Fréttatíminn - 01.10.2016, Side 4
Steinþór Skúlason
segir of einfalt að
tala um að fyrir-
tækið lækki verð til
bænda en hækki til
neytenda.
Jarðfræði „Séð út frá sögu
legu samhengi er þetta
ekki óvanalegt, við höfum
séð svona skjálftahrinur
sem koma kannski helst á
haustin, eða síðsumars,“
segir Ragnar Stefánsson
eldfjallafræðingur um hrær
ingar í Kötlu, en skjálfta
hrina skók fjallið í gær.
Vísindaráð Almannavarna fundaði í
gær vegna málsins en Ragnar fylgist
að þessu sinni með hræringunum
úr fjarlægð, en ekki frá jarðeðlis-
sviði Veðurstofu Íslands, þar sem
hann starfaði lengi vel.
Hann segir skjálftahrinuna í raun
hausthrinu, eins og henni er lýst í
fjölmiðlum.
„Það má segja að þetta tengist
kvikuþrýstingi, en þarna er grunnt
á kviku, og það að þetta skuli ger-
ast um haust, tengist líklega því að
það léttir á snjófargi vegna bráðn-
unar og þannig léttir á þrýstingi á
fjallinu,“ segir Ragnar. Í einföldu
máli þýðir þetta að jökullinn er að
bráðna og þá aðlagar fjallið sig að
breyttum þrýstingi. Þannig fara
léttar kvikur upp í skorpuna sem
skýrir hina grunnu skjálftahrinu.
„Þetta þarf því ekki að þýða neitt
annað en að efsti hluti skorpunn-
ar sé að aðlaga sig,“ útskýrir Ragn-
ar, sem útilokar auðvitað ekkert.
Þannig mögulegt er að þarna sé um
hausthrinu að ræða en ekki fyrir-
boða eldgos. Það breytir þó ekki
því að almannavarnir hafa hækk-
að viðbúnaðarstig vegna óróans, úr
grænu, í gult. Það er því nauðsyn-
legt að hafa varann á. | vg
Telur líklegt að um
hausthrinu sé að ræða
Ferðamenn Stjórnarfor
maður ganganna í Langjökli
segist búast við 40 þúsund
gestum og hagnaði í ár.
Ingi F. Vilhjálmsson
ingi@frettatiminn.is
Tekjur af ísgöngunum í Langjökli
námu tæpum 287 milljónum króna
í fyrra en um er að ræða fyrsta
rekstrarár fyrirtækisins sem byggði
göngin og rekur þau, Into the glaci-
er ehf. Þetta kemur fram í nýbirt-
um ársreikningi fyrirtækisins. Fyr-
irtækið skipuleggur ferðir í ísgöngin
á sérútbúnum jeppum og fólksflutn-
ingabílum frá Húsafelli. 20 þúsund
gestir komu í göngin á sjö mánuð-
um í fyrra.
Ísgöngin eru þau stærstu í
Evrópu, 800 metra löng, og hef-
ur verið fjallað um þau í mörgum
erlendum fjölmiðlum. Með því að
fara inn í göngin er hægt að kynnast
Langjökli með nýstárlegum hætti
og hafa göngin verið mjög vinsæl
hjá erlendum ferðamönnum. Inni í
göngunum er meðal annars kapella
þar sem hægt er að framkvæma
hjónavígslur.
Fyrirtækið er í eigu sjóðsins
Landsbréf Icelandic-Tour F slhf.
sem sérhæfir sig í fjárfestingum í
ferðamannaiðnaði. Stærstu hlut-
hafarnir í sjóðnum eru Icelandair,
Landsbankinn og nokkrir lífeyris-
sjóðir. Þrátt fyrir þessar tekjur var
tap á fyrirtækinu, rúmar þrjár millj-
ónir, enda var 2015 fyrsta rekstr-
arár fyrirtæksins og starfsemin
kostnaðarsöm vegna framkvæmda
og viðhalds við ísgöngin. Fram-
kvæmdakostnaðurinn við göngin
nam tæpum 240 milljónum króna
í fyrra.
Anna G. Sverrisdóttir, stjórnar-
formaður Into the Glacier ehf., seg-
ist búast við því að hagnaður verði
af ísgöngunum í ár og að reiknað
sé með um 40 þúsund gestum í
heildina. „Við eigum von á því að
skila hagnaði í ár en þetta er dýr
útgerð og rekstrarkostnaður er mik-
ill.“ Ferðir eru göngin alla daga, allt
árið ef veður leyfir og segir Anna
að forsvarsmenn fyrirtækisins hafi
ekki búist við því að geta farið í
göngin allan ársins hring.
Selt inn fyrir 287 milljónir í stærstu ísgöng Evrópu
Ísgöngin í Langjökli skiluðu 287
milljóna króna tekjum til fyrirtækisins
sem á þau en það er í eigu Icelandair,
Landsbankans og lífeyrissjóða. Tap
var hins vegar á starfseminni enda
útgerðin dýr og framkvæmdakostn
aður mikill. Myndin er tekin inni í
göngunum.
Á myndinni sést Katla til hægri og Eyjafjallajökull til vinstri. Mynd | shutterstock
4 | FRÉTTATÍMINN | Laugardagur 1. október 2016
Opinberir starfsmenn með 30 % lægri laun
Kjaramál Félagar í VR eru með 30 prósent
um hærri laun en félagar í SFR og Starfs
mannafélagi Reykjavíkur. Heildarlaun
félaga í VR eru að meðaltali um 597 þúsund
á mánuði samanborið við 458 þúsund hjá
félögum SFR og 483 þúsund hjá félögum í
Starfsmannafélagi Reykjavíkur.
