Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 30.09.2016, Blaðsíða 66

Fréttatíminn - 30.09.2016, Blaðsíða 66
Skógarpartý Gestir voru um 300 talsins og fengu allir hlýjan galla til þess að þeim yrði ekki kalt. Hugsað fyrir öllu! Miðbæjardiskó Miðbærinn varð eins og eitt stórt diskótek með þessu verkefni þegar tröllvaxin „diskókúla“ var hengd upp með hjálp risavinnulyftu. Gala Korpúlfsstaðir breyttust í dásamlega fallegan veislusal fyrir tilstilli G-events. Engin takmörk fyrir því hvað er hægt að gera Viðburðarfyrirtæki sem hugsar út fyrir kassann. Unnið í samstarfi við G-events Viðburðarstjórnunarfyr-irtækið g-events heldur utan um allt sem getur flokkast sem viðburður fyrir bæði einstaklinga og stór og smá fyrirtæki. „Það sem þarf að gera er bara að hafa samband við okkur og segja okkur hvað fólk er að spá, dagsetningar og allar grunnupplýsingar. Við förum svo í þá vinnu að finna út besta pakk- ann fyrir hópinn og sendum svo tilboð,“ segir Gunnar Traustason, eigandi g-events, um það hvernig fólk snýr sér ef það vill fá fyrir- tækið til að sjá um viðburð. Gunn- ar segir viðburðina vera af öllum stærðum og gerðum og raunar engin takmörk fyrir því sem hægt er að gera. „Innan fyrirtækja eru oft hefðir, það sama gert frá ári til árs til þess að hrista hópinn saman en stundum er gott að hugsa út fyrir kassann. Okkar sérstaða er ef til vill sú að við gerum það, komum með annan vinkil og gerum eitt- hvað öðruvísi. Í því samhengi nefnir Gunnar til dæmis þegar haldið var risastórt partí úti í skógi í janúar. „Við vor- um með diskóljós, áfenga heita drykki og plötusnúð sem hélt uppi stuðinu. 300 kuldagöllum var reddað á gestina þannig að engum varð kalt. Því sem þarf að redda er reddað, oft með góðri hjálp.“ Gunnar segir það oft mikilvægt að aðrir en starfsmenn fyrirtækja sjái um viðburði fyrir starfsfólkið. „Það kemur annar vinkill á við- burðinn þegar utanaðkomandi aðili er fenginn til þess að sjá um hann. Það er mjög mikil vinna að halda flottan viðburð og allt sem hon- um tengist þegar hann er þannig í umfangi að fólk hefur ekki tíma eða getu til þess að halda utan um hann sjálft. Þá komum við til sögunnar.“ Gunnar leggur áherslu á að engin skuldbinding felist í því að fá tilboð send. Því er um að gera að tékka á g-events þegar mikið liggur við. Hróður Hörpu fer víða Stórir erlendir viðskiptavinir sækja að Unnið í samstarfi við Hörpu Aukningin í erlendum fyr-irspurnum um ráðstefnu-hald í Hörpu hefur verið gífurleg fyrir margskon- ar mismunandi viðburði. Þetta á bæði við um viðburði í opnum rýmum og inni í okkar sölum,“ segir Karitas Kjartansdóttir, fram- kvæmdastjóri tónlistar- og ráð- stefnusviðs Hörpu. Í ár hafa komið stórir erlend- ir viðskiptavinir með viðburði á stærra kaliberi en áður hefur sést í Hörpu. „Þar má nefna raftækj- arisann LG sem hélt stóra tónleika hér í júlí fyrir viðskiptavini sína og kynnti í leiðinni nýja tegund af sjónvarpsskjá. Í síðustu viku tók- um við að auki á móti 600 manns í hátíðarkvöldverð en hópurinn var í lúxushvataferð af þeim toga sem ekki hefur sést áður hér á landi, “ segir Karitas og bætir við að það hafi verið einstakt að fá tækifæri til þess að sýna styrk Hörpu með þessu risavaxna verkefni. Það leynist mörg tækifæri í að taka á móti þessum hópum þar sem upplifunin spyrjist fljótt út. „Þar spilar ekki síst inn í útlit hússins. Fólki finnst Harpa falleg, enda er arkitektúrinn mjög sérstakur. Það er líka mikið samspil við náttúr- una þannig að þú ert að upplifa náttúruna og borgina á sama tíma sem er nokkuð einstakt. Mörg sambærileg hús erlendis eru ekki endilega alveg í kjarna miðbæjar- ins heldur oft rétt fyrir utan.“ Hóparnir sem koma í Hörpu eru gjarnan að blanda saman ráðstefnuhaldi og upplifunum tengdum hvataferðum. „Mjög stór þáttur í þessu er að við bjóðum upp á mikið úrval afþreyingar og menningu sem hægt er að velja úr þannig að samhliða ráðstefnum og hvataferðum geta hópar verið að upplifa einhverskonar menn- ingu, til dæmis sinfóníutónleika,“ segir Karitas. Erlendis hefur átt sér stað kröftugt kynningarstarf á starf- semi Hörpu sem hefur skilað sér í þessari auknu eftirspurn. „Við erum stofnaðilar að Meet in Reykjavík, ráðstefnuskrifstofu Reykjavíkurborgar, sem hafa verið í gífurlega miklu kynningarstarfi fyrir okkur á erlendri grund. Við höfum líka fengið tvenn alþjóðleg verðlaun fyrir að vera besta ráð- stefnuhúsið sem er mjög jákvætt. Við erum líka að sækja allar þess- ar helstu sölusýningar fyrir ráð- stefnur og hvataferðir í Evrópu og Ameríku. Þrátt fyrir ungan aldur höfum við fengið marga stóra viðskiptavini og það spyrst mjög hratt út, ekki síst þegar við- skiptavinurinn er ánægður.“ Að sögn Karitasar eru erlendu við- skiptavinirnar aðallega frá Evrópu og Ameríku og alþjóðleg fyrir- tæki nýta sér gjarnan að Ísland er staðsett milli álfanna; Harpa hefur notið góðs af því. Nú styttist í opn un hótelsins sem rís við hlið Hörpu og segir Karitas það bjóða upp á heilmikla möguleika. „Þar er alþjóðleg- ur samstarfsaðili meðal fram- kvæmdaaðila sem lítur auðvitað á okkur sem ráðstefnuhúsið hjá hótelinu og þar leynast líka heljar- innar tækifæri.“ Karitas segist stolt af þeim árangri sem Harpa hefur náð síð- astliðin ár. „Í fyrra vorum við með yfir 1000 viðburði og yfir 50.000 gestir heimsóttu Hörpu í síðustu viku. Samt erum við bara 5 ára og bara rétt að byrja!“ Gunnar Helgason Sem er sérfræðingur FÖSTUDAGUR 30. SEPTEMBER 20162 RÁÐSTEFNUR&HÓPEFLI Karitas Kjartansdóttir segist stolt af þeim árangri sem Harpa hefur náð síðastliðin ár. Flottir salir Harpa býður upp á fjölbreytt viðburða- og ráðstefnuhald.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.