Fréttatíminn - 22.10.2016, Blaðsíða 46
LAUGARDAGUR 22. OKTÓBER 20162 MATARTÍMINN
Notaleg stemning Opið er á Borðinu
þriðjudaga til sunnudaga frá kl. 11-20.
Mynd | Rut
Alvöru kanilsnúðar Sæþór sætabrauðs-
sérfræðingur leggur lokahönd á mjúka
snúðana. Mynd | Rut
„Því er
einnig hægt
að grípa hráefn
i á
Borðinu útbúa
dásam-
lega máltíð hei
ma fyr-
ir þig og þína.“
Heilnæm máltíð
í amstri dagsins
Notaleg hverfis- og fjölskyldustemning.
Unnið í samstarfi við Borðið
Við erum tvenn hjón sem eigum og rekum Borðið, erum bæði með tvö börn og okkur fannst vanta stað
þar sem hægt væri að ná sér í góð-
an mat sem alla fjölskyldumeðlimi
langar í,“ segir Rakel Eva Sæv-
arsdóttir, einn eigenda Borðsins.
„Okkar markmið var að leysa þetta
vandamál sem allar fjölskyldur
glíma við í lok vinnudagsins; hvað
eigum við að hafa í matinn?“ Borðið
er með fastan kvöldseðil fjórar
vikur í senn sem samanstendur
af fisk-, kjöt- og grænmetisrétti
og matarmiklu salati, auk þess er
alltaf hollur og góður barnaréttur á
boðstólum. Kvöldmaturinn
er tilbúinn kl. 17 virka
daga. Hádegin eru
einnig annasöm á
Borðinu og er alltaf
hægt að stóla á
heilnæman há-
degisverð í amstri
dagsins og mælir
Borðið með að enda
allar máltíðir með
sætabrauði og kaffi-
bolla.
Mikil áhersla er á að bjóða fólki
upp á að grípa með sér máltíðina
heim, bæði í hádeginu og á kvöldin.
„Þó þykir okkur afskaplega gaman
að fylla salinn af fjölskyldum og
vinum sem njóta matarins í nota-
legu umhverfi. Við erum ekki með
vínveitingaleyfi en hvetjum fólk til
þess að koma með vínið eða bjórinn
með sér og borga sanngjarnt þjón-
ustugjald fyrir,“ segir Rakel.
Um helgar er boðið upp
á bröns og kvöldseðil í
sparifötunum og hefur
myndast notaleg fjöl-
skyldu- og hverfis-
stemning í kringum
brönsinn. Vinahópar
og fjölskyldur eru að
mæla sér mót hjá okkur,
láta okkur sjá um matar-
gerðina og njóta samver-
unnar á meðan. „Svo erum við
með tvo frábæra sætabrauðssér-
fræðinga sem búa til allar kökur og
sætabrauð frá grunni,“ segir Rakel.
„Sæþór kemur frá Bandaríkjunum
og kann aldeilis að búa til gómsæt-
ar kökur og fleira sætabrauð og
svo er það hún Catherine sem er
lærður „pâtissier“ frá Frakklandi og
býr meðal annars til guðdómlegar
makkarónur sem að sjálfsögðu fást
á Borðinu,“ heldur Rakel áfram.
Á Borðinu er einnig að finna sæl-
keraverslun með vörum frá Ítalíu,
Bretlandi og Frakklandi. „Við erum
með frábært pasta, sósur, pesto,
svaladrykki og góðu ólífuolíuna
okkar frá Ítalíu. Kex, sultur, pate,
chutney og súkkulaði frá Bretlandi.
Hágæða pottajárnspotta frá Staub
í Frakklandi og loks skemmtilegt
úrval af chilli, baunum, masa harina,
marineringum og fleira í mexíkóska
matargerð. Því er einnig hægt að
grípa hráefni á Borðinu útbúa dá-
samlega máltíð heima fyrir þig og
þína.“
Aðgengið að Borðinu er gott og
lítið mál er að finna bílastæði fyrir
framan; það er því auðvelt bæði að
koma og fara á sem skemmstan
hátt akandi.
Senn líður að jólabakstri og annarri dásemdar-
matreiðslu sem fylgir hátíðunum. Best er að hafa
vaðið fyrir neðan sig og svunta sig upp til að
forðast subbugang. Matartíminn fór á stúfana og
fann nokkrar flottar svuntur sem sóma sér vel í
hvaða eldhúsi sem er.
Svuntur fyrir
jólastússið
FERM LIVING
10.900 kr. Hrím eldhús.
KRUMMI
5.900 kr. Epal.
BOTANICA
6.590 kr. Kokka
VINTER MITTISSVUNTA
995 kr. IKEA
20. ALDAR SVUNTA
4.990 kr. LÍN design
JESSIE STEELE
5.390 kr. Allt í köku
PARKER
7.950 kr. Kokka
Kryddostur
VILLIJURTIR
WILD HERB CHEESE
Kryddostur
með villijurtum
Frábær á ostabakkann,
í sósur og aðra matargerð
NÝTT
H
V
ÍT
A
H
Ú
SI
Ð
/
S
ÍA