Fréttatíminn - 01.10.2016, Síða 38
CURCUMIN
Gullkryddið
Fæst í apótekum, Heilsuhúsið, Hagkaup, Fjarðarkaup, Orkusetrið, Lifandi Markaður,
Heilsuver, Heilsuhornið Blómaval, Heilsulausn.is, Heimkaup og Iceland Engilhjalla.
Steinunn Kristjánsdóttir er sjúkraliði að mennt og
starfar í Blue Lagoon versluninni á Laugavegi. Hún
hefur átt við mikla verki að stríða um allann líkama í
með liðagigt.
„Ég er búin að taka inn minn skammt af verkjalyfjum
og var alveg að gefast upp á þeim. Nuddkonan mín
sagði mér þá frá Curcumin sem hefur í sannleika
sagt gefið mér nýtt líf. Ég var búin að taka inn Curcumin í einn og hálfan
mánuð þegar ég missti út fjóra daga og það var þá sem ég uppgötvaði að
Curcumin er það sem hjálpar mér að losna við alla verki.”
LIÐIR – BÓLGUR – GIGT
Bætt heilsa og betri líðan með
Natural Health Labs
100% náttúruleg bætiefni
balsam.is
„Benni segist aldrei hafa orðið
sjóveikur en ég á eftir að sjá hann
þola þetta. Þegar ég fór á sjóinn
lá ég í koju í tvo daga og langaði
að deyja,“ segir Fannar Sveinsson
dagskrárgerðarmaður.
Fannar hefur getið sér gott orð
sem umsjónarmaður Hraðfrétta
ásamt félaga sínum Benedikt Vals
syni síðustu ár en í vetur venda
þeir kvæði sínu í kross. Þeir hafa
ráðið sig sem háseta á frystitogar
ann Hrafn Sveinbjarnarson GK 255
sem Þorbjörn í Grindavík gerir út.
„Við verðum ekki lengur Fannar
og Benni í Hraðfréttum. Við verð
um bara við sjálfir og kynnumst
okkur sjálfum í þessu nýja ljósi,“
segir Fannar en þeir fara á sjó
25. október næstkomandi og róa
í mánuð. Afraksturinn kemur
landsmönnum fyrir sjónir á RÚV á
nýju ári.
Fannar fór einn túr á sjó þegar
hann var tvítugur og segir að það
fari iðulega í taugarnar á Benna
þegar hann rifjar upp þá tíma.
Benni hafi í fyrstu ekki tekið vel í
hugmyndir um að þeir færu á sjó
en svo hafi hann látið til leiðast.
Þeim gekk reyndar bölvanlega að
verða sér úti um pláss á bát og það
var ekki fyrr en framleiðslufyrir
tækið Skot gekk í málið að skriður
komst á.
Hvernig eiga sjómennirnir eftir
að taka ykkur, vel til höfðum og
greiddum drengjum úr borginni?
„Þetta verður skrautlegt. Við
erum búnir að hitta áhöfnina og
þeir voru svona flestir til í þetta.
Skipstjórinn var nokkuð jákvæður.
Ég held að þeir taki okkur ágæt
lega. Vonandi.“ | hdm
Hraðfréttadrengir fara á sjóinn
Fannar og Benni ráða sig sem háseta í Grindavík og gera
sjónvarpsþætti um ævintýrið.
Klárir í slaginn
Benni og Fannar
eru á leið á sjó og
munu gera út frá
Grindavík.
…fólk 2 | amk… LAUGARDAGUR 1. OKTÓBER 2016
Þetta er
skemmti
legasti vinnustaður
sem ég hef verið á.
Það er aldrei dauður
punktur og maður
er alltaf að læra eitt
hvað nýtt.