Þetta kemur fram í árlegri launakönnun sem Gallup
framkvæmdi fyrir SFR og Starfsmannafélag Reykjavík-
ur en félagsmenn þar starfa hjá ríki og sveitarfélögum.
Launakönnunin varpar einnig ljósi á kynbundinn
launamun. Munur á heildarlaunum karla og kvenna
mælist nú 20 prósent hjá SFR og 13 prósent hjá félögum
í Starfsmannafélagi Reykjavíkur.
„Við höfum vitað af þessum launamun en það hefur
gengið illa að jafna launakjörin milli opinbera mark-
aðarins og hins almenna. Viðkvæðið
hefur yfirleitt verið að ekki sé hægt
að greiða sambærileg laun á opin-
bera markaðinum vegna ólíkra
lífeyriskerfa. Nú er sá munur að
hverfa og ríki og sveitarfélög hafa
skuldbundið sig til að leggja fé í
að leiðrétta laun opinberra starfs-
manna,“ segir Elín Björg Jóns-
dóttir, formaður BSRB, en
samkomulag hefur náðst
um að jafna lífeyriskjör á
opinbera markaðnum.
| þká
Við höfum vitað af þessum
launamun, segir Elín Björg
Jónsdóttir, formaður BSRB.
Landbúnaður Afurða
stöðvar hækka verð til kjöt
vinnsla á sama tíma og verð
er lækkað til sauðfjárbænda,
sem gerir það að verkum að
kjötið hækkar í verði. For
stjórar segja ástæðuna erfiða
stöðu á erlendum mörkuð
um. Formaður Neytenda
samtakanna segir dæmið
ekki ganga upp og hvetur
afurðastöðvar til þess að
endurskoða málið.
Valur Grettisson
valur@frettatiminn.is
Afurðastöðvar hafa tilkynnt um
2-5% hækkun til kjötvinnsla á
landinu vegna lambakjöts, á með-
an bændur fá mun lægra fyrir sauð-
féð. Þetta þýðir að sauðfjárbændur
fá minna fyrir sína vinnu en neyt-
endur þurfa engu að síður að borga
meira fyrir lambakjötið.
Steinþór Skúlason, forstjóri SS,
segir það full einfalt mál að tala um
að fyrirtækið lækki verð til bænda
en hækki til neytenda, en SS er að-
eins eitt fyrirtæki af nokkrum sem
hefur ákveðið að hækka verðið til
kjötvinnslu.
„Þessi lækkun til bænda dugar
ekki til þess að rétta af reksturinn,
auk þess sem lambakjötið hefur
lítið sem ekkert hækkað í nokkur
ár,“ segir Steinþór. Spurður hvort
þessi hækkun, sem mun líklega
skila sér í 2-5% hækkun á lamba-
kjöti, sé til komin vegna þess að illa
gangi á erlendum mörkuðum, svar-
ar Steinþór:
„Þetta er ekki þannig að ef illa
gengur á útflutningsmarkaði, þá sé
verð hækkað, og svo lækkað aftur
ef vel gengur.“
Hann segir það ekki koma nein-
um á óvart að það hafi verði bull-
andi taprekstur á sláturhúsunum og
margt komi til; svo sem lægra verð á
gærum, sem má rekja til viðskipta-
banns Rússa, og svo veiku pundi
vegna Brexit.
Steinþór bætir svo við: „Það sem
bætir hag sláturhúsanna, bætir hag
bænda fyrir rest.“
Ágúst Andrésson, forstöðumað-
ur hjá Kaupfélagi Skagfirðinga,
segir í skriflegu svari að það sé
óhjákvæmilegt að hækka ferð á
sauðfjárafurðum til að mæta „þeim
kostnaðarhækkunum sem fallið
hafa á greinina og við úrvinnslu á
afurðum,“ eins og segir í svarinu.
Hann tiltekur nokkur atriði, þau
eru sterk staða krónunnar, veik-
ing einstakra gjaldmiðla, og önnur
vandamál tengd erlendum mörk-
uðum.
Svo segir í svarinu: „Við höfum
lofað okkar innleggjendum því, að
ef betur tekst til við sölu á okkar af-
urðum á erlendum mörkuðum, þá
munum við bæta þeim upp afurða-
verðið í mars.“
Jóhannes Gunnarsson, formaður
neytendasamtakanna, segir hækk-
unina koma spánskt fyrir sjónir og
hreinlega ekki ganga upp í sínum
huga.
„Á sama tíma og þeir lækka verð
til bænda, þá kemur það fram í
hærra verði fyrir neytendur, það
gengur engan veginn upp og ég
hvet alla aðila til þess að skoða það
mál betur,“ segir Jóhannes.
Hann gagnrýnir ennfremur að
neytendur sem og sauðfjárbændur
eigi að axla ábyrgð á slæmu gengi
fyrirtækjanna á erlendum mörkuð-
um. „Ef það á að gera það, þá er í
raun verið að taka aftur upp útflutn-
ingsbætur, en það var samdóma álit
þjóðarinnar á sínum tíma að leggja
það kerfi niður.“
Lækka verð til bænda
á sama tíma og þeir
hækka til neytenda
Neytendur þurfa að greiða hærra verð fyrir lambakjötið
þrátt fyrir að bændur fá minna.
Barnastígvél
Flott frá
Náttúrulegt gúmmí
Stærðir
20–36
Wildflower
Lollypop print
Háaleitisbraut 68 Hólmaslóð 2
Woodypop
Woodypop
Litir:
Rauð og blá
loðfóðruð
Ragnar Stefáns-
son var lengst af
forstöðumaður
jarðeðlissviðs
Veðurstofu Íslands
en fylgist nú með
hræringunum á
hliðarlínunni.