Fréttatíminn - 22.10.2016, Blaðsíða 7
Sif er flugumferðarstjóri í flugturninum á Keflavíkurflugvelli. Í daglegu starfi veitir hún tugum flugvéla
heimildir til flugtaks- og lendingar og starf hennar tryggir að flugumferð gangi hratt og örugglega fyrir
sig á flugvellinum. Þannig er Sif hluti af góðu ferðalagi fjölda farþega á hverjum degi.
Einar er arkitekt sem er á leið til Frakklands í vinnuferð. Hann er vanur því
að fá sér morgunverð á Keflavíkurflugvelli og treystir á að allt gangi
hratt og örugglega fyrir sig á flugvellinum.
16
-1
62
0
—
H
V
ÍT
A
H
Ú
S
IÐ
/
S
ÍA
V I Ð E R U M H L U T I
A F G Ó Ð U F E R ÐA L AG I
Hjá Isavia starfar samhentur hópur starfsmanna. Markmið okkar er
að vera hluti af góðu ferðalagi þeirra 30 milljóna farþega sem fara
um flugvelli og flugstjórnarsvæði okkar árlega. Okkar hlutverk er að
tryggja öryggi þeirra allra og gera för þeirra sem ánægjulegasta.
Við erum að vaxa og þurfum að fjölga í liðinu okkar til að bregðast við
sífelldri fjölgun farþega. Stefna okkar er að bjóða upp á gott og fjöl-
skylduvænt starfsumhverfi, öfluga fræðslu og þjálfun og við leggjum
áherslu á jákvæðan starfsanda innan fyrirtækisins.
Kynntu þér störfin sem standa til boða hjá Isavia og vertu með okkur
í því að vera hluti af góðu ferðalagi.
isavia.is/atvinna
facebook.com/isaviastorf
| 7FRÉTTATÍMINN | Laugardagur 22. október 2016
eftir 5 ár verði útgjöld til heilbrigð-
ismála í kringum 240-260 milljarða
– sem er í kringum 11% markið mið-
að við árið 2016 en talsvert frá því
árið 2020. Misjafnt er þó hve stórt
hlutfall þeirrar upphæðar kemur úr
vasa sjúklinga.
Ríkisstjórnarf lokkarnir, Sjálf-
stæðisf lokkur og Framsóknar-
flokkur, hafa sent frá sér fimm ára
áætlun í ríkisfjármálum. Þar kem-
ur fram að útgjöld ríkisins til heil-
brigðismála aukist úr 160 milljörð-
um á tímabilinu í 200 milljarða
í lok kjörtímabilsins árið 2020.
Sjálfstæðisflokkurinn stefnir ekki
að því að draga frekar úr greiðslu-
þátttöku sjúklinga, að því er fram
kemur í svörum þeirra, enda hefur
flokkurinn nýverið beitt sér fyrir,
og Alþingi samþykkt, nýjum lögum
um sjúkratryggingar þar sem fjár-
munir eru einfaldlega færðir til en
heildargreiðsluþátttaka sjúklinga er
sú sama og áður. Hins vegar segir í
stefnuskrá flokksins að draga eigi úr
kostnaði á einstaklinga.
Engin innspýting Sjálfstæðismanna
Ef hlutfall greiðsluþátttöku helst
svipuð og nú má gera ráð fyrir að
heildarkostnaður heilbrigðiskerf-
isins undir stjórn Sjálfstæðisflokks
fari í um 243 milljarða árið 2020
sem er nánast sama upphæð og 11%
af landsframleiðslu 2016. Ef horft er
til vaxtar landsframleiðslu á kjör-
tímabilinu er samanburðurinn ekki
jafn hagkvæmur. Samkvæmt þjóð-
hagsspá Hagstofunnar um þróun
landsframleiðslu munu 11% nema
tæpum 260 milljörðum árið 2016 og
hækka í um 290 milljarða í lok kjör-
tímabilsins, árið 2020. Ef við gerum
ráð fyrir því að hlutfall greiðsluþátt-
töku sjúklinga verði áfram hið sama
hjá Sjálfstæðisflokknum munu út-
gjöld til heilbrigðismála nema 237
milljörðum árið 2020, sem er 53
milljörðum undir 11% markinu.
Það er í raun sama prósentutala og
nú, 8,9% af landsframleiðslu og því
engin innspýting eins og flokkurinn
hefur talað um.
Samfylking og Viðreisn segjast
ætla að bæta um betur og auka ár-
leg útgjöld ríkissjóðs um 13-20 millj-
arða á ári umfram 5 ára áætlun rík-
isstjórnarinnar, útgjöld ríkissjóðs
verði 220-260 milljarðar árið
Framlög:
Fjárframlög til heilbrigð-
ismála samkvæmt 5 ára
áætlun ríkisstjórnarinnar (úr
160 milljörðum 2016 í 200
milljarða árið 2020)
Hvaðan:
Með því að viðhalda stöð-
ugleika verður útgjaldasvig-
rúm m.a. vegna skuldaniður-
greiðslu ríkissjóðs.
Sjálfstæðisflokkur
Kára Stefánssyni tókst að fylkja þjóðinni á bak við ákall sitt um endurreisn heilbrigðiskerfisins og safnaði tæplega 90 þús-
und undirskriftum sem er fordæmalaust. Hann hefur verið mjög harðorður í gagnrýni sinni á stjórnvöld undanfarinna ára,
hvort sem um ræðir hægri eða vinstri stjórn, og segir ríkisstjórnir síðasta aldarfjórðungs hafa brugðist þjóðinni. Hann bend-
ir á að heilbrigðiskerfið hafi ekki fylgt framþróun í læknisfræði, hvort sem er með endurnýjun tækjabúnaðar, uppbyggingu
húsnæðis eða með því að hlúa að heilbrigðisstarfsfólki.