Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 22.10.2016, Blaðsíða 22

Fréttatíminn - 22.10.2016, Blaðsíða 22
BRUGGE 1. desember í 3 nætur Netverð á mann frá kr. 119.900 m.v. 2 í herbergi.Martin´s Brugge Bir t m eð fy rir va ra um pr en tvi llu r. He im sfe rð ir ás kil ja sé r r étt til le iðr étt ing a á sl íku . A th. að ve rð ge tur br ey st án fy rir va ra . Frá kr. 119.900 m/morgunmat Aðventan í 22 | FRÉTTATÍMINN | Laugardagur 22. október 2016 „Ég skrifaði bók um pabba minn, sem dó fyrir nokkrum árum, og þá fékk ég áhuga á Fjörðunum og slóð- um Látra-Bjargar fyrir norðan. Ég fór oft til Grenivíkur sem barn því pabbi var ættaður þaðan og meðan ég var að vinna bókina um hann fór ég að kynna mér þetta svæði betur og varð alveg óvart bara andsetinn af Björgu,“ segir Hermann Stefáns- son sem á næstu dögum sendir frá sér skáldsöguna Bjargræði þar sem Látra-Björg er aðalpersónan. „Allt í einu fór hennar rödd að suða í mér og ég skrifaði fyrstu þrjá kaflana í einhverri maníu, eins og ég væri heltekinn.“ Átti að verða gullnáma Upphaflega sá Hermann verkið fyr- ir sér sem fræðirit, heimildaritgerð eða þáttaröð, jafnvel sýningu um ævi Bjargar. „Á þeim tíma var ég at- vinnulaus og skítblankur og sá fyrir mér að ég gæti breytt þessu verk- efni í einhverja gullnámu, en það varð nú ekki,“ segir hann og hlær. Hermann las allt sem hann kom höndum yfir um Björgu en hann segir söguna þó ekki vera sögu- lega skáldsögu í neinum skilningi. „Björg bara yfirtók mig og þessi bók gekk gersamlega fram af mér. Þegar ég var búinn var ég algjörlega tómur og eiginlega örmagna. Ég var dauðfeginn að vera laus úr þessum viðjum.“ Látra-Björg átti, að sögn Her- manns, mjög skrautlegt líf og um hana hafa spunnist alls kyns goð- sögur sem hann hafi reynt að vinna gegn í sögunni. „Hún var skáld, bóndi og sjómaður sem hataði allt yfirvald og lét menn heyra það Ég get til dæmis eigin- lega ekki farið að monta mig af þessari bók á Facebook, eins og ætlast er til af rithöfundum, vegna þess að þá myndi Björg lemja mig.“ Hermann Stefánsson segir heimildavinnu vegna bókar sem hann skrifaði um föður sinn hafa orðið til þess að hann varð heltekinn af sögu Látra-Bjargar. Það hafi eiginlega gengið svo langt að hún hafi yfirtekið líf hans á tímabili. Afrakstur þeirrar yfirtöku kemur út á næstu dögum í skáldsögunni Bjargræði þar sem Björg hefur orðið og lætur samtímann hafa það óþvegið. Friðrika Benónýsdóttir fridrika@frettatiminn.is Andsetinn af Látra-Björgu augliti til auglitis. Lýsingarnar á henni eru ekki beinlínis frýnilegar, mikið talað um hvað hún hafi ver- ið hávaxin, sem þykir ekki til prýði á konu á þeim tíma. Helsta sagan um hana er að hún hafi verið svik- in kona, hafi átt í ástarsambandi við franskan sjómann sem sveik hana ekki bara með einni konu heldur tveimur og það á að hafa gert hana bitra og hatramma, en ég held að það sé á misskilningi byggt. Hún sagði bara hlutina beint út.“ Gefur hverfum einkunn Sagan gerist á tveimur plönum og Hermann staðsetur Björgu með- al annars í okkar samtíma en út á hann hefur hún ýmislegt að setja. „Hún yrði til dæmis ekki hrifin af því að sjá okkur hér á kaffihúsi í miðbæ Reykjavíkur,“ segir hann glottandi. „Henni finnst við lifa fáránlegu lífi og skorta tengsl við náttúruna, jafnvel þótt við búum hér í þessu litla krummaskuði sem Reykjavík er.“ Þótt Hermann láti Björgu bókar- innar ekki hafa mikið álit á Reykja- vík er hann fæddur og uppalinn í Fossvoginum og móðurætt hans er öll þaðan en föðurættin að norðan. Spurður um bakgrunn sinn segir hann að hann sé samsettur úr ólík- um bókasöfnum ættanna tveggja. „Á heimili móðurforeldra minna var alþjóðlegt bókasafn sem maður lá í, en aftur fyrir norðan þá sökkti maður sér í þjóðlegan fróðleik og Íslendingasögur. Eru ekki allir Ís- lendingar einhvers staðar á þessum mörkum? Sem Reykvíkingur á ég náttúrulega enga innistæðu fyrir því að vera að gagnrýna lífsmátann hér, en Björg kemur úr öðrum tíma, frá átjándu öldinni, og það er henn- ar rödd sem ræður í sögunni.“ Auk þess að koma úr öðrum tíma kemur Björg auðvitað úr allt öðru umhverfi en Reykvíkingurinn Her- mann, beint úr hrjóstrugri náttúr- unni fyrir norðan og yrkir mikið um hana. Hermann segist ekki geta hugsað sér sannari skáldskap en þann sem sprettur beint úr glímu við náttúruöflin. En geta Reykvík- ingar þá nokkuð orðið skáld? „Það fer eftir því úr hvaða hverfi þeir koma,“ segir Hermann sposkur. „Það er til dæmis enginn skóli til af Fossvogsskáldum, það eru bara ég og Jón Gnarr sem koma þaðan. Þetta er svolítið óort hverfi. Björg orti vísur um sveitirnar fyr- ir norðan, ekki allar mikið lof, og í bókinni fer hún um hverfi Reykja- víkur og gerir það sama. En þú verð- ur að lesa bókina til að sjá hvaða einkunn hún gefur hverju hverfi fyrir sig, ég get ekki haft það eftir.