Guðmundur Björn Þorbjörnsson hefur komið eins og ferskur andvari inn í fréttirnar á RÚV að undan
förnu. Hann hefur skorið sig úr í
fremur formföstu umhverfi með
frjálslegu fasi og óhefðbundnum
klæðaburði. Guðmundur Björn,
sem er þrítugur og alinn upp á
Mýrum í Borgarfirði, er síðhærður
og skeggjaður og klæðist litríkum
fötum, köflóttum skyrtum, vestum
og fleiru í þeim dúr. Hann lítur
frekar út fyrir að vera að fara að
leika í Geysisauglýsingu en að vera
á leið á blaðamannafund í sjávar
útvegsráðuneytinu. Og það er frá
bær tilbreyting.
„Ég er guðfræðingur, er með
embættispróf í guðfræði og
meistaragráðu í heimspeki frá
Kaupmannahafnarháskóla. Að því
loknu fór ég í doktorsnám í heim
speki í Brussel árið 2013,“ segir
Guðmundur Björn þegar hann er
beðinn að lýsa bakgrunni sínum.
„Svo finnst mér ég líka vera mjög
góður í fótbolta.“
„Ég kom aftur heim til Íslands í
fyrrasumar vegna þess að doktors
sjóðurinn var orðinn tómur. Ég
þurfti því einhvern veginn að fá
mér vinnu til að brúa bilið í þessu
doktorsnámi og bauðst vinna
á fréttastofu RÚV. Ég sló til og
taldi að þetta gæti verið góð til
breyting og ég þurfti að halda á
smá fjarlægð frá ritgerðinni. Svo
fór ég í Krakkafréttir um haustið
en var samt alltaf líka að vinna
á fréttastofunni og hef verið í
fréttunum síðan í apríl.“
Þú ert óneitanlega frjálslegri í útliti
en flestir fréttamennirnar þarna.
Hefurðu fengið athugasemdir vegna
útlitsins?
„Já, það hefur komið fyrir. Ég
hugsaði með mér að ég ætlaði
aldrei að vera í sjónvarpi en þó
það hafi gerst er alger óþarfi að
skipta um karakter. Sjáðu bara
Gísla Einarsson. Ég held að það sé
ekkert stórmál þó einhverjir súpi
hveljur þegar ég kem í sjón varpið,
fólk verður bara að þola það. Von
andi segi ég í staðinn eitthvað af
viti. Ég og fréttastjórinn höfum
rætt þetta og á meðan hún gerir
engar athugasemdir er ég ekkert
að hugsa um þetta. En elsku
leg móðir mín er náttúrlega ekki
ánægð með þetta.“
Hvað segja stelpurnar, er ekki allt
vitlaust á Facebook?
„Nei, nei, ég slepp að mestu leyti
Mesta áreitið er
frá gömlum körlum
Guðmundur Björn hefur vakið athygli fyrir framgöngu sína sem
fréttamaður á RÚV. Ekki síst fyrir útlit og klæðaburð sem hann segir
að fréttastjórinn sé sáttur við en móðir hans ekki. Guðmundur lærði
guðfræði og heimspeki áður en hann byrjaði í fréttunum og þykist
vera góður í fótbolta.
Úr guðfræði í Krakkafréttir Guðmundur Björn Þorbjörnsson er sveitastrákur úr Borgar-
firðinum sem lauk embættisprófi í guðfræði og er í doktorsnámi í heimspeki. Hann hefur
vakið verðskuldaða athygli fyrir framgöngu sína og útlit í fréttunum á RÚV að undanförnu.
Mynd | Hari
við það. Mesta áreitið er
frá gömlum körlum.“
Ertu búinn að finna fjölina þína
í fréttunum?
Ég veit það ekki. Ég hef mjög gam
an af þessum miðlum, útvarpi og
sjónvarpi, og er alltaf að verða
áhugasamari um þetta. En ég hef
aldrei verið neinn fréttahaukur
og er ekki vakinn og sofinn yfir
heimsfréttunum. En ég skil núna
hvers vegna fólk fær þessa fjöl
miðlabakteríu. Ég er þó alls ekki
búinn að finna neina fjöl og ég
vona að ég geri það aldrei. Ég vona
að ég haldi áfram að breyta til og
gera eitthvað nýtt, haldi áfram að
þroskast og staðni ekki í neinu.
