Fréttatíminn

Issue

Fréttatíminn - 30.09.2016, Page 40

Fréttatíminn - 30.09.2016, Page 40
40 | FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 30. september 2016 Stundum gerast góðir hlutir of hægt Metrópólítan óperan í New York er eitt virtasta óperuhús veraldar. Það vakti nokkra athygli þegar tilkynnt var að á yfirstandandi starfsári verður á dagskrá óperuhússins óperan L’Amour de Loine eftir finnska tónskáldið Kaija Saariaho, sem frumflutt var á Salzborgarhátíðinni árið 2000. Þetta mun vera í fyrsta sinn í sem ópera eftir konu er tekin til sýninga við óperuhúsið í New York frá árinu 1903, eða í 113 ár, en þá var sýnd óperan Der Wald eftir Ethel M. Smyth. Smyth var enskt tónskáld og baráttukona fyrir réttindum kvenna og almennum kosningarétti í Bretlandi. Í viðtali við New York Times um frumflutninginn sagði Saariaho að biðin eftir óperu eftir kventónskáld sýndi hve hægt þessi mál væru að þróast, en sagði jafnframt að þau þróuðust samt, í tónlist eins og á öðrum sviðum. Guðný Þóra Guðmundsdóttir er list- rænn stjórnandi Norrænna músík- daga að þessu sinni. „Það er tæp- lega hægt að segja að konur séu að taka yfir norræna samtímatónlist,“ segir Guðný spurð um þá staðhæf- ingu. „Enn eru bara 14 til 20 pró- sent tónskálda í tónskáldafélögum Norðurlandanna kvenkyns. Þetta snýst frekar um meðvitund þeirra sem setja saman dagskrá hátíða og stofnana á Norðurlöndum. Meðvit- und um að jafna hlut kynjanna er að aukast og uppsveiflan í þessum málum er vissulega mikil.“ Eru konur að taka yfir norræna tónlist? Norrænir músíkdagar hófust í gær í Reykjavík þar sem hægt er að taka sér far með nýjum straumum í norrænni samtímatónlist. Tónlist- arhátíðin er elsta samstarf Norðurlandanna á menn- ingarsviðinu, fyrst haldin árið 1888. Í fyrsta sinn nú er hlutur tónskálda af báðum kynjum jafn í dagskrá há- tíðarinnar, en hún fer fram í Hörpu um helgina. Guðni Tómasson gudni@frettatiminn.is með það fyrir augum að auka hlut kvenna, takmarkið hafi verið að hlutur þeirra væri 30-35 prósent í dagskránni. „Það var síðan gleðilegt að gæði verkanna voru það mikil að jafnt hlutfall náðist. Það var óvænt ánægja.“ Eins og á fleiri sviðum samfélags- ins vantar ungar tónlistarkonur fleiri fyrirmyndir á sviði tónsmíða. „En þetta er allt að breytast og vit- undarvakning undanfarinna ára virðist vera að skila sér. Tónskálda- samfélagið er að verða fjölbreytt- ara,“ segir Guðný en bætir við að mikilvægt sé að kventónskáld losni að lokum undan því að rætt sé um verk þeirra sem verk kventón- skálda. Alltof oft gerist það að gagn- rýnendur og aðrir sem fjalla um tónlist leggi út frá þeirri staðreynd, en tónlist er bara tónlist, hvert sem kyn tónskáldsins er. „Kannski er stóra málið nú að frelsa okkur und- an því að vera alltaf „kventónskáld“ frekar en fyrst og fremst tónskáld og listamenn.“ Mesta plássið á Norðurlöndum Marcela Lucatelli er frá Brasilíu en hefur búið í Danmörku í tíu ár. Hún lærði tónsmíðar í tónlistarháskól- anum í Esbjerg og er í danska tón- skáldafélaginu. Hún segir talsverð- an mun á löndunum tveimur þegar kemur að nýrri tónlist og viðmóti gagnvart konum í listgreininni. „Í Sao Paulo, þaðan sem ég kem, og reyndar víðar í landinu er að finna ágætlega sterka feminíska tón- listarsenu en samt er mikill munur á Brasilíu og Norðurlöndum þegar kemur að stuðningi og athygli sem konur í tónlist fá,“ segir Lucatelli. „Á Norðurlöndum er miklu meira pláss og það er meiri hefð fyrir því að hlusta á tónverk kvenna, ég er mjög stolt af því að vera orðin hluti af norrænni tónlist.