Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 22.10.2016, Blaðsíða 14

Fréttatíminn - 22.10.2016, Blaðsíða 14
14 | FRÉTTATÍMINN | Laugardagur 22. október 2016 Krafan um breytingar er arf-leifð Búsáhaldabyltingar-innar og hún er raunveru-leg. Gömlu f lokkarnir reyndu að leggja snörur sínar fyrir mótmælendur en þeir lögðu aldrei raunverulega eyrun við kröfum fólksins. Og þeir voru samtaka um að virða að vettugi niðurstöður þjóðar- atkvæðagreiðslu um að leggja til grundvallar tillögur Stjórnlagaráðs að nýrri stjórnarskrá. Nú er komið að skuldadögum. Átta árum eftir hrunið eru nær all- ir gömlu flokkarnir klofnir í herðar niður. Sjálfstæðisflokkurinn reynir að bíta af sér Viðreisn og Íslensku Þjóðfylkinguna. Framsóknarflokk- urinn er að tærast upp af innanmeini og þar talast menn við í þurrlegum textaskilaboðum. Inngróin tánögl á Vinstri grænum er farin í sérframboð undir merkjum Alþýðufylkingarinn- ar. Samfylkingin er nánast í andaslitr- unum og niðurlæging hennar alger. Samfylkingin og Sjálfstæðisflokk- urinn voru turnarnir tveir í stjórn- málum Davíðstímans með um tvo þriðju fylgisins. Núna hafa þeir sam- anlagt um fjórðung fylgisins. Í Sjálfstæðisflokknum hafa menn bent á Davíð Oddsson og hirðina í kringum hann sem stökkti frjáls- lyndari armi flokksins á flótta. En hvert fóru jafnaðarmennirnir? Sighvatur Björgvinsson, fyrrver- andi forystumaður í Samfylkingunni, segir að Ingibjörg Sólrún Gísladóttir hafi tekið drauminn um Samfylkingu með sér í hrunstjórnina og þaðan hafi hann ekki átt afturkvæmt. Það má til sanns vegar færa. Síðan þá hafa logað eldar inni í Samfylk- ingunni. Þeir sem voru ánægðastir í því sambandi hafa lagt fæð á þá sem reyndu að fjarlægjast Sjálfstæð- isflokkinn eftir hrun. Þannig hef- ur uppgjörið við hrunið farið fram í kviku Samfylkingarinnar og skilið eftir ógróin sár. Þetta kristallaðist í árás Ingi- bjargar Sólrúnar á Oddnýju Harðar- dóttur eftir að hún varð formaður flokksins. Henni var gert ljóst að hún myndi ekki sitja á friðarstóli þar sem Ingibjörg Sólrún ætti persónulegra harma að hefna út af Landsdóms- málinu. Árni Páll hafði verið óska- barn hennar og annarra sem sátu í hrunstjórninni. Meðan hann var for- maður, var andrúmsloftið kæfandi af óþoli þeirra sem höfðu verið vinstra megin við hann í flokknum og langaði að bregða fyrir hann fæti. Það þarf öfluga særingamenn til að skapa vinnufrið innan flokks sem þannig er ástatt um. Frjálslyndir og Evrópusinnaðir Sjálfstæðismenn endurguldu tilfinn- ingar hægri krata innan Samfylk- ingarinnar og afkvæmi þeirra, Við- reisn, ber svipmót beggja foreldra sinna. Í Bjarta framtíð fór hinsvegar ungt fólk sem vildi skjótari frama inn- an Samfylkingarinnar. Það fékk sér nýja kennitölu en eftir situr Samfylk- ingin sköllótt og smáð, með syndir hægri mannanna í hrunstjórninni í fanginu og líka það sem miður fór í vinstri stjórninni eftir hrun. En hvert fóru þá jafnaðarmennirn- ir? Hinir raunverulegu jafnaðarmenn sitja með sárt ennið inni í rústum Samfylkingarinnar nema þeir sem forðuðu sér yfir til Pírata og í VG. Telur þú að stjórnarflokkarnir verðskuldi annað tækifæri? Þannig hefði spurning Pírata um kosningabandalag stjórnarandstöð- unnar allt eins getað hljómað. Björt framtíð og Viðreisn gátu ekki svarað þessu alfarið með nei eða já. Það er erfitt að lesa úr stefnumál- um þessara flokka að þar séu ein- hverjir sérstakir jafnaðarmenn á ferðinni. Til að mynda er stefnt að áframhaldandi einkavæðingu undir pilsfaldi ríkisins inni í heilbrigðiskerf- inu og lagt upp með að almenning- ur borgi fyrir þjónustuna, bæði með sköttum sínum og líka með þjónustu- gjöldum. Samkvæmt nýrri hagspá ASÍ er ójöfnuður að aukast í hagsveiflunni og ekki langt frá því að ná þeim hæð- um sem hann fór í árið 2007. Miðju-hægristjórn sem virðist vera draumur Viðreisnar er sama upp- skrift af stjórnarfari og í hruninu. Þannig á að reka út Framsóknar- flokkinn en vinna með Bjartri framtíð og Sjálfstæðisflokknum sem myndi væntanlega fallast á þjóðaratkvæða- greiðslu um aðild að ESB. Kjósendur eru ekki á sama máli. Meðan Viðreisn dreymir um nýja hrunstjórn eru Píratar með forystu í íslenskum stjórnmálum. Þeir eru skil- getið afkvæmi búsahaldabyltingar- innar sem sama stjórnarfar gat af sér. Björt framtíð, Vinstri græn, Pírat- ar og Samfylking geta myndað rík- isstjórn á grunni jafnaðarstefnu, samkvæmt könnun Félagsvís- indastofnunar sem birtist í Morgun- blaðinu í gær. Stjórnarandstaða með Sjálfstæð- isflokki og Framsóknarflokki yrði þá hlutskipti Viðreisnar. Þá er flokkurinn sama sem dauður. Ef Viðreisn er alvara með því að verða afl breytinga, tekur flokkurinn í útrétta hönd stjórnarandstöðunn- ar. Miðju-hægristjórn er ekki það sem þjóðin þarf mest á að halda. Og ekki það sem meirihluti kjósenda vill. Slík stjórn mun ekki hindra áfram- haldandi ójöfnuð í samfélaginu. Þóra Kristín Ásgeirsdóttir BÚSÁHALDA- STJÓRN Í KORTUNUM Köllunarklettsvegi 1, 104 Reykjavík. Sími: 531 3300. ritstjórn@frettatiminn.is Útgefandi: Gunnar Smári Egilsson. Ritstjórar: Gunnar Smári Egilsson og Þóra Tómasdóttir. Fréttastjóri: Þóra Kristín Ásgeirsdóttir. Ritstjórnarfulltrúi: Höskuldur Daði Magnússon. Dreifing: Póstdreifing. Framkvæmdastjóri og auglýsingastjóri: Valdimar Birgisson. Fréttatíminn er gefinn út af Morgundegi ehf. og er prentaður í 83.000 eintökum í Landsprenti. Bæta þarf aðgengi að þjóðmenningu Í hljóðritasafni Seðlabankans leynast margir dýrgripir frá liðnum hrunum. SKUGGALEGAR S Ö G U R Ragnheiður hlaut Íslensku barnabóka- verðlaunin 2015 fyrir Arftakann og Bóksala- verðlaunin í flokki táningabóka INNBUNDNAR VIKA 41 www.forlagid.is | Bókabúð Forlagsins | Fiskislóð 39
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.