Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 22.10.2016, Blaðsíða 18

Fréttatíminn - 22.10.2016, Blaðsíða 18
Tótu, eða Þórunni Elísabetu Sveinsdóttur listakonu, verður seint þakkað fyrir framlag sitt til menningar og mannlífs Reykjavíkur. Þeir sem þekkja Tótu betur eru þakklátir fyrir hennar hljóðlátu leiðsögn, hversu lagin hún er að hjálpa viðkomandi að staldra við, snúa hlutum og hugmyndum upp á rönd og sjá nýja fegurð í brotn- um bolla, slitnum regnjakka eða skökku göngulagi. En síð- asta sunnudag gerði ég tilraun til þess að staðsetja Tótu í kyn- slóð og fá hana til þess að segja frá framlagi sínu og sinnar kynslóðar til borgarmála. Alda Lóa Leifsdóttir aldaloa@frettatiminn.is „Þórunn út af hverju“ Tóta hefur ekki setið auðum hönd- um undanfarið. Hún hélt þrjár einkasýningar, vann við leik- myndir fyrir Eiðinn og þáttaröð- inni Fangar um Kvennafangelsið og eignaðist sitt áttunda barna- barn og ennþá er dálítið eftir af árinu. „Ég er svo forvitinn og fékk viðurnefnið „Þórunn út af hverju“ þegar ég var barn. Þess vegna er aldrei dauð stund og verkefnun- um mínum bara fjölgar. Afsakið ég ætla að taka þetta símtal.“ Hún fer yfir nokkur atriði með leik- stjóranum að Extravaganza, sem er nýjasta verk Sölku Guðmunds- dóttur, og verður frumsýnt í lok mánaðarins, en Tóta er með bún- ingana í verkinu. Annað símtal er tekið áður en hægt er að setjast niður. Í það skiptið er það ung- ur rithöfundur sem er að flytja úr landi og Tóta lofar að kíkja við hjá höfundinum, hún þarf bara að taka einn fund út í bæ áður. Dæmigerð Tóta, hún er tengd öllum, unga listafólkinu, gömlum vinkonum upp í sveit, köttunum í götunni, engin lífvera er henni óviðkomandi, ekki heldur himin- tunglin. Aðeins alvarlegri í bragði segir hún tunglið hafa vakið sig í nótt. „Það eru merkilegir tímar í vændum, nýja tunglið boðar minni áreynslu, og meira flæði í lífi okkar ekki þetta þunga afl sem hefur ver- ið allsráðandi undanfarið.“ Mér leiddist þessi tík Tóta er fædd 1952, af kynslóðinni sem lagði trúnað við náttúruna, líf- rænan mat og meiri ást. Hún var átján ára þegar hún giftist Tomma sínum, Tómasi Jónssyni auglýsinga- teiknara, sem var þá slétt tvítugur. Tóta er af yngri kynslóð en þeirri sem leiddi áfram réttindabaráttu kvenna og andstöðu við herinn á Íslandi. Hún fæddist á Siglufirði inn í fjölskyldu sem flutti úr einum stað í annan og stakk sér niður þar sem atvinna var í boði. Í kjölfarið segist hún ekki geta sagst koma frá einum stað frekar en öðrum. Hún var 23 ára á Kvennafrídeg- inum sem var haldinn var 1975 og árið sem herstöðvarand- stæðingarnir voru formlega stofn- aðir. Hvorttveggja tímamót eftir áralanga baráttu kynslóðarinnar á undan Tótu. Í Bandaríkjunum hafði líka slaknað á réttindabaráttu kvenna og svartra í Bandaríkjunum og Víetnamstríðinu var lokið og fólki fannst því hafa orðið ágengt. „Ég hef aldrei verið mikið fyrir pólitík“ seg- ir Tóta, „það var eldra fólk en ég sem stóð í því. Mér leiddist þetta, ég skildi ekki þessa tík. Það er kannski hægt að segja að það hafi verið póli- tík að heyja baráttu gegn því að gömlu húsin yrðu jöfnuð við jörðu og berjast fyrir menningararfnum og virðingu fyrir því fólki sem hafði smíðað og lagt mikla vinnu í að koma okkur úr torfkofunum.“ Ég fæddist hippi „Ég er fæddur hippi,“ segir Tóta, „músíkin og tískan, þetta var allt í kringum mig þegar ég var að al- ast upp.“ Tóta og Tommi fluttu til Bretlands árið 1972, hann í nám og Tóta drakk í sig menninguna og umhverfið, listina og söfnin og á kvöldin hékk hún á öxlinni á honum og drakk í sig allt sem hann hafði lært um daginn í skólanum. Á þessum tíma eignaðist hún elstu börnin sín, þau Jonna og Rut. „Tíminn í Englandi var svo merkilegur, við skynjuðum að heimurinn var að minnka og breyt- ast, meiri samgangur á milli Bret- lands og Bandaríkjanna hvað varð- ar menningarstrauma og músik. Við fórum á markaði og keypt- um grænmeti í matinn og próf- uðum okkur áfram í eldhúsinu. En við kynntumst líka pönkinu,“ sem Tóta vill meina að hafi kom- ið í beinu framhaldi af hippunum. Vivienne Westwood, tískufrömuð- ur pönksins, var orðin áberandi og hennar áhrif. Ég man eftir stúlku sem bjó í sama húsi og við sem var í hönnunarskólanum. Stúlkan saumaði jakkaföt þar sem önnur ermin var stutt og hin löng og hún var felld í skólanum. En það gerði ekkert til hún átti eftir að spjara sig.“ Ég hefði ekki viljað lifa á öðrum tímum, ekki fæðast ári fyrr né síð- ar. Þegar ég var í London drakk ég mig listina, David Hokney var á há- tindi sínum þá. Ég er þakklát fyrir það að hafa fengið að upplifa þessa tíma þegar öll listformin runnu saman og allt er gerlegt. Úrvalið í Reykjavík Þegar Tóta og Tommi komu heim 1977 þá héldu þau áfram að fylgjast með straumum utan úr heim. „Það kom til dæmis sending af plötum til landsins reglulega og svo fylgd ist ég með því sem var að gerast í listaheiminum í gegnum Mynd- lista- og handíðaskólann þar sem ég fór í mitt listnám stuttu síðar í Nýlistadeildinni. Matarúrvalið var að breytast og Tóta telur upp það sem var í boði: „Það voru krakkar sem stofnuðu Kornmarkaðinn þar sem hægt var að kaupa baunir og hrísgrjón. Örn í Heilsuhúsinu seldi okkur Gingseng og krydd í lausu. Við Tommi keyrð- um austur fyrir fjall að ná okkur í gulrætur og í Bjarnafirði var fólk að rækta lífrænt grænmeti.“ Hippinn, pönkið og Kolaportið Tóta er af hippakynslóðinni sem lagði trúnað sinn á náttúruna, lífrænan mat og ástina. Mynd | Alda Lóa „Ég hef aldrei verið mikið fyrir pólitík,“ segir Tóta, „það var eldra fólk en ég sem stóð í því. Mér leiddist þetta, ég skildi ekki þessa tík.“ 18 | FRÉTTATÍMINN | Laugardagur 22. október 2016
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.