“ Lucatelli er upphaflega söngkona, kemur oft fram í verkum sínum og veltir mikið fyrir sér röddum, söng og tengslum tónlistar og tungu- máls. Hún segist vilja hrista upp í áheyrendum sínum og ekkert endi- lega láta þeim líða of vel. „Það er kominn tími á að hlusta á konur og veita því fulla athygli sem þær eru að fást við í tónlist og öðr- um listgreinum. Ef horft er yfir tón- listarsöguna er ljóst að við höfum ekki alltaf hlustað. Núna erum við upptekin af því að leita í nýjar átt- ir og verða fyrir nýrri reynslu sem er ólík því viðtekna. Þess vegna er mikilvægt að horfa til þess sem hef- ur verið þaggað niður með einum eða öðrum hætti, það á jafnt við um tónlist kvenna og minnihlutahópa,“ segir Lucatelli. Marcella Lucatelli er ein af tónskáldunum sem koma fram á Norrænum músíkdögum í Reykjavík um helgina. Forvitnileg dagskrá hátíðarinnar er öllum opin. Verk Lucatelli dansa á landamærum gjörningalistar og tónlistar. Mynd | Lars Bjarnø Guðný Þóra telur að Norður- löndin séu framar á þessu sviði en til dæmis þjóðir sunnar í Evrópu. Hér norður frá hafi konur gert sig mun meira gildandi í samtímatón- list, en til dæmis í Þýskalandi. Á stórum evrópskum tónlistarhátíð- um sé illa hallað á tónlist kvenna. Tónskáldin á hátíðinni í Hörpu senda inn verk á hátíðina. Guð- ný segir að það hafi verið meðvit- uð ákvörðun að líta vel á verkin Guðný Þóra Guðmundsdóttir Halla Steinunn Stefánsdóttir Marcela Lucatelli Allar hétu þær -dóttir Nordic Affect tónlistarhópurinn hefur á undanförnum árum vakið nokkra athygli í íslensku tónlistar- lífi og víðar fyrir forvitnilega nálgun á bæði nýjar og gamlar tónsmíðar. Hópurinn hefur unnið mikið með kventónskáldum og beint kast- ljósinu líka að hlut kvenna í tónlist á öldum áður, sem alltaf er að koma betur í ljós að var meiri en áður var talið. Hópurinn sendi frá sér plötuna Clockworking í fyrra. „Það tók gagnrýnendur í Bandaríkjunum ekki langan tíma að fatta að öll nöfn flytjenda og tónskálda enduðu á -dóttir,“ segir Halla Steinunn Stef- ánsdóttir, fiðluleikari og listrænn stjórnandi hópsins. Hún segir að viðbrögð gagnrýnenda við þeirri uppgötvun hafi verið jákvæð og platan fékk víða fínustu umfjöllun. Halla er bæði flytjandi og tón- skáld á Norrænum músíkdögum, en jafnframt hefur hún nýlega haf- ið listrannsóknir í doktorsnámi sínu við Lundarháskóla í Svíþjóð. Sjálf er hún að mörgu leyti til merk- is um þá þróun sem átt hefur sér stað innan fræða og listsköpunar að undanförnu, þar sem gamlar línur eru riðlast. „Í auknum mæli eru sett spurningamerki við þann aðskiln- að sem ríkt hefur milli skapanda og flytjanda. Þverfaglegt samstarf á sér æ oftar stað og það krefst óneit- anlega nýrra vinnuaðferða. Sumir vilja líta á þær breytingar sem eiga sér stað í listum og í raun á ýmsum öðrum fræðasviðum sem skref í burtu frá karllægum gildum og yfir í kvenlæga sýn á heiminn. Þetta á jafnt við um aukið samstarf innan lista, eða það að hlusta á og tengj- ast heiminum á annan hátt, verða meðvitaðri um heildina en um leið hið einstæða.“ LJÓSADAGAR 20–50% afsláttur af inniljósum kr. HANGANDI LJÓS Fjórir litir í boði 11.916 Áður: kr. 14.895 kr. DRAGLJÓS 6.920 Áður: kr. 9.885 kr. kr. kr. KÚPULL Sex litir í boði 2.396 Áður: kr. 2.995 kr. HANGANDI LJÓS 4.897 Áður: kr. 6.995 HANGANDI LJÓS 11.515 Áður: kr. 16.450 -30% -30% -30% -30% -30% -20% -20% kr. VEGGLJÓS Litir: Svart/grátt/hvítt 6.227 Áður: kr. 8.895 HANGANDI LJÓS Litir: Svart/grátt/hvítt 10.497 Áður: kr. 14.995 Rafvörumarkaðurinn við Fellsmúla | 108 Reykjavík

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.