Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 22.10.2016, Blaðsíða 36

Fréttatíminn - 22.10.2016, Blaðsíða 36
…viðtal 4 | amk… LAUGARDAGUR 22. OKTÓBER 2016 Þær spyrja gjarnan hvort ég hafi „photoshopp- að“ þær í ræmur en ég nota photoshop í litlum mæli. Ég nota aðallega birtuna og umhverfið. Ef kona er með bólu þá tek ég hana í burtu en ég er ekki að breyta konunum. Mér finnst svo mikilvægt að þær sjái hvað þær eru glæsilegar. Köllunarklettsvegi 1, 104 Reykjavík • Sími: 531 3300 • ritstjorn@amk.is Útgefandi: Gunnar Smári Egilsson. Blaðamenn: Katrín Bessadóttir, katrin@amk.is; Kidda Svarfdal, kidda@amk.is og Sólrún Lilja Ragnarsdóttir, solrunlilja@amk.is. Framkvæmdastjóri og auglýsingastjóri: Valdimar Birgisson. amk… er gefið út af Morgundegi ehf. og er prentað í 83.000 eintökum í Landsprenti. Sólrún Lilja Ragnarsdóttir solrunlilja@amk.is Hildur Heimisdóttir ljósmyndari og fjöl-skylda hennar fluttu til Frakklands fyrir rúmum þremur árum þegar maðurinn hennar var settur í verkefni þar vegna vinnu sinnar. Hildur var þá nýútskrifuð úr Há- skóla Íslands sem þroskaþjálfi og lýðheilsufræðingur, með diplóma í kynfræði. Í ljósi þess að hún var ekki frönskumælandi sá hún ekki fyrir sér að fá vinnu í sínu fagi í Frakklandi. Hún ákvað því að gera það sem hana hafði alltaf dreymt um að gera. „Ég fór að læra ljósmyndun og var farin að vinna við það áður en ég kláraði námið. Ég var þá að taka venjulegar fjölskyldumyndir, portrettmyndir og í allskonar verk- efnum. Það vatt fljótt upp á sig, allt í einu var orðið brjálað að gera hjá mér og ég vissi ekki hvaðan á mig stóð veðrið,“ segir Hildur um það hvernig ljósmyndaraferill hennar hófst, þar sem við sitjum í stofunni heima hjá henni í Hafnarfirðinum, en fjölskyldan er nýflutt aftur heim frá Frakklandi og er rétt búin að koma sér fyrir. Talaði niður til sjálfrar sín Þegar Hildur var í lýðheilsu- fræðinni stúderaði hún sjálfstraust unglinga mikið og hefur sjálfs- traust í raun alltaf verið henni mjög hugleikið – hvernig konur virðast oft skorta sjálfstraust, sér- staklega þegar kemur að útlitinu. Í Frakklandi ákvað hún taka vanga- veltur sínar á annað stig og vatt sér í ljósmyndaverkefni með það að markmiði að efla sjálfstraust kvenna. Í upphafi var verkefnið smátt í sniðum en áður en Hildur vissi af hafði það tekið yfir allt ann- að sem hún var að gera. „Ég þoldi ekki hvernig ég sjálf talaði niður til mín og ég vildi reyna að koma í veg fyrir að ung- lingsdóttir gerði slíkt hið sama. að þær hjálpuðu hver annarri. Einhver hrósaði brjóstum á einni á meðan önnur hrósaði húðinni. Þetta var mjög skemmtilegt og til- finningaþrungið verkefni,“ segir Hildur sem fann strax að hún vildi gera eitthvað meira úr þessu. Hún ákvað því að ganga skrefi lengra og fá þrjár vinkonur til að sitja fyrir hjá sér, frekar fáklæddar. „Ég vildi fá þær til að fagna sínum eigin lík- ama. Þær komu til mín skjálfandi á beinunum og vissu ekkert hvað þær voru að gera. Sjálf vissi ég í raun ekkert hvað ég var að gera. Þetta var alveg nýtt fyrir okkur öll- um. En þetta var svo gaman að ég hugsaði með mér ef ég gæti feng- ið gera eitthvað eitt, þá væri það þetta,“ segir Hildur og hlær. Þarna var hún búin að leggja grunninn að sérhæfingu sinni í boudoir ljósmyndun. Gráta yfir myndunum Vinkonurnar voru allar mjög ánægðar með myndirnar af sér og orðið var fljótt að berast. Fyrr en varði var Hildur farin að fá fyrir- spurnir um slíkar myndatökur og ekki leið á löngu þar til boudoir ljósmyndun var orðið hennar aðalstarf. „Konur gráta oft þegar þær sjá myndamöppuna og trúa því ekki að þetta séu þær. Þær spyrja gjarn- an hvort ég hafi „photoshoppað“ þær í ræmur en ég nota photos- Tekur myndir af konum fáklæddum til að auka sjálfstraust þeirra Spáir í sjálfstraust Hugmyndin að boudoir tökunum spratt út frá vangaveltum Hildar um skort á sjálfstrausti kvenna. Mynd | Rut Hildur sérhæfir sig í svokölluðum boudoir myndatökum og hafði skapað sér gott nafn í París þegar hún flutti aftur heim í haust. Hún er sannfærð um að markaður sé fyrir slíkar tökur á Íslandi, enda eigi allir skilið að sjá sig í fallegu ljósi. Hildur finnur oft hvernig sjálfs traust kvenna eykst á meðan hún er að mynda þær. hop í litlum mæli. Ég nota aðallega birtuna og umhverfið. Ef kona er með bólu þá tek ég hana í burtu en ég er ekki að breyta konunum. Mér finnst svo mikilvægt að þær sjái hvað þær eru glæsilegar.“ Sér þær styrkjast Hildur segir konur af öllum stærðum og gerðum koma til sín í myndatöku og eru myndirnar oft ætlaðar í gjafir handa eiginmönn- um þeirra eða kærustum. „Þetta er annars bara fyrir venjulegar kon- ur. Mér finnst allar konur eigi skilið að fara í svona myndatöku. Og ekki bara konur, heldur allir. Mér finnst að allir eigi skilið að sjá sig í þessu ljósi,“ segir Hildur og brosir. Ég man nákvæmlega eftir mómentinu þegar ég fékk hugmyndina að verkefninu. Ég sat í bílnum fyrir utan skólann hjá krökkunum, mér varð litið í bak- sýnisspegilinn og sá bara hálsinn á mér, ekki andlitið. Þá hugsaði