Fréttatíminn - 22.10.2016, Blaðsíða 44
alla föstudaga
og laugardaga
Gakktu út
Á mánudaginn er Kvennafrídagurinn og eru konur hvattar til að ganga úr
vinnu klukkan 14.38 og sækja samstöðufund á Austurvelli.
Fór í fitusog og segir það eins og að fara
til augnlæknis
Kerry Katona undirbýr sig fyrir tónleikaferð með Atomic Kitten.
Poppsöngkonan Kerry Katona
upplýsti nýlega að hún hafi verið
að koma úr fitusogsaðgerð. Hún
heldur því fram að þess konar
aðgerð sé álíka hversdagsleg og að
fara til augnlæknis nú til dags.
Kerry, sem er 36 ára, fór jafn-
framt í aðgerð á maga og bað fylgj-
endur sína á Twitter að dæma sig
ekki af þessum sökum. Hún væri
enda fimm barna móðir.
Kerry Katona, sem varð fræg
sem söngkona í poppsveitinni At-
omic Kitten á árum áður, er aftur
gengin í sveitina og framundan er
tónleikaferð. Hún kveðst ekki geta
beðið eftir því að komast aftur í
ræktina til að undirbúa sig fyrir
tónleikaferðina.
Undirbúningur Kerry fór í fitusog
til að undirbúa sig fyrir tónleikaferð
Atomic Kitten. Myndin er tekin
fyrir aðgerðina. Mynd | Getty
Ásdís losar sig
við verslun
Athafnakonan, fyrirsætan
og þyrluflugmaðurinn Ásdís Rán
Gunnarsdóttir, eða Ísdrottningin
eins og hún kallar sig, hefur alltaf
verið þekkt fyrir að vera með
mörg járn í eldinum og er dugleg
að skapa sér tækifæri. Stundum
færist hún þó kannski of mik-
ið í fang. Nú er hún til að mynda
með netverslun til sölu, sem hún
hannaði sjálf, en hefur aldrei haft
tíma til að setja á laggirnar. Ás-
dís segir verslunina geta hentað
þeim sem eru í hönnunarbransan-
um eða hverjum þeim sem langar
að fara út í rekstur. Síðan er öll
uppsett, tilbúin með pöntunar- og
auglýsingakerfi, og þarf kaupandi
lítið annað að gera en að setja inn
vörur og vöruflokka og byrja fjör-
ið, eins og Ásdís orðar það sjálf á
facebook-síðu sinni.
Ásdís, sem búsett hefur ver-
ið í Búlgaríu síðastliðin ár, er nú
á Íslandi og hefur verið síðustu
mánuði, en hvort hún er alflutt
heim er þó ekki víst.
Keppa til úrslita í
Osló
Borg brugghús sigraði
sænska brugghúsið Stigberget í
undanúrslitaviðureign sinni í
Bryggeribråk, keppni brugghúsa
á Norðurlöndunum í pörun á mat
og bjór. Sigurinn var öruggur, 3-0.
Á mánudag keppa íslensku
bruggararnir til úrslita en þar
mæta þeir brugghúsinu Bådin frá
Bodø í Norður-Noregi. Keppnin
fer sem fyrr fram á veitingastaðn-
um Håndverkerstuene í Osló og
má búast við því að Íslendingar á
svæðinu fjölmenni á staðinn enda
kjósa gestir sigurvegarann.
Sigurvegarinn í Bryggeribråk fær
að launum bjór sem tapliðið í
úrslitaviðureigninni bruggar.
Fullkomin samsetning fyrir
heilbrigði húðar, hárs og nagla
RE-SILICA BEAUTY-GEL inniheldur
kísilsýru í hreinu, vatnskenndu gel-
formi sem og fegurðarvítamínið bíótín.
RE-SILICA BEAUTY
www.saguna.is
Fæst í næsta apóteki.
Framleiðandi
meltingargelsins
vinsæla!
Hluta af söluandvirði RE-SILICA
varanna hér á landi lætur Saguna
renna til Ljóssins.
www.ljosid.is