Fréttatíminn

Issue

Fréttatíminn - 30.09.2016, Page 42

Fréttatíminn - 30.09.2016, Page 42
42 | FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 30. september 2016 GOTT UM HELGINA Ljósir tónar í hádeginu Íslenski flautukórinn er dugleg- ur að halda hádegistónleika í Listasafni Íslands. Tónleikar þessa óvenjulega kórs eru reglulega í boði í sérstakri hádegistónleika- röð sem fram fer síðasta föstu- dag hvers mánaðar og ætlað er að vinda ofan af vinnuvikunni og endurræsa skilningarvitin. Yfir- skrift tónleikanna nú er Ljósir tón- ar og tengist hann sýningu á verk- um Valtýs Péturssonar sem opnuð var í safninu á dögunum. Það eru Berglind Stefánsdóttir og Karen Erla Karólínudóttir sem leika verk eftir Hoffmeister, Kuhlau og loks hugleiðingar Bjargar Brjánsdóttur um þrjú íslensk þjóðlög. Hvar? Listasafn Íslands við Tjörn- ina. Hvenær? Í dag, föstudag, kl. 12. Hvað kostar? Alveg ókeypis. Umræður um pólskar kvikmyndir og partí Kvikmyndahátíðin RIFF er komin af stað. Pólland er í sérstökum fókus á hátíðinni en pólsk kvikmyndalist á sér langa og merka sögu. Þá sögu og gerjun í pólsku bíói dagsins í dag á að ræða á málþingi í dag en fjölmargar pólskar kvikmyndir og stuttmyndir eru sýndar á hátíðinni. meðal annars tíu kvikmynda röðin Boðorðin 10 sem unnin var fyrir pólska ríkissjónvarpið og leikstýrt var af meistara Krzysztof Kieslowski, sem þekktastur er fyrir kvikmyndirnar Rauður, Hvítur og Blár. Annars eru myndirnar í pólsku deild hátíðarinnar með eindæm- um fjölbreyttar. Í kvöld er síðan pólskt partí með pólskri tónlist, en ekki hvað? Hvar? Málþing um pólskar kvikmyndir í Norræna húsinu. Partí á Hlemmur Square. Hvenær? Málþing kl. 15. Partí kl. 21. Hvað kostar? Ókeypis Afrískir taktar í Gamla bíói Fest Afrika Reykjavík er tónlist- ar- og menningar hátíð sem nú er hafin í Gamla bíói og víðar í Reykjavík. Það var trommarinn og dansarinn Cheick Bangoura, sem búið hefur á Íslandi frá 1999, sem stofnaði hátíðina árið 2009 og hef- ur hún vaxið og dafnað. Hátíðin heldur áfram í kvöld og á morgun og lýkur loks á sunnu- dag. Íslenskir og erlendir tónlistar- menn stíga á svið en öll á tónlistin það sameiginlegt að eiga þræði sem liggja aftur til Afríku, eins og kannski á við um alla tónlist almennt. Á hverju kvöldi eru tón- leikar en það er líka fjölmargt ann- að á dagskrá, til dæmis ráðstefna um ýmislegt er varðar Afríku á morgun, laugardag, klukkan. 10. Hvar? Tónleikar í Gamla bíói, ýmis dagskrá víðar. Sjá slóðina festa- frikareykjavik.com Hvenær? Tónleikar hefjast kl. 21 í kvöld, laugardag og sunnudag. Hvað kostar? 