Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 22.10.2016, Blaðsíða 32

Fréttatíminn - 22.10.2016, Blaðsíða 32
Elísabet Karlsdóttir Rómantísk bíó- mynd: Gott bún- ingadrama klikkar ekki. Það er best þegar bíómyndin inniheldur for- boðna ást og sterka konu sem berst gegn óskrifuðum reglum samfélagsins, ástin sigrar svo að lokum. En líka allt með Meg Ryan. Kaka með sunnudagskaffinu: Ég er ekki dugleg að baka, ég fer í Brauð & co. og kaupi vanillusnúða. Flík í vonda veðrinu: Regnkáp- an mín frá 66N hefur komið sér vel undanfarið, en fyrir veturinn dreymir mig um öklasíða ullar- kápu með belti um mittið. Grétar Amazeen Rómantísk bíó- mynd: As Good As It Gets.Yndisleg og fyndin mynd með frábærum leikur- um. Fjallar um mann sem á erfitt með félagslegar aðstæður en er ástfanginn af konu sem er aug- ljóslega heilsteyptari og betri manneskja en hann. Ég tengi. Kaka með sunnudagskaffinu: Vel krydduð gulrótarkaka er fullkom- in með kaffinu. En hún verður að vera vegan. Það er óþarfi að níð- ast á dýrum til að hafa það kósí. Flík í vonda veðrinu: Þegar veðrið er vont og kalt þá er langur og breiður túbutrefill nauðsynlegur. Svo setur maður heyrnartól á sig og notar trefilinn sem slæðu og þá er dagur- inn eins og eitt stórt faðmlag. Hafdís Helga Helgadóttir Rómantísk bíómynd: Ég er algjör „hopel- ess romantic“ og á mér endalaus uppáhöld í þess- um flokki. Sá Notting Hill aftur um daginn og mundi hvað hún er frá- bær. Svo hef ég alltaf elskað Dirty Dancing og mun aldrei hætta því. Kaka með sunnudagskaffinu: Frönsk súkkulaðikaka á Garðinum við Klapparstíg. Því ég nenni ekki að baka svoleiðis fínheit en elska þeim mun meira að borða þau. Flík í vonda veðrinu: Ég á voða hlýja dúnúlpu sem er alveg eins og svefnpoki. Hún er síð og með stóra hettu. Mér líður stundum eins og ég sé enn uppi í rúmi þegar ég fer út í henni. Morgunn Vinnuvikan getur verið frek og lítill tími gefst í heim- ilisverk og sitja þau oft á hakanum. Skelltu Queen á fóninn og paraðu saman sokka. Sokkar og dans fyrir gleðilegan morguntrans. Hádegi Krýsuvík er dásemdar sveitaperla í nágrenni Reykjavíkur. Hristu fjölskylduna eða vinina saman og farið í dagsrúnt í sveitina þar sem hverir og fallegt landslag fylla mann af gleði og orku. Kvöld Endið rúntinn í Grindavík og skellið ykkur á veitinga- staðinn Bryggjuna niður við höfn þar sem humar- súpa hússins mun leika við bragðlaukana og allir fara sælir, saddir og þreyttir að sofa eftir daginn. LAUGAR- DAGS ÞRENNAN Fólkið mælir með… 21. - 27. október 25% AF ÖLLUM S Ó F U M *Afsláttur gildir ekki af sófum á áður niðursettu verði. MEIRA EN 600 MISMUNANDI SÓFAR AÐ VELJA Á MILLI HANNAÐU ÞINN EIGIN SÓFA OG FÁÐU HANN HEIM FYRIR JÓL ILVA Korputorgi, www.ILVA.is laugardaga 10-18, sunnudaga 12-18, mánudaga - föstudaga 11-18:30 s: 522 4500 KAUPTU NÚNA OG SKIPTU GREIÐSLUNNI Í 12 MÁNUÐI MEÐ MASTERCARD EÐA VISA OG 3 MÁNUÐI MEÐ NETGÍRÓ SKIPTU GREIÐSLUNNI VAXTALAUST Duft í kalt vatn, bragðlaust eða hylki Náttúrulegt Þörunga magnesíum ENGIN MAGAÓNOT Mikil virkni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.