Fréttatíminn - 22.10.2016, Blaðsíða 37
…xxx5 | amk… FÖSTUDAGUR 8. JÚLÍ 2016
Aðspurð hvers vegna konur
komi í svona myndatöku segir
hún þær oft vilja efla sjálfstraustið
eða vilji fara út fyrir þægindara-
mmann. Vilja ögra sjálfri sér á nýj-
an og spennandi hátt. „Þær vita oft
að þær eiga ekki að hugsa neikvætt
um sig, en gera það samt. Margar
hefur dreymt um þetta lengi en
ekki þorað, en þær sjá aldrei eftir
þessu. Þær eru oft stressaðar í upp-
hafi, og það er mjög eðlilegt, en
í lokin þá eru þær farnar að hafa
skoðanir á tökunni, sem er alveg
frábært. Ég horfi á þær styrkjast og
fyllast sjálfstrausti á meðan ég er
að mynda þær.“
Að sögn Hildar er mjög mismun-
andi hverju konur sækjast eftir
varðandi myndirnar. Á meðan
sumar vilja mjög djarfar myndir
þá vilja aðrar meiri rómantík og
blúndur. Hún bendir á að orðið
boudoir sé í raun franskt heiti
yfir búningsherbergi eða afdrep
kvenna í viktoríustíl. „Ég vil því
ekki segja að þetta séu erótískar
myndir, þó sumar geti vissulega
verið það. Stundum vefst fyrir mér
hvaða orð er best að nota yfir þetta
á íslensku en úti notaði ég alltaf
boudoir.“
Breytingar eftir hryðjuverkin
Hildur er sannfærð um að markað-
ur sé fyrir slíkar myndatökur hér
á landi og er hún búin að setja upp
heimasíðuna bombshellbyhild-
ur.com þar sem fólk getur kynnt
sér hvað er í boði. „Það er sama
við hvern ég tala það virðast allir
spenntir fyrir þessu. Ég sé mark-
aðinn hérna heima þannig ég efast
ekki um að hann sé til staðar. Ég er
allavega að fara með þetta af stað á
Íslandi og það er ekkert sem stopp-
ar mig,“ segir hún og hlær. Henni
finnst líka ágætt að vera komin
aftur heim til Íslands, þó vissulega
séu það viðbrigði. Sérstaklega hvað
varðar frelsi barnanna og fleira
í þeim dúr, en það var til dæmis
ekki í boði fyrir þau að fara út að
leika eftir skóla í París. Og það að
hitta vini þurfti oft að skipuleggja
með margra vikna fyrirvara.
Fjölskyldan upplifði miklar
breytingar á landslaginu í París
á meðan þau bjuggu úti. Það má
eiginlega að tala um tímann fyrir
og eftir hryðjuverk. Fyrsta eina og
hálfa árið var allt öðruvísi en síðari
hluti tímans. „Lífið okkar breytt-
ist svolítið eftir þessar árásir, sér-
staklega eftir árásirnar í nóvember
síðastliðnum. Maður fór að óttast
að gera ýmsa hversdagslega hluti,
eins og bara að fara í bíó. Ég átti
erfitt með að vera á stöðum þar
sem margir voru saman inni í lok-
uðu rými því mér fannst allt geta
gerst. Mér fannst reyndar náunga-
kærleikurinn í samfélaginu aukast
þó vissulega fyndi maður líka fyrir
reiði og ótta. En að öllu öðru leyti
þá var Frakkland alveg yndislegt.“
SMÁRALIND
VETRARVÖRUR
Á SOKKAR.IS ER MIKIÐ ÚRVAL
GÆÐASOKKA FYRIR ALLA FJÖLSKYLDUNA
Á FRÁBÆRU VERÐI.
SENDUM FRÍTT HEIM