Fréttatíminn - 22.10.2016, Blaðsíða 49
LAUGARDAGUR 22. OKTÓBER 2016 5 MATARTÍMINN
Öll fimmtudags-, föstudags- og laugardagskvöld verður lifandi
hátíðartónlist meðan hátíðarmatseðillinn er í gangi og SunnuDjass
með hátíðarívafi öll sunnudagskvöld.
Á hverju sunnudagskvöldi er djasskvöld á Bryggjunni og svífur þá
dásamlegur djassinn yfir vötnum frá okkar fremstu tónlistarmönnum á
þessu sviði. Söngvirtúósinn og hjartaknúsarinn Valdimar Guðmunds-
son og tríó Bryggjunnar munu leiða saman hesta sína nk. sunnudag, en
herlegheitin hefjast 20.00 og frítt er inn.
Ásamt því sem tríóið mun leika ómþýðan djass, þá mun Valdimar stíga
á stokk og syngja nokkur af hans eftirlætislögum, bæði innlend og er-
lend. Þar verður sótt í smiðju Chets Baker og 12 september, svo nokkur
nöfn séu hér nefnd til hægðarauka.
Á boðstólnum er eftir sem áður ljúffengur matur af barseðli auk valin-
kunna bjórtegunda sem bruggaðar eru á staðnum og er eldhús Bryggj-
unnar opið til 22.00.
Lifandi hátíðartónlist
SunnuDjass á Bryggjunni Brugghúsi
Fagnaðarerindið í farvegi Í langan tíma hafa bruggmeistarar Bryggjunnar Brugghúss
þróað Fagnaðarerindið sem mun berast innan tíðar. Mynd | Rut
Fagnaðarerindið á
Bryggjunni brugghúsi
Jólabjórinn væntanlegur á dælurnar og í vínbúðir.
Unnið í samstarfi við
Bryggjuna brugghús
Tími jólabjórsins fer að renna upp og margan bjóráhugamanninn ef-laust farið að klæja í
fingurna í biðinni eftir bjórnum.
Bryggjan Brugghús lætur sig
ekki í vanta í jólabjóraflóðið en
bjórinn Fagnaðarerindið mun
fylla dælur Bryggjunnar þann 10.
nóvember og verður haldið upp
á komuna með veglegum hætti.
Bjórinn er vissulega með hátíð-
legu bragði eins og almennilegra
jólabjóra er von og vísa; þurrk-
aðir ávextir og sæta frá ristuðu
byggi einkennir þennan myrka
en notalega bjór. Dökkur eins og
nóttin en ljúfur í munni. Bjórstíll-
inn er belgískur dubbel.
Jólamatseðillinn hefur verið
kunngjörður og eru ýmsar krásir
á boðstólum. Hægt er að panta
jólaplattann sem hefur lengi ver-
ið í þróun til þess að finna hina
fullkomnu samsetningu:
• Reykt önd döðlur, appelsína
• Tvíreykt lamb reykt í
eldhúsinu okkar, piparrót,
majónes
• Pale ale grafinn lax
kryddmajónes
• Síld og rúgbrauð
Jólaplattinn er á 3900 kr.
Einnig er hægt að fá stærri út-
gáfu af jólamatseðlinum og við
hann bætist lambaprime með öllu
meðlæti og kanilís í eftirrétt með
piparkökumulningi, þurrkuðum
trönuberjum og ganache úr 66%
súkkulaði frá Omnom.