Fréttatíminn - 22.10.2016, Blaðsíða 20
„Fyrir utan þetta var hægt að
nálgast brauð hjá Náttúrulækn-
ingarfélaginu sem var tilbreyting
frá þriggja tegunda úrvalinu,
normal, frans og rúg. Og meir að
segja jógúrt var nýkomið á markað
og selt í Alýðubrauðgerðinni. Þetta
var frekar einfalt líf. En alveg nóg
til þess að ég gæti verið hamingju-
söm.“
Bjórlíki á Gauknum
Það má segja að það hafi rofað til
lítillega á árunum milli 70 og 80 og
austantjaldsgrámanum, sem lá yfir
Reykjavík, létti. Fram að því hafði
veitingahúsamenning borgarinn-
ar aðallega verið í kringum hótelin
þar sem hægt var að snæða nauta-
lund með bernaisesósu. Brauðbær
og Askur voru fjölskylduvænni stað-
ir með fisk í raspi og franskar. En
annars var ekki mikið úrval sem
hélst í hendur við fjárhagsstöðu
fjölskyldna á þeim tíma. Það var
þess vegna boð um nýja tíma þegar
Hornið opnaði 1979 og bauð uppá
pasta og pítsur, hérna voru evrópsk
áhrif og áströlsk hvítvín. Þetta þótti
kúvending frá hamborgaranum og
sjeiknum „drive in“ fæðu frá Banda-
ríkjunum. Bjórinn var að vísu ekki
kominn og ennþá tíu ár í það en
í staðin drakk fólk vodka í pilsner,
„bjórlíki“ á Gauknum. Þetta var allt
að koma.
Næstu grös
„Það vantaði grænmetis veitinga-
stað í Reykjavík. Matstofa NFL var
vissulega á Laugaveginum, en þar
voru meira svona grautar og þetta
„krúska“ sem ég hef aldrei getað
borðað,“ segir Tóta en þær Helga
Mogensen, Heiðrún Kristjánsdótt-
ir og Gunnhildur Emilsdóttir höfðu
frétt af konu sem hafði rekið bakarí
í New York. „Konan var Pat, nýkom-
in til Íslands, og við báðum hana að
opna matstofu með okkur. Þetta var
árið 1979. Pat kom í hópinn og mat-
stofan Á næstu grösum var stofnuð
á þriðju hæð á Laugavegi 42, í fallega
húsinu með Evu Gallerí á jarðhæð. Í
risinu bjuggu Birna Þórðardóttir og
Guðmundur Ingólfsson, sem varð til
þess að við vorum með lifandi djass
á staðnum. Og svo kom fólk með
myndlistina sína og hengdi upp á
vegginn. Þetta var mikil vinna og
stundum vorum við svo þreytt eftir
vaktirnar að við fórum á Brauðbæ
Tóta, 23 ára, tveggja barna móðir í Leicester Englandi. Opnunardagur Matstofunnar Á næstu grösum árið 1978. Frá vinstri: Tómas Jónsson, Jón Tómasson,
Heiðrún Kristjánsdóttir, Þórunn Elísabet Sveinsdóttir, Gunnhildur Emilsdóttir og Helga Mogensen.
Myndir | Einkaeign
Tóta á leið í Kolaportið.
Það var annar maður
sem var með bás og seldi
varning, sá var dálítið
blautur en vildi meina að
Kolaportið hafi bjargað
lífi sínu af því að hann
neyddist til þess að vera
edrú um helgar og í Kola-
portinu eignaðist hann í
fyrsta sinn aura á ævinni.
að fá okkur í svanginn, segir Tóta
og hlær.
Solla vann á Næstu grösum
„Þetta var skemmtilegur hópur en
það var ekki neitt bissnisvit í þessu
hjá okkur, við gleymdum að reikna
með launum fyrir okkur sjálf, og
byrjuðum alltaf á því að leggja út fyr-
ir grænmetinu.“ Tóta fór í Myndlista-
og handíðaskólann upp úr þessu að
stunda nám við Nýlistadeildina. En
Á næstu grösum áttu eftir að lifa eitt-
hvað áfram. Matstofan flutti sig um
set og endaði þar sem Gló er núna
til húsa á Klapparstíg. En Solla á Gló
byrjaði einmitt sem starfsmaður á
Næstu grösum og hefur haldið nafni
grænmetiseldhússins hátt á lofti síð-
an af miklum dugnaði.
Kalt undir Útvegsbankaveggnum
„Ef ég man rétt þá var það Gestur
Ólafssonar arkitekt sem stofnaði
vísinn að útmarkaði,“ segir Tóta.
„Hann setti upp borð og tjöld niðri
á Lækjartorgi, ég held að það hafi
verið upp úr 70. En það var bara of
kalt þarna undir Útvegsbankaveggn-
um, það voru bara þeir allra hörð-
ustu sem gátu staðið kuldann af sér,
sérstaklega á veturna.“
Gerður í Flónni og fleiri fóru að
funda og leita lausnar á þessu máli
og vildu finna stað fyrir markað.