3900 kr. á tónleik- ana, helgarpassi 9900 kr, en líka ókeypis viðburðir í boði. Frá Feneyjum í Hafnarhúsið Í Feneyjum getur að líta annað hvert ár eitthvað af því helsta sem mynd- listarmenn heimsins hafa að bjóða þegar myndlistartvíæringurinn (bí- enal) er haldinn þar í borg. Stundum ferðast verkin sem þar verða til um veröldina þannig að fleiri geti notið en bara þeir sem heimsækja vatna- borgina eilífu. The Enclave, kvikmynda- og hljóðinnsetning írska listamannsins Ric- hard Mosse, hefur vakið verðskuldaða athygli síðan hún var frumflutt á Feneyjatvíæringnum árið 2013. Myndefnið var tekið upp í Kongó þar sem Moss, kvikmyndatökumaðurinn Trevor Tweeten og tónskáldið Ben Frost dvöldu meðal vopnaðra uppreisnarmanna til að safna myndefni. Verkið er innblásið af meistaraverki bandaríska rithöfundarins Joseph Conrad. Eftir opnun verksins munu aðstandendur verksins sitja fyrir svörum. Hvar? Hafnarhús, Listasafn Reykjavíkur. Hvenær? Opnun kl. 20 í kvöld. Spurningar og svör kl. 21. Velheppnaður skólabragur Áhugafólk um skólamál ætti ekki að missa af ráðstefnu um skólabrag sem fram fer í dag þar sem fjallað verður um inn- grip og úrlausnir í samskipta- vanda nemanda innan grunn- skólans. Góður skólabragur kemur í veg fyrir samskipta- vandamál og dregur úr líkum á áhættuhegðun á samfélagsmiðl- um. Það er Erindi, samtök á sviði uppeldismála, sem standa fyrir ráðstefnunni. Þarna verða meðal annars kynnt átaksverkefni sem farið hefur verið í þessum málum í Kársnesskóla og danskir sér- fræðingar segja frá úrræðum gegn einelti og áhættuhegðun sem notuð hafa verið í Dan- mörku. Hvar? Salurinn í Kópavogi Hvenær? Föstudag kl. 14-16.45 Hvað kostar? Ókeypis og allir vel- komnir. Bragðmiklar súpur í Friðarhúsi Friðarhús er, eins og nafnið gefur til kynna, helgað friði. Samtök hernað- arandstæðinga boða þar reglulega til funda og ræða erjur og stríðs- brölt mannanna og hvernig megi stemma stigu við þeim ósóma. Fyrsti fjáröflunarmálsverður Friðarhúss á þessu hausti er súpu- veisla. Boðið verður upp á hnaus- þykka fiskisúpu friðarsinnans og grænmetissúpu róttæklingsins og auðvitað er kaffi og kaka á eftir. Ásdís Thoroddsen mun að loknu borðhaldi lesa úr nýútkominni skáldsögu sinni sem heitir Utan þjónustusvæðis – krónika. Hvar? Friðarhús, Njálsgötu 87. Hvenær? Föstudagskvöld kl. 19. Hvað kostar? 2000 kr. VÍKURVAGNAR EHF. Víkurvagnar ehf. | Hyrjarhöfða 8 | 110 Reykjavík Sími 577 1090 | vikurvagnar.is | sala@vikurvagnar.is Setjum undir á staðnum Dráttarbeisli undir flestar tegundir bíla VÍKURVAGNAR EHF. Víkurvagnar ehf. | Hyrjarhöfða 8 | 110 Reykjavík Sími 577 1090 | vikurvagnar.is | sala@vikurvagnar.is Sýningareintak á staðnum. Úrval af lokuðum farangurskerrum frá Ifor Williams VÍKURVAGNAR EHF. Víkurvagnar ehf. | Hyrjarhöfða 8 | 110 Reykjavík Sími 577 1090 | vikurvagnar.is | sala@vikurvagnar.is Einnig mikið úrval varahluta í Ifor Williams og aðrar gerðir af kerrum, ásamt úrvals viðgerðarþjónustu. Kerrur frá Ifor Williams í öllum stærðum og útfærslum VÍKURVAGNAR EHF. Víkurvagnar ehf. | Hyrjarhöfða 8 | 110 Reykjavík Sími 577 1090 | vikurvagnar.is | sala@vikurvagnar.is Einnig mikið úrval varahluta í Ifor Williams og aðrar gerðir af kerrum, ásamt úrvals viðgerðarþjónustu. Kerrur frá Ifor Williams í öllum stærðum og útfærslum

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.