Hvernig datt þér í hug að fara
í guðfræði?
„Ég var forvitinn um eilífðarmálin
eftir menntaskóla og á einhverj
um tímapunkti ætlaði ég að verða
prestur en undir það síðasta í
náminu missti ég áhuga á því. Þá
fór ég að einbeita mér að fræði
mennsku og heimspekin varð ofan
á. Núna er þessi doktorsritgerð
eiginlega orðin að persónulegu
keppikefli, en ég tel litlar líkur á að
hún muni greiða götu mína í mis
kunnarlausum heimi atvinnulífs
ins. Enda skiptir það engu máli.“
Hvað er framundan, verðurðu í
fréttunum í vetur?
„Nei, nú ætla ég að fara að draga
úr þessu svo ég geti farið aftur að
skrifa. En ég vona að ég eigi aft
urkvæmt vegna þess að þetta er
skemmtilegasti vinnustaður sem
ég hef verið á. Það er aldrei dauð
ur punktur og maður er alltaf að
læra eitthvað nýtt. Sem er í raun
þveröfugt við doktorsdæmið þar
sem maður er bara einn að harka
og hefur engan til að tala við. Sem
hefur líka sínar góðu hliðar – fólk
talar alltof mikið. “ | hdm
Kvíðir unglingsárum drengja
sinna
Britney Spears hefur heillað Breta upp úr
skónum að undanförnu en hún kom fram
á tónleikum á Roundhouse í London á
þriðjudaginn. Britney sagði í viðtali við
The Sun að sér þættu börnin sín vera
að stækka alltof hratt og hún er ekki
spennt fyrir unglingsárum drengjanna
sinna, 10 og 11 ára. „Þetta er svolítið
skrýtið og ég er stressuð því ég veit
það er ógnvænlegt að vera táningur.“
Segir Noel hafa komið mjög illa
fram við sig
Hljómsveitin Oasis, með þá Liam og Noel Gallag-
her í fararbroddi, naut svakalegra vinsælda á
níunda áratugnum en þeir bræður talast varla
við í dag. Liam var í viðtali hjá Metro nýver-
ið, vegna heimildarmyndarinnar Supersonic
sem er um farsæld Oasis, og þar fór hann ekki
fögrum orðum um bróður sinn.
Aðspurður um hvort hann sakni gamla tím-
ans sagði Liam: „Sum atriði voru tilfinninga-
þrungin og þarna eru myndbrot þar sem við
bræðurnir vorum að fíflast sem ég hló að.“ Liam
sagði líka að hann saknaði þess að vera með bróð-
ur sínum og hann væri til í að sættast við hann,
mömmu þeirra vegna. „Ég elska hann en á sama
tíma kom hann mjög illa fram við mig.“
Robbie fór úr að neðan
Hinn 42 ára gamli Robbie Williams kom fram á
tónleikum í vikunni, á Roundhouse í London, og
sló að sjálfsögðu í gegn eins og hans er von og
vísa. Hann var í óhefðbundnum fötum en hann
klæddist buxum og skyrtu með fiðrildamynstri.
Eftir að leið aðeins á lagið hjá honum tók hann sig
til og girti buxurnar niður um sig og sýndi nær-
buxur sínar sem voru þær sömu og hann brúkaði í
tónlistarmyndbandinu Rock DJ.
Rétt fyrir tónleikana tilkynnti Robbie á Face-
book-síðu sinni að hann væri að fara að gefa út
nýja plötu. Hann skrifaði: „Nýja platan mín, Heavy
Entertainment Show, mun koma út 4. nóvember. Þið getið pantað ein-
tak núna.“ Þetta er fyrsta plata Robbie í þrjú ár.