Reykjavík var að breytast. Kringlan
var komin og við hugsuðum með
okkur að það vantaði vettvang þar
sem fólk kæmi og hittist. Annað sem
fer fyrir brjóstið á Tótu er það að Ís-
lendingar henda svo miklu og þarna
væri þá staður þar sem hægt væri
að selja dót í staðin fyrir að lóga því.
„Umferð, ekki bara á fólki heldur
hlutum og mér fannst það auðvitað
spennandi af því að ég er „ruslari“
í eðli mínu,“ segir Tóta sem er yfir-
leitt með fulla vasa af tölum og nögl-
um eða einhverju dóti sem á síðan
eftir að skjóta upp kollinum í lista-
verki eða leikmynd þegar tími þess
kemur.
Bílageymsla Seðlabankans
Þau Helga Mogensen, Jens Ingólfs-
son og Tommi minn voru „prím-
us motor“ í Kolaportinu. Þau fóru í
gegnum heilbrigðiskerfið með þetta,
hvað má og hvað ekki, sem var mjög
athyglisvert fyrir okkur. En mér hef-
ur alltaf fundist krafturinn í Kola-
portinu hafa átt upptök sín í orkunni
hennar Gerðar í Flónni segir Tóta og
hlær sínum dillandi hlátri, allavega
var það af hennar hvötum að hug-
myndin fór af stað. En Tommi vann
þarna allar helgar, vaknaði fyrir all-
ar aldir að búa til skilti og merkja
básana. Krakkarnir mínir unnu líka
í Kolaportinu þau tóku próf á lyftara
og eru öll með próf á minniháttar
jarðvinnuvélar.
Annar starfsmaður var Skúli Mog-
ensen, núverandi forstjóri WOW air,
sem var líka á lyftara í Kolaportinu
á sínum tíma. Og þetta stóð und-
ir sér, leigan af básunum borgaði
starfsmönnum laun. En ég fylgdist
meira með, labbaði niður í Kolaport
með Önnu Maríu, dóttur mína, í
kerrunni.“
Samfélagið í Kolaportinu
Kolaportið var svona lítið samfélag
af góðu fólki sem þekktist vel. Það
er svo fallegt hvernig væntumþykj-
an breiðir úr sér. Ég man sérstaklega
vel eftir manni einum sem átti ekki
spariföt og hann komst þess vegna
ekki í kirkju. En hann kom alltaf
á kaffihúsið í Kolaportið þar sem
Jóna Bolladóttir prestur hélt guðs-
þjónustu um helgar, glaður í sínum
hversdagsfötum. Kolaportið hent-
aði kannski sumum sem áttu erf-
iðara með að fóta sig í samfélaginu.
Það var annar maður sem var með
bás og seldi varning, sá var dálítið
blautur en vildi meina að Kolaportið
hafi bjargað lífi sínu af því að hann
neyddist til þess að vera edrú um
helgar og í Kolaportinu eignaðist
hann í fyrsta sinn aura á ævinni.
Erla og vikubaksturinn
„Við kynntumst svo góðu fólki í
Kolaportinu. Bændur komu
með matinn sinn úr
sveitinni. Erla
úr Þykkva-
bæ bakaði
alla vikuna,
flatkökur og
kleinur, og
kom í bæ-
inn um helg-
ar og seldi
baksturinn í Kola-
portinu. En hún fékk
síðan hjartaáfall blessunin
og okkur var boðið í sveitina að
vera viðstödd útförina hennar. Það
var sérstaklega falleg athöfn í litlu
kirkjunni í Þykkvabæ en það komust
ekki allir fyrir og við Tommi sátum
úti í bíl og hlustuðum á útförina og
í erfidrykkjunni var síðasti viku-
baksturinn hennar lagður á borð
fyrir gestina og harmoníkkuleikar-
inn söng og spilaði Erla góða Erla!
Það var svo fallegt.“
Rocky Horror í Nýja bíói
„Reykjavík er æðisleg. Ég hef allt til
alls, get hjólað og gengið. Sef við op-
inn glugga og með þetta góða vatn í
krönunum. Ég segi það ekki, ef það
er eitthvað þá sakna ég Nýja bíós af
því að þangað var hægt að fara einu
sinni á ári með krakkana og horfa á
Rocky Horror Show. Ég held að Nýja
bíó hafi átt eintak sem þeir drógu
fram einu sinni ári og við fjölskyldan
mættum alltaf með dagblað og hrís-
grjón og sungum með. Börnin mín
eru öll alin upp við Rocky Horror
show,“ segir Tóta hlæjandi og stend-
ur upp og gengur út í Þingholtin á
næsta fund þar sem hún þarf að vera
með í ráðum.
20 | FRÉTTATÍMINN | Laugardagur 22. október 2016
þriðjudaginn 25. október, kl. 18
Listmunauppboð
í Gallerí Fold
Rau›arárstígur 14 · sími 551 0400 · www.myndlist.is
Hægt er að skoða uppboðsskrána á myndlist.is
laugardag kl. 11–16, sunnudag kl. 12–16,
mánudag kl. 10–17, þriðjudag kl. 10–17
Si
gu
rð
ur
G
uð
m
un
ds
so
n
Sara Riel
Uppboð í 20 ár
Forsýning á verkunum fimmtudag til þriðjudags