Fréttatíminn - 22.10.2016, Blaðsíða 41
Fjórir veitingastaðir Lemon rekur fjóra veitingastaði hér á landi; við Laugaveg, Suðurlands-
braut, Hjallahraun í Hafnarfirði og Hafnargötu í Reykjanesbæ. Mynd | Rut
Girnilegt Ferskir djúsar og samlokur eru
aðalsmerki Lemon . Mynd | Rut
Miklar vinsældir Jón Arnar Guðbrandsso, einn eiganda Lemon, segir að mikill vöxtur sé í
veisluþjónustu fyrirtækisins. Mynd | Rut
Vinsæl veisluþjónusta Veisluþjónusta Lemon nýtur mikilla vinsælda en í henni geta fyrirtæki og hópar fengið til sín girnilegar samlokur á bakka og djúsa. Eins er hægt að fá Lemon Pop-Up, en þá djúsa starfsmenn Lemon á staðnum.
Mynd | Rut
Spennandi tímar og tækifæri
framundan hjá Lemon
Kynna tvær nýjar samlokur, djús og próteinbox til að njóta milli mála.
Mikill vöxtur hjá veisluþjónustu Lemon og í skoðun að opna fleiri veitingastaði úti í heimi.
Unnið í samstarfi við Lemon
Það er ýmislegt í pípun-um hjá okkur. Bæði nýjar og spennandi vörur hér heima en einnig er verið
að skoða að opna fleiri staði úti
í heimi,“ segir Jón Arnar Guð-
brandsson, einn eigenda veitinga-
staðarins Lemon.
Lemon hefur notið mikilla vin-
sælda síðan fyrsti staðurinn var
opnaður árið 2013. Staðirnir eru
nú fjórir talsins hér á landi og sá
fimmti var opnaður í París fyrr á
árinu. Á Lemon eru í boði girni-
legar samlokur, djúsar, Smoothies,
kaffi og árbítur og er staðurinn
annálaður fyrir ferskleika og hlý-
lega stemningu.
Jón Arnar segir að í næstu viku
séu tvær nýjar samlokur væntan-
legar á matseðil Lemon. Annars
vegar Spicy Vegan og hins vegar
Chicken Curry.
„Vegan samfélagið er sístækk-
andi hér á landi og við viljum
koma til móts við þann hóp. Spicy
Vegan er með falafel bollum og
hummus, gúrku og spínati. Þetta
er mjög skemmtileg loka og það
er gaman að geta komið til móts
við óskir okkar góðu kúnna með
henni,“ segir Jón Arnar.
„Chicken Curry er framreidd í
Naan-brauði sem er nýjung hjá
okkur. Við höfum fengið gríðar-
lega góð viðbrögð hjá þeim sem
hafa smakkað. Auk samlokanna
setjum við í næstu viku á seðilinn
nýja græna sprengju í djúsunum.
Þetta er heilsudjús með mintu og
mangó. Alveg frábær.“
Jón Arnar segir að Lemon
sé líka að fara af stað með nýja
„take-away“ línu. Um er að ræða
svokallað próteinbox sem inni-
heldur egg, spínat, rautt chili,
pestó og strengjabaunir. „Þetta
er hrikalega gott millimál. Svona
próteinbox njóta mikilla vin-
sælda úti í heimi og henta bæði
milli morgunmatar og hádegis-
matar eða milli hádegismatar
og kvöldverðar. Það eru margir
sem fá sér til dæmis prótein-
stykki á milli mála en þeim fylgja
ýmis sætuefni og aukaefni. En í
próteinboxinu eru bara hreinar af-
urðir. Þú færð ekkert sykursjokk
á milli mála. Við byrjuðum með
þetta á Lemon í Frakklandi fyrir
mánuði og það hefur verið gríðar-
lega vinsælt þar.“
Fleiri nýjungar eru væntanlegar
í „take-away“ hjá Lemon. Þar á
meðal tvö ný salöt og pakki með
sex djúsflöskum.
Veitingastaðir Lemon hafa not-
ið mikilla vinsælda en veisluþjón-
usta fyrirtækisins hefur sömuleið-
is verið í stórsókn.
„Þar er okkar mesti vöxtur í
dag. Við höfum tekið að okkur
veislur fyrir tíu manns og upp í
2.800 manns. Og allt þar á milli.
Þetta er gríðarlega vinsælt, til að
mynda hjá fyrirtækjum á höfuð-
borgarsvæðinu enda sendum við
frítt ef pantað er fyrir tíu manns
eða fleiri,“ segir Jón Arnar.
Hægt er að fá á staðinn sólskin-
-í-glasi-djúsa og sælkerasamlokur
á bökkum sem er fullkomið fyrir
allar tegundir viðburða og funda.
Annar kostur er Lemon Pop-Up
þar sem fulltrúar Lemon mæta og
djúsa á staðnum. Það brýtur upp
skemmtilega viðburði og er bæði
ferskt og litríkt. „Okkur finnst
alltaf gaman að djúsa í hádeg-
inu. Við erum þó ekki með alkóhól
heldur bara ferska ávexti,“ segir
Jón Arnar í léttum tóni.
Það vakti mikla athygli þegar
Lemon-staður var opnaður í París
fyrr á árinu enda ekki algengt að
íslenskir veitingastaðir séu opn-
aðir erlendis.
„Það hefur gengið vonum fram-
ar í Frakklandi og það er skemmti-
legt að hafa farið inn á þann
markað,“ segir Jón Arnar.
Eru fleiri staðir á teikniborðinu?
„Það er mikill áhugi á Lemon úti,
bæði í Evrópu, Asíu og Banda-
ríkjunum. Það eru sannarlega
spennandi tímar og tækifæri
framundan. Við viljum taka skref-
in rólega og erum að kanna þessa
markaði en við munum að öllum
líkindum opna fleiri staði úti.“