Fréttatíminn

Útgáva

Fréttatíminn - 01.10.2016, Síða 17

Fréttatíminn - 01.10.2016, Síða 17
| 17FRÉTTATÍMINN | Laugardagur 1. október 2016 honum fyrir lífi sínu. Dinni, eins og við kölluðum hann, hafði verið í sambúð með konu sem leyfði hon- um ekki að hitta barnið sitt. Hann sagði okkur margar sögur af því hvað hún væri ömurleg og afbrýð- isöm. Hvernig hún beitti drengnum fyrir sig. Við vorkenndum honum mjög mikið.” Eldaði, þreif og passaði „Við áttum erfitt á þessum tíma vegna barnanna okkar sem voru fimm og sjö ára, drengurinn var erfiður og dóttirin varð út undan. Dinni var afar elskulegur og bauðst til að hjálpa okkur með börnin og varð smám saman mikill þátttak- andi í uppeldi þeirra. Hann sótti stelpuna okkar oftar en einu sinni á leikskólann og neitaði meira að segja einu sinni túr á bátnum til að geta sinnt börnunum. Nokkrum sinnum kom hann óvænt í heim- sókn þegar við höfðum farið út á líf- ið, sagði barnapíunum að þeim væri óhætt að fara heim. Hann myndi sjá um börnin. Um tveggja ára skeið var hann okkar besti vinur og hjálp- arhella. Hann kom sér svo sannar- lega vel fyrir. Í eitt skipti var ég að koma heim af vakt um kvöldmatar- leytið. Þá var hann búinn að sækja börnin, þrífa húsið og elda.“ Það sem foreldrarnir ungu vissu ekki, var að þrettán árum áður en leiðir þeirra og nýja vinarins lágu saman var hann dæmdur til fang- elsisvistar fyrir að hafa misnotað þroskaskerta litla telpu sem hafði verið tíður gestur hjá móður hans. Hún hafði komið í heimsókn þegar maðurinn var einn heima. Hann réðist að telpunni og þegar hún komst frá honum var hún í miklu uppnámi, skalf og nötraði og það blæddi úr skurði í leggöngum henn- ar ásamt öðrum áverkum. Hún sagði móður sinni að það hefði ver- ið blóð í rúminu hjá Dinna. For- eldrarnir sem áttuðu sig á því hvers kyns var, hringdu í lögregluna og skömmu seinna var maðurinn handtekinn. „Hann lék sér að okkur eins og köttur að mús,“ segir Sædís. „Við ræddum einhverntímann um of- beldi gegn börnum. Hann sagði að kynferðisbrot gegn börnum væru viðurstyggileg og gerendurnir rétt- dræpir. Rauf meyjarhaftið óvart Og svo kom símtalið frá barna- verndarnefnd. Það var degi fyrir sex ára afmæli dóttur minnar. Við bjuggum í Graf- arvogi, skammt frá Miðgarði, þar sem skrifstofur félagsþjónustunn- ar eru. Þetta var á föstudagseftir- miðdegi. Við vorum beðin um að koma og hitta starfsmann barna- verndarnefndar vegna máls sem hafði komið upp. Ég var mjög skelk- uð en hafði ekki hugmynd um hvað málið snerist. Þegar við vorum komin og sest inn á skrifstofuna, nefndi starfs- maðurinn fjölskylduvininn á nafn og spurði hvort við þekktum hann. Þegar við svöruðum játandi var okkar sagt að sex ára stelpa hafi sagt frá því að hann hafi misnotað hana. Þetta var gríðarlegt áfall en Telpan hafi þá greini- lega verið miður sín. Hún hafi grátið og verið með ekka, og skolfið. Vitnið kveðst hafa spurt hana hvað væri að en telpan ekki svarað strax. Eftir nokkura stund hafi hún þó svar- að og sagt; Það er blóð í rúminu hjá Dinna. Úr Dómi Sakadóms, 15 apríl 1984 Sædís Hrönn Samú- elsdóttir segir að níðingurinn hafi leikið sér að fjöl- skyldunni eins og köttur að mús. Mynd | Hari Dóttir Sædísar, Alexandra, býr í Flórída í dag. Sögusýning, skoðunarferðir, Stúdíó A upptaka Vöfflukaffi, lifandi tónlist, beinar útsendingar og uppákomur um allt hús Starfsfólk RÚV á Akureyri býður í vöfflukaffi og kynnir starfsemina í nýju húsnæði við Hólabraut TIL HAMINGJU! 50 ÁRA AFMÆLI SJÓNVARPS Á ÍSLANDI

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.