“ Getur ekki montað sig á Facebook Hermann hefur orð á sér fyrir að vera krítískur á ýmislegt sem nýt- ur vinsælda í samfélaginu og synda gjarna á móti straumnum en hann segir það ekkert endilega vera rétta skilgreiningu. „Ég er ekkert á móti öllu sem er vinsælt, langt frá því. Þegar eitthvað gott kemst í almæli, segjum til dæmis í pólitík, þá er ég ekkert átómatískt andvígur því. Sem rithöfundur reynir maður að horfa svolítið á samfélagið utan frá, með einskonar gestsaugum, þótt það geti auðvitað verið villugjarnt þegar maður er sjálfur hluti af því. Maður þarf líka að passa sig á því að vera ekki sjálfkrafa á móti öllu bara af því að það er svo skemmti- legt að reka hornin í það. En það má allavega reyna að greina það sem er satt, allt of mörg gildi í samfélaginu eru alveg út í hött. Það finnst Björgu allavega. Ég get til dæmis eiginlega ekki farið að monta mig af þessari bók á Facebook, eins og ætlast er til af rithöfundum, vegna þess að þá myndi Björg lemja mig. Hún hatar allan hroka.“ Er Facebook ekki líka nokkurs konar skáldsaga? „Jú, kannski, en gallinn er sá að hún endar aldrei. Netið er frábært sem upplýsinga- veita en ekki sem aðferð til að skilja heiminn. Wikipedia er til dæmis ágæt fyrir sinn hatt en stenst engan samjöfnuð við góða skáldsögu ef þú ert að reyna að átta þig á því hvernig heimurinn virkar. Upplýs- ingar opna engin hólf í hausnum á þér, það gerir skáldskapurinn hins vegar.“ Sjálfsritskoðunin hættuleg Í framhaldi af þessum vangaveltum okkar leiðist samræðan út í spjall um þau mál sem gjarna ber hæst á Facebook og þá ekki síst þá kröfu sem gjarna heyrist að rithöfundar þurfi að gæta jafnræðis kynjanna í bókum sínum og að kvenkatrakt- erar séu sýndir í réttu ljósi. Er það eitthvað sem höfundurinn hugsar út í á meðan hann er að skrifa? „Mér finnst alveg eðlilegt að og bara fínt þegar lesendur eða gagn- rýnendur setja út á karaktersköp- un kvenna í skáldsögum en mér finnst alveg ómögulegt þegar fólk fer að skrifa eða ritstýra út frá þeim forsendum að þú verðir að hafa kvenpersónur og lýsa þeim jákvætt. Ég varð svona heltekinn af Látra- -Björgu af því að hún er svo gott skáld, ekki af því að hún var kona. Ég settist ekki niður og hugsaði: ókey, nú ætla ég að skrifa bók um konu. Það eru heldur ekkert allar konur sympatískar í bókinni, meira að segja ein sem er mjög ósympat- ísk, en lýsingar á henni eru allar frá Látra-Björgu sjálfri komnar. Ég skil vel og finnst bara eðlilegt að femínistar setji þá gagnrýni fram að einhver bók gefi falska mynd af konum, fólk má gagnrýna það sem því sýnist, en það er hættulegt ef höfundar fara að láta stýrast af því og finnst þeir verði að skrifa á einhvern ákveðinn hátt til að forð- ast þessa gagnrýni. Það er alltaf hætta á sjálfsritskoðun, í alls konar kategoríum, og fólk þarf held ég að vera vel vakandi fyrir því að falla ekki í þá gryfju að fara að skrifa til að þóknast kröfum samfélagsins. Það er hættuleg braut.“ Skilgreinir ekki eigin verk Spurður hvort þessi tími frá því að handriti er skilað þar til bók- in kemur út taki ekki á taugarnar yppir Hermann öxlum. „Eins og ég sagði áðan þá held ég að ég hafi bara brotlent eftir að ég skilaði hand- ritinu en ég er allur að lyftast aftur. Farinn að undirbúa höfundakvöld og læra að kveða rímur og finnst ég eiginlega sloppinn úr prísund. Ég hef voða litlar áhyggjur af viðtökun- um. Hlakka bara til að fá tækifæri til að lesa upp úr bókinni og er bú- inn að stofna hljómsveit sem legg- ur áherslu á rímnaflutning, enda er mikil tónlist í textanum og kvæði Bjargar eru innblástur að nýjum kvæðum sem þarf eiginlega að lesa upphátt til að músíkin í þeim njóti sín. En, sem sagt, ég er alveg róleg- ur. Það er skemmtilegt að skrifa bækur en þegar þær eru komnar út hugsar maður ekki mikið meira um þær. Ég hugsa aldrei um hvernig höfundarferill minn líti út, eða les gömlu bækurnar mínar aftur, það er ekki í mínum verkahring að vera með greiningar og skilgreiningar á þeim. Ég er bara höfundur þeirra og um leið og síðasta orðið er skrif- að eru þær eiginlega höfuðverkur annarra en mín. Ég er stikkfrí.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.