Fréttatíminn - 01.10.2016, Page 6
Katrín Olga Jó-
hannesdóttir seldi
hlutabréf í Icelandair
fyrir tæpar tíu
milljónir á fimmtu-
daginn. Hún segir að
auðvitað þekki hún
rekstur Icelandair
sem stjórnarmaður
félagsins.
6 | FRÉTTATÍMINN | Laugardagur 1. október 2016
Viðskipti Rútufyrirtæki Eng-
eyinganna, Kynnisferðir ehf.,
var með sex milljarða tekjur
og tóku eigendurnir einn
milljarð út úr rekstrinum.
Fjárfestingarfélag Engeying-
anna seldi hlutabréf í fyrir-
tækinu til lífeyrissjóðanna
fyrir nærri 1400 milljónir.
Öll börn Einars og Benedikts
Sveinssona eiga hluti í fyrir-
tækinu, nema Bjarni Bene-
diktsson fjármálaráðherra.
Ingi F. Vilhjálmsson
ingi@frettatiminn.is
Fjárfestingarfélag í eigu Einars og
Benedikts Sveinssona og fjölskyldna
þeirra seldi 35 prósenta hlut í rútu-
fyrirtækinu Kynnisferðum ehf. fyrir
1365 milljónir króna í fyrra. Kaup-
andi var framtakssjóður í rekstri
Stefnis sem heitir SÍA II ehf. Eftir
viðskiptin átti fjárfestingarfélag Eng-
eyjarfjölskyldunnar, Alfa hf., 65 pró-
senta hlut í fyrirtækinu. Rútufyrir-
tækið greiddi rúman milljarð króna
í arð til hluthafa sinna, þar af runnu
tæpar 670 milljónir króna til Alfa hf.
Þetta kemur fram í ársreikningum
Kynnisferða ehf. og félagsins SF VII
ehf. sem heldur utan um hlutabréfa-
eignina í Kynnisferðum ehf. fyrir
hönd SÍA II ehf. Alfa hf. hefur ekki
skilað ársreikningi fyrir 2015.
Eigendur SÍA II ehf. eru að stærstu
leyti lífeyrissjóðir, meðal annars Líf-
eyrissjóður starfsmanna ríkisins, A.
og B. deild, með rúm 16 prósent,
Gildi með tæp 16 prósent, Stapi með
10 prósent og Festa með rúm 7.5
prósent. Bent skal á það að það er
fjármálaráðherra hverju sinni sem
skipar fjóra af átta stjórnarmönnum
Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins.
Fréttatíminn spurði Hauk Haf-
steinsson, framkvæmdastjóra
LSR, um viðskipti sjóðsins í SÍA II
ehf. Haukur segir að LSR hafi tekið
ákvörðun um að fjárfesta í sjóðnum
árið 2013 og að fjárfestingarnar séu
bornar undir stjórn sjóðsins áður
en teknar eru ákvarðanir um þær.
„Fjárfestingar sjóðsins eru bornar
undir og þurfa samþykki meirihluta
stjórnar og fjárfestingarráðs. LSR á
fulltrúa í fjárfestingarráðinu.“
Eigendur Alfa hf., og þar með 65
prósenta hlutarins í Kynnisferðum,
eru félög í eigu Einars Sveinsson-
ar, Benedikts Einarssonar, Hrólfs
Einarssonar, Ástu Sigríðar Einars-
dóttir, Benediktssonar Sveinsson-
ar, Jóns Benediktssonar og Guðríð-
ar Jónsdóttur, eiginkonu Benedikts
Sveinssonar. Eini maðurinn í fjöl-
skyldum bræðranna Einars og Bene-
dikts Sveinssona sem ekki er skráð-
ur fyrir hlutafé í Alfa hf. er Bjarni
Benediktsson fjármálaráðherra en
faðir hans, móðir og bróðir eru öll á
hluthafalistanum.
Kynnisferðir ehf. er eitt stöndug-
asta rútu- og ferðaþjónustufyrirtæki
landsins. Tekjur samstæðu Kynnis-
ferða námu rúmum sex milljörðum
króna í fyrra og skilaði félagið meira
en 500 milljóna króna hagnaði.
Skuldir Kynnisferða jukust um rúma
þrjá milljarða króna í fyrra sem að
hluta til má rekja til þess að dóttur-
félag fyrirtækisins keypti fasteign-
ina að Klettagörðum 12
sem hýsir höfuðstöðv-
ar þess. Samstæðan
samanstendur af
átta dótturfélögum
sem stunda ferða-
þjónu st u og
starfa sam-
tals rúm-
lega 300
manns
hjá fyrir-
tækinu.
Fyrir-
tækið
á auk
þess
rúm-
lega 11 prósenta hlut í gufubaðinu
Fontana á Laugarvatni.
Rútufyrirtækið var áður í eigu
olíufélagsins N1 en það fyrirtæki var
yfirtekið af kröfuhöfum þess eftir
hrunið árið 2008. Sömu eigendur,
Einar og Benedikt Sveinssynir og
börn þeirra, og eiga Kynnisferðir
nú höfðu átt N1 fyrir hrunið en þeir
héldu yfirráðum yfir rútufyrirtæk-
inu eftir viðskipti við samstæðu N1
áður en hún var yfirtekin af kröf-
uhöfum fyrirtækisins. Rekstur
Kynnisferða hefur gengið vel síðast-
liðin ár enda hefur ferðamönnum
fjölgað mjög á Íslandi og var hagnað-
ur félagsins til dæmis 424 milljónir
árið 2014.
Kynnisferðir er annað af rútufyr-
irtækjunum sem rekur flugrútu frá
flugstöð Leifs Eiríkssonar á Miðnes-
heiði og til Reykjavíkur. Hitt er Gray
Line. Samkvæmt samningi Kynnis-
ferða við ríkisfyrirtækið Isavia, sem
rekur flugstöðina fyrir hönd ríkisins,
greiða Kynnisferðir fyrir aðstöðu til
miðasölu í rútuna inni í flugstöðinni
og eins fyrir aðstöðuna fyrir utan
hana. Í fjölmiðlum hefur komið fram
að almenningsfyrirtækið Strætó bs.
vilji fá aðstöðu nær flugstöðinni til
að keyra fólk frá henni. Þær samn-
ingaviðræður Strætó við Isavia hafa
staðið yfir með hléum frá árinu 2012
en hafa hingað hingað til ekki skilað
árangri. Fjármálaráðherra hverju
sinni skipar stjórn Isavia og hefur
Bjarni Benediktsson ákveðið hverj-
ir skuli sitja í stjórn Isavia frá árinu
2013.
Þannig tengjast ríkisfyrirtæki og
lífeyrissjóðir sem fjármálaráðherra
hefur óbein völd yfir rekstri Kynn-
isferða ehf.
Í skriflegu svari frá Isavia um
samninginn við Kynnisferðir segir
að hann hafi verið gerður árið 2011
og renni út á næsta ári. Samningur-
inn var því gerður áður en Bjarni
varð fjármálaráðherra.
Rúturnar skila 670
milljónum til Engeyinga
Eini sem á ekki hlut Bjarni Benediktsson fjármála-
ráðherra er sá eini í barnahópi Einars og Benedikts
Sveinsson sem er ekki skráður fyrir hlutabréfum í
Kynnisferðum. Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins, þar
sem Bjarni skipar fjóra af stjórnarmönnum, er stærsti
hluthafi sjóðsins sem keypti 35 prósent í rútufyrirtækinu í
fyrra. Jón, bróðir Bjarna, situr í stjórn Kynnisferða.
Eigendur
Alfa Hf.:
9,50 %
Hængur ehf.
Eigandi: Bene-
dikt Einarsson
9,50 %
Hóvík ehf.
Eigandi: Hrólfur
Einarsson
9,50 %
Hellisvík ehf.
Eigandi: Ásta Sig-
ríður Einarsdóttir
9,25 %
Hagavík ehf.
Eigandi: Jón
Benediktsson
9,25 %
Hafsilfur ehf
Eigandi: Bene-
dikt Sveinsson
9,25 %
Guðríður Jóns-
dóttir
9,25 %
Benedikt
Sveinsson
7 %
Langhólmi ehf
Eigandi: Jón
Gunnsteinn
Hjálmarsson)
5,5 %
P 126 ehf.
Eigandi:
Charomino
Holdings Limited
á Kýpur/Einar
Sveinsson
3,67 %
Halldór
Jóhannsson
Hár arður til Engeyinganna Nærri 700 milljónir af milljarðs króna arði Kynnisferða
rennur til fjárfestingarfélags Engeyinganna, Alfa hf. Meðal hluthafa eru Einar Sveinsson
og sonur hans Benedikt, sem situr í stjórn Kynnisferða.
Fiskeldi Staðfest hefur verið
að regnbogasilungur hefur
veiðst í ám við Húnaflóa, í
ám á Vestfjörðum og allt suð-
ur til Faxaflóa, í Vatnsdalsá,
Haffjarðará, Hítará á Mýrum
auk fleiri vatnasvæða og það
í nokkru magni. Engu að
síður hefur ekkert fiskeld-
isfyrirtæki tilkynnt um
slysasleppingar úr sjókvía-
eldi sínu, sem fyrirtækjun-
um er þó skylt að gera lögum
samkvæmt.
„Við viljum óháða rannsókn og
að stjórnvöld stoppi allar leyfis-
veitingar og fari í áhættugreiningu
á fiskeldi í sjókvíum,“ segir Jón
Helgi Björnsson, formaður Lands-
sambands veiðifélaga, en óvanalega
mikið magn regnbogasilunga hefur
fundist víða í veiðiám á Vestur- og
Norðvesturlandi. Hann hefur sent
Gunnari Braga Sveinssyni sjávarút-
vegs- og landbúnaðarráðherra bréf,
þar sem hann viðrar áhyggjur sínar.
„Þetta er ekki náttúrulega fiskur
og kemst ekki öðruvísi í árnar en í
gegnum eldið,“ segir Jón Helgi sem
segir það vægast sagt áhyggjuefni
að enginn skuli gangast við því að
svo mikið magn regnbogasilunga
hafi sloppið.
Hann segir að af þessum ástæð-
um sé þess krafist að stjórnvöld láti
fara fram óháða og opinbera rann-
sókn á málinu og jafnframt að skoð-
að verði hvort eftirlit með starfsemi
sjókvíaeldisfyrirtækja sé fullnægj-
andi og standist kröfur.
„Ljóst er að um umhverfisslys
er að ræða og útbreiðsla regn-
bogasilungs um allt norðan- og
vestanvert land er einungis fyrir-
boði annars umhverfisslyss sem
verði með vaxandi laxeldi í sjókví-
um. Slíkt umhverfisslys er óaftur-
kræft og því mikilvægt að tekið sé í
taumana strax,“ segir formaðurinn.
Jón Helgi segir þetta ekki síst
áhyggjuefni í ljósi þess að það á að
stórefla á laxeldi í sjókvíum á Vest-
urlandi, en fiskeldi er fjölmennasta
atvinnugreinin á Vestfjörðum.
Spurður um afleiðingar af slysa-
sleppingunni, segir Jón Helgi að til
skamms tíma séu áhrifin ekki endi-
lega mikil „en ef þetta verður við-
varandi, þá er ljóst að eldið mun
hafa mikil áhrif, ekki síst á náttúr-
una.“ | vg
Vilja stoppa alla leyfisveitingar Fiskeldi er víða á Vestfjörðum, en enginn kannast við að regnboga-silungur hafi sloppið.
Viðskipti Katrín Olga Jó-
hannesdóttir, stjórnarmað-
ur í Icelandair, seldi bréf í
flugfélaginu fyrir tæpar 10
milljónir króna. Hún segist
hafa fylgt öllum reglum um
viðskipti innherja.
„Nei, ég bý ekki yfir neinum upp-
lýsingum um uppgjörið. Ég fylgdi
öllum reglum við söluna á hluta-
bréfunum,“ segir Katrín Olga Jó-
hannesdóttir, fjárfestir og stjórn-
armaður í Icelandair, sem seldi
hlutabréf í flugfélaginu fyrir 9.6
milljónir króna á fimmtudaginn.
Fimmtudagurinn var síðasti
dagurinn sem innherjar í Icelandair
máttu selja hlutabréf í fyrirtækinu.
Eftir þrjár vikur verður uppgjör
Icelandair fyrir fyrstu síðustu þrjá
mánuði ársins birt. Sérstakar regl-
ur gilda fyrir innherja vegna sölu
á hlutabréfum. Slík uppgjör geta
haft mikil áhrif á hlutabréfaverð
fyrirtækja. Eftir sölu Katrínar Olgu
lækkaði hlutabréfaverð í Icelandair
um tæp 5 prósent.
Katrin Olga segist hafa selt hluta-
bréfin til að fjármagna framkvæmd-
ir við sumarhús fjölskyldu sinnar.
„Ég þarf á fé að halda til að standa
við skuldbindingar við menn.“ Að-
spurð hvort hún búi ekki yfir nein-
um upplýsingum um hver staða
Icelandair sé sem aðrir búa ekki yfir
segir hún. „Ég náttúrulega bý yfir
upplýsingum sem stjórnarmaður.
Auðvitað þekki ég félagið.“
Aðspurð hvort hún hefði ekki
beðið með að selja ef hún teldi að
bréfin myndu hækka eftir birtingu
uppgjörsins segir Katrín Olga að
hún hafi þurft á fénu að halda og
að hún hafi fulla trú á Icelandair til
framtíðar. | ifv
Seldi á lokadegi
Ríkisbankinn keypti
mest í Sjóvá
Viðskipti Ríkissjóður seldi í
Sjóvá fyrir 2.8 milljarða. Við-
skiptabankarnir þrír stærstu
kaupendurnir.
Landsbankinn var stærsti kaupandi
hlutabréfa ríkisins í Sjóvá þegar
13,93 prósenta hlutur var seldur í
félaginu. Söluverðið var 2,8 millj-
arðar króna og keypti Landsbank-
inn hlutabréf fyrir tæplega 567 millj-
ónir króna.
Næst stærstu kaupendurnir voru
Íslandsbanki og Arion banki með
tæplega 490 milljóna og tæplega
400 milljóna kaup. Íslenska ríkið
á líka hlutabréf í þessum tveimur
bönkum.
Íslenska ríkið eignaðist hlutabréf
í Sjóvá eftir efnahagshrunið 2008
þegar ríkið þurfti að yfirtaka Sjóvá
til að vernda hagsmuni trygginga-
taka fyrirtækisins eftir eigenda-
tíð Milestone. Bótasjóður félagsins
hafði verið næstum tæmdur og fjár-
munirnir sem eftir voru dugðu ekki
fyrir skuldbindingum tryggingafé-
lagsins við viðskiptavini sína. | ifv