hvernig verður grunnskólinn árið 2050? Skólinn þarf fleiri leiktæki og fótboltavelli Ef börnin sem Fréttatíminn ræddi við fengju að ráða færi skólastarf- ið að miklu leyti fram utan dyra. Þau vilja meiri tíma til að leika sér úti, fleiri leiktæki og fleiri fótbolta- velli, og helst fá að ráða tíma sínum meira sjálf. Skólastarfið færi samt ekki aðeins fram í útileikjum því öll eru þau sammála um að það sé mjög mikilvægt að læra stærðfræði og íslensku. Þeim finnst einnig mik- ilvægt að læra tungumál og helst vilja þau læra fleiri og byrja á því fyrr. Einnig var þeim tíðrætt um matinn í skólanum sem þau voru mestmegnis ánægð með en ef þau fengju að ráða væri meira um spa- gettí og pítur. Flestum leiðist börn- unum í ensku en segja samt allar greinar vera mikilvægar, sérstak- lega stærðfræði. Þau eru sammála um að hópastarf sé mjög skemmti- legt og að þemadagar séu skemmti- legastir. Fullkominn framtíðarskóli er því í þeirra huga skóli sem leggur áherslu á samskipti, frjálsan leik, hreyfingu og góðan mat í bland við grunngreinar á borð við stærð- færði, íslensku og tungumál. Byltingin kallar á breytingar Rætist framtíðarspár um breytingar á samfélagi og vinnumarkaði munu Til að laga sig að breyttu samfélagi og vinnumark- aði framtíðarinnar þarf grunnskólinn að breytast. Í grunnskóla framtíðarinnar verða hlutverk kennara og nemenda allt önnur en í dag. Börnin fá að ráða ferðinni meira sjálf og stundataflan, eins og við þekkjum hana, verður óþörf. Skólastarfið verður meira skapandi og ef börnin fengju að ráða væri miklu meiri útivera og frjáls tími til að leika saman. Halla Harðardóttir halla@frettatiminn.is „Að ganga inn í skóla framtíðarinnar verður miklu frekar eins og að ganga inn á vinnustað heldur en skólann eins og við sjáum hann fyrir okkur í dag.“ Svanborg R. Jónsdóttir, forstöðumaður rannsóknarstofu HÍ um skapandi skólastarf. áskoranir næstu kynslóða verða allt aðrar en þær sem við glímum við í dag. Í skýrslunni Framtíð atvinnu sem World Economic Forum gaf út fyrr á þessu ári er því spáð að ekki síðar en árið 2020 verði atvinnu- markaðurinn allur annar, fyrst og fremst vegna „fjórðu iðnbyltingar- innar“, tækniframfara sem munu umbylta samfélaginu eins og við þekkjum það í dag. WEF bendir á að til þess að svara þessum miklu samfélagsbreytingum sé nauðsyn- legt að laga skólakerfið að breytt- um aðstæðum. Skólinn getur ekki lengur verið stofnun sem undirbýr börn fyrir störf fortíðarinnar. Í stað þess að kenna börnum að fylgja fyr- irmælum og fá tíu á krossaprófum þarf skóli framtíðarinnar að kenna börnum að vera lausnamiðuð og skapandi. Hann þarf að kenna börn- um að hugsa út fyrir boxið. Þriðj- ungur þeirra eiginleika sem í dag eru taldir mikilvægir til að pluma sig í samfélaginu verða úreltir eftir fimm ár. Að hlúa að sköpunargáfu barna hefur hingað til verið í neðstu sætum forgangslista skólanna en í dag er skapandi hugsun talin vera einn mikilvægasti eiginleiki fram- tíðarinnar. Skólinn þarf að hlúa að sköpun Skóli þar sem kennari stendur fyr- ir framan börn sem sitja í beinum röðum við sitt eigið borð og miðlar upplýsingum gagnrýnislaust, er að líða undir lok. Þetta er úrelt kerfi sem var hugsað til að búa til hlýðna borgara sem unnu eftir stimpil- klukku. Að kunna að mæta á rétt- um tíma og hlýða skipunum verð- ur ekki það sem útvegar þegnum framtíðarinnar atvinnu. Ef skólinn á að þjálfa börn í að vera skapandi frumkvöðlar sem leysa vandamál með gagnrýnni hugsun í samvinnu við aðra þarf kerfið að breytast. Og það er að breytast, hægt og rólega. „Þetta snýst ekki bara um að þjálfa kennara heldur spilar viðhorf for- eldra og samfélagsins um hvað sé alvöru skólastarf inn í,“ segir Svan- borg R. Jónsdóttir, forstöðumaður rannsóknarstofu HÍ um skapandi skólastarf. „Að geta bjargað sér og brugðist við óvæntum aðstæðum er hluti af sköpunarferlinu og því mun skóli framtíðarinnar hlúa að því. Samfélagsbreytingar eru hluti af veruleikanum og við verðum að vera fær í að leysa vandamál. En það eru enn margir sem líta á ný- sköpunarmennt og listgreinar sem skemmtilega tilbreytingu frekar en alvöru nám.“ Grunnskólinn árið 2050 „Nemendur verða mun meiri þátt- takendur í skipulagningu námsins en með sameiginleg markmið að leiðarljósi,“ segir Svanborg. „Auk þess að vinna í því að gera fólk hæft til að starfa og lifa í samfélaginu munum við reyna að efla það sem manneskjur. Við munum ýta und- ir krakkana á forsendum styrk- leika þeirra og áhuga frekar en að reyna að lækna það sem talið er vera ábótavant. Skólinn verður Pétur Snær Finnlaugsson, 10 ára nemi í Ingunnarskóla, ætlar að verða fótboltamaður. Hvernig væri fullkominn skóli? „Hann væri með mörgum útitækjum og það væru fleiri íþróttatímar. Það væri píta í matinn en ekki mikið af grænmetislasagna. Það ættu líka að vera fleiri fótbolta- vellir, helst þrír, því við erum alltaf að slást um völlinn. Svo er gaman að vita eitthvað nýtt, eins og um pláneturnar og trén úti. Mér finnst líka gaman að fara í próf.“ Stefanía Þóra Ólafsdóttir, 9 ára nemi í Barna- skóla Hjalla- stefnunnar, ætlar að verða söngkona. Hvernig væri fullkominn skóli? „Í rosalega góðum skóla væri góður matur og farið mikið út, til að fara í feluleik og eltingarleik. Ég myndi líka vilja læra meira um plöntur, fara út og skoða þær í mismunandi skógum.“ Egill Orri, Pétur Snær, Tinna og Sara Rún eru öll sammála um að það þurfi að vera miklu meiri útivera og frjáls tími í skólan- um. Þau kalla eftir því að fleiri leiktæki verði sett upp. Mynd | Hari Bjóðum uppá fría póstsendingu! Fákafeni 9, 108 RVK | Sími 581-1552 | www.curvy.is STÆRÐIR 14-28 PANTAÐU Í NETVERSLUN WWW.CURVY.IS EÐA KÍKTU VIÐ Í VERSLUN OKKAR AÐ FÁKAFENI 9 RIFNAR GALLABUXUR 8.990 KR SVARTAR GALLABUXUR 6.990 KR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.