Fréttatíminn

Ataaseq assigiiaat ilaat

Fréttatíminn - 01.10.2016, Qupperneq 32

Fréttatíminn - 01.10.2016, Qupperneq 32
32 | FRÉTTATÍMINN | Laugardagur 1. október 2016 Menntavísindasvið Háskóla Íslands boðar til opins fundar vegna alvarlegrar stöðu í menntakerfinu. Ef fram fer sem horfir mun kennurum fækka í skólum landsins á næstu árum og áratugum. Nýnemum í kennaranámi við Háskóla Íslands hefur fækkað um ríflega 60% undanfarin ár. Þá hafa nýútskrifaðir kennarar ekki skilað sér sem skyldi í störf í skólum landsins og því blasir við mikill skortur á kennurum á næstu áratugum. Í leikskólum landsins er sú alvarlega staða uppi að einungis um þriðjungur starfsfólks hefur leikskólakennaramenntun. Nú vantar um 1300 leikskólakennara og mun sú tala hækka ört ef nemendum í leikskólakennaranámi fjölgar ekki. Fundurinn verður haldinn þriðjudaginn 4. október nk. kl. 12:10–13:10 í Hátíðasal Háskóla Íslands. Dagskrá 12:10–12:20 – Ávarp Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands 12:20–12:30 – Fækkun nýnema í kennaranámi Jóhanna Einarsdóttir, forseti Menntavísindasviðs Háskóla Íslands 12:30–12:40 – Lýðfræði grunnskólakennara: Fjöldi kennara í náinni framtíð Stefán Hrafn Jónsson, prófessor í félagsfræði við Félagsvísindasvið Háskóla Íslands 12:40–13:10 – Hraðaspurningar til fulltrúa stjórnmálaflokka sem bjóða sig fram til Alþingis Fundarstjóri: Helgi Seljan, fjölmiðlamaður og einn umsjónarmanna Kastljóss Allir velkomnir meðan húsrúm leyfir. PI PA R\ TB W A - S ÍA - 1 64 41 5 Viljum við samfélag án kennara? „Ég er búin að vera stressuð yfir þessum krönum, það er alltaf svo ógeðslega mikið af þeim og ég hugsaði með mér, það hlýtur ein- hver að fara gefa sig og svo horfði ég á það gerast. Það var allt öðru vísi en ég bjóst við, hann féll miklu hægar en ég ímyndaði mér. En ég var mjög fljót að fara aftur í að fara vorkenna mér í hversdagslegum hugmyndum, ég var mjög snögg að jafna mig á þessari upplifun. Ég var strax komin í það að vor- kenna mér hvað er erfitt að sækja um listamannalaun,“ segir Lóa Hjálmtýsdóttir sem rétt slapp við að lenda undir krananum. Sveinbjörn Pálsson horfir á lífið öðruvísi eftir hrunið. Hann segist ekki vera byrjaður að meðtaka af- leiðingar atburðarins að fullu: „Ég var í næstu götu, ég las um hrunið á samfélagsmiðlinum Twitter mín- útu eftir að þetta gerðist. Þá hljóp ég út af kaffihúsinu sem ég var á, hársbreidd frá því að lenda í slysi þar sem kraninn féll á bygginguna þar sem skrifstofan mín er.“ Það er ótrúlega gaman í vinnunni minni og ég er mjög hrifin af mínu lífi. Ef ég væri í ein- hverri ógeðslega leiðinlegri vinnu sem ég hataði og allir sem ég um- gengst væri slæmt fólk þá væri ég kannski að pæla í einhverju öðru en ég var bara ennþá þakklátari fyrir mína eigin tilveru,“ segir Lóa um það hvort hún ætli að haga lífi sínu öðruvísi eftir fall kranans. Sveinbjörn ætlar að tileinka líf sitt fegurðinni eftir atvikið: „En ég gerði það nú fyrir líka, þannig ég ætla tileinka lífi mínu fegurðinni aðeins meira. Það fellst í smæð dropans og stærð hattarins.“ | hdó Fimmtudaginn 29. septem- ber féll byggingarkrani á plan fyrir framan vinsælasta pylsubar landsins, Bæjarins Bestu. Fréttatíminn náði tali af tveimur einstaklingum sem vinna í byggingunni sem kraninn féll á. Lífið eftir fall kranans Sveinbjörn nýtur lífsins eftir fall kranans. Mynd | Hari Íslendingar feimnir við upplifunarbíó Helga Dögg Ólafsdóttir helgadogg@frettatiminn.is „Í staðinn fyrir að fara bara inn í bíósal og horfa á bíómynd þá ertu að upplifa heim kvikmyndarinnar. Þú getur ímyndað þér ef þú værir að fara á Titanic í bíó en í staðinn ferðu um borð í skip. Það myndi vera fyrsta farrými og þriðja far- rými og karakterar úr myndinni að ganga um. Þú færð fyrirmæli um klæðnað, þú sért á fyrsta far- rými eða þriðja, og þá þarftu að klæða þig eftir því. Þá upplifir þú myndina sem leikhús,“ segir Nanna um umgjörð upplifunar- bíósins. Nanna Gunnarsdóttir vann með fyrirtækinu Secret Cinema í London sem leggur mikið upp úr bíóupplifunni: „Að fara í bíó var svo brjálæðislega mikil upplifun fyrst þegar kvikmyndir byrjuðu. Fólk klæddi sig upp og það gerði kvöld úr því, fólk var kannski leng- ur og spjallaði um myndina. Var að sýna sig og sjá aðra. Nú er þetta orðið meira hversdaglegt, fólk fer bara í jogginggallanum og kaupir popp og kók og keyrir beint heim eftir sýninguna, það er ekki jafn mikill viðburður.“ Spurð um hvort Íslendingar séu tilbúnir að gera meira úr ferð sinni í bíó segir Nanna að það þurfi að byrja hægar og minna hér á landi: „Hér verður fólk svolítið hrætt við að heyra orðin upplifunarleikhús eða -bíó. Þá halda allir að maður þurfi að fara gera eitthvað, eða einhver að fara benda á sig. En það eru allir þátttakendur, þú þarft ekki að gera neitt frekar en þú vilt, þú mátt alveg sitja út í horni og horfa bara á ef þú vilt. En ef þú vilt tala við leikarana eða fara skoða eitthvað inni í næsta herbergi þá er það líka í boði.“ Nanna er að leggja lokahönd á skipulagningu Sundbíó kvik- myndahátíðarinnar Riff og segir að það sé margt gott í vændum: „Það verða einhverjir karakterar á vappi og það mun gerast eitthvað meðan á myndinni stendur. Þetta verður smá umgjörð. Þetta verð- ur bara vonandi stærra og stærra með árunum þegar það er kominn stærri markaður fyrir upplifunar- bíó hér á landi.“ Nanna Gunnarsdóttir. Mynd | Rut Hin fagra og forna Albanía. Albanía hefur nú loksins opnast fyrir erlendum ferðamönnum. Enn hefur alþjóðavæðingin ekki náð að festa þar rætur og er lítt sjáanleg. Þar má sjá ævaforna menningu, söguna á hverju horni, gríðarfallega náttúru og fagrar strendur og kynnast einstakri gestrisni heimamanna þar sem gömul gildi eru í hávegum höfð. Verð 344.900 per mann i 2ja manna herbergi Innifalið. Flug hótel í London, hótel m/hálfu fæði í Albaníu, allar skoðunarferðir, ísl. fararstjóri, skattar og aðgangur þar sem við á. Upplýsingar í síma 588 8900 Albanía 4. - 15. október
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.