Fréttatíminn

Ataaseq assigiiaat ilaat

Fréttatíminn - 22.10.2016, Qupperneq 14

Fréttatíminn - 22.10.2016, Qupperneq 14
14 | FRÉTTATÍMINN | Laugardagur 22. október 2016 Krafan um breytingar er arf-leifð Búsáhaldabyltingar-innar og hún er raunveru-leg. Gömlu f lokkarnir reyndu að leggja snörur sínar fyrir mótmælendur en þeir lögðu aldrei raunverulega eyrun við kröfum fólksins. Og þeir voru samtaka um að virða að vettugi niðurstöður þjóðar- atkvæðagreiðslu um að leggja til grundvallar tillögur Stjórnlagaráðs að nýrri stjórnarskrá. Nú er komið að skuldadögum. Átta árum eftir hrunið eru nær all- ir gömlu flokkarnir klofnir í herðar niður. Sjálfstæðisflokkurinn reynir að bíta af sér Viðreisn og Íslensku Þjóðfylkinguna. Framsóknarflokk- urinn er að tærast upp af innanmeini og þar talast menn við í þurrlegum textaskilaboðum. Inngróin tánögl á Vinstri grænum er farin í sérframboð undir merkjum Alþýðufylkingarinn- ar. Samfylkingin er nánast í andaslitr- unum og niðurlæging hennar alger. Samfylkingin og Sjálfstæðisflokk- urinn voru turnarnir tveir í stjórn- málum Davíðstímans með um tvo þriðju fylgisins. Núna hafa þeir sam- anlagt um fjórðung fylgisins. Í Sjálfstæðisflokknum hafa menn bent á Davíð Oddsson og hirðina í kringum hann sem stökkti frjáls- lyndari armi flokksins á flótta. En hvert fóru jafnaðarmennirnir? Sighvatur Björgvinsson, fyrrver- andi forystumaður í Samfylkingunni, segir að Ingibjörg Sólrún Gísladóttir hafi tekið drauminn um Samfylkingu með sér í hrunstjórnina og þaðan hafi hann ekki átt afturkvæmt. Það má til sanns vegar færa. Síðan þá hafa logað eldar inni í Samfylk- ingunni. Þeir sem voru ánægðastir í því sambandi hafa lagt fæð á þá sem reyndu að fjarlægjast Sjálfstæð- isflokkinn eftir hrun. Þannig hef- ur uppgjörið við hrunið farið fram í kviku Samfylkingarinnar og skilið eftir ógróin sár. Þetta kristallaðist í árás Ingi- bjargar Sólrúnar á Oddnýju Harðar- dóttur eftir að hún varð formaður flokksins. Henni var gert ljóst að hún myndi ekki sitja á friðarstóli þar sem Ingibjörg Sólrún ætti persónulegra harma að hefna út af Landsdóms- málinu. Árni Páll hafði verið óska- barn hennar og annarra sem sátu í hrunstjórninni. Meðan hann var for- maður, var andrúmsloftið kæfandi af óþoli þeirra sem höfðu verið vinstra megin við hann í flokknum og langaði að bregða fyrir hann fæti. Það þarf öfluga særingamenn til að skapa vinnufrið innan flokks sem þannig er ástatt um. Frjálslyndir og Evrópusinnaðir Sjálfstæðismenn endurguldu tilfinn- ingar hægri krata innan Samfylk- ingarinnar og afkvæmi þeirra, Við- reisn, ber svipmót beggja foreldra sinna. Í Bjarta framtíð fór hinsvegar ungt fólk sem vildi skjótari frama inn- an Samfylkingarinnar. Það fékk sér nýja kennitölu en eftir situr Samfylk- ingin sköllótt og smáð, með syndir hægri mannanna í hrunstjórninni í fanginu og líka það sem miður fór í vinstri stjórninni eftir hrun. En hvert fóru þá jafnaðarmennirn- ir? Hinir raunverulegu jafnaðarmenn sitja með sárt ennið inni í rústum Samfylkingarinnar nema þeir sem forðuðu sér yfir til Pírata og í VG. Telur þú að stjórnarflokkarnir verðskuldi annað tækifæri? Þannig hefði spurning Pírata um kosningabandalag stjórnarandstöð- unnar allt eins getað hljómað. Björt framtíð og Viðreisn gátu ekki svarað þessu alfarið með nei eða já. Það er erfitt að lesa úr stefnumál- um þessara flokka að þar séu ein- hverjir sérstakir jafnaðarmenn á ferðinni. Til að mynda er stefnt að áframhaldandi einkavæðingu undir pilsfaldi ríkisins inni í heilbrigðiskerf- inu og lagt upp með að almenning- ur borgi fyrir þjónustuna, bæði með sköttum sínum og líka með þjónustu- gjöldum. Samkvæmt nýrri hagspá ASÍ er ójöfnuður að aukast í hagsveiflunni og ekki langt frá því að ná þeim hæð- um sem hann fór í árið 2007. Miðju-hægristjórn sem virðist vera draumur Viðreisnar er sama upp- skrift af stjórnarfari og í hruninu. Þannig á að reka út Framsóknar- flokkinn en vinna með Bjartri framtíð og Sjálfstæðisflokknum sem myndi væntanlega fallast á þjóðaratkvæða- greiðslu um aðild að ESB. Kjósendur eru ekki á sama máli. Meðan Viðreisn dreymir um nýja hrunstjórn eru Píratar með forystu í íslenskum stjórnmálum. Þeir eru skil- getið afkvæmi búsahaldabyltingar- innar sem sama stjórnarfar gat af sér. Björt framtíð, Vinstri græn, Pírat- ar og Samfylking geta myndað rík- isstjórn á grunni jafnaðarstefnu, samkvæmt könnun Félagsvís- indastofnunar sem birtist í Morgun- blaðinu í gær. Stjórnarandstaða með Sjálfstæð- isflokki og Framsóknarflokki yrði þá hlutskipti Viðreisnar. Þá er flokkurinn sama sem dauður. Ef Viðreisn er alvara með því að verða afl breytinga, tekur flokkurinn í útrétta hönd stjórnarandstöðunn- ar. Miðju-hægristjórn er ekki það sem þjóðin þarf mest á að halda. Og ekki það sem meirihluti kjósenda vill. Slík stjórn mun ekki hindra áfram- haldandi ójöfnuð í samfélaginu. Þóra Kristín Ásgeirsdóttir BÚSÁHALDA- STJÓRN Í KORTUNUM Köllunarklettsvegi 1, 104 Reykjavík. Sími: 531 3300. ritstjórn@frettatiminn.is Útgefandi: Gunnar Smári Egilsson. Ritstjórar: Gunnar Smári Egilsson og Þóra Tómasdóttir. Fréttastjóri: Þóra Kristín Ásgeirsdóttir. Ritstjórnarfulltrúi: Höskuldur Daði Magnússon. Dreifing: Póstdreifing. Framkvæmdastjóri og auglýsingastjóri: Valdimar Birgisson. Fréttatíminn er gefinn út af Morgundegi ehf. og er prentaður í 83.000 eintökum í Landsprenti. Bæta þarf aðgengi að þjóðmenningu Í hljóðritasafni Seðlabankans leynast margir dýrgripir frá liðnum hrunum. SKUGGALEGAR S Ö G U R Ragnheiður hlaut Íslensku barnabóka- verðlaunin 2015 fyrir Arftakann og Bóksala- verðlaunin í flokki táningabóka INNBUNDNAR VIKA 41 www.forlagid.is | Bókabúð Forlagsins | Fiskislóð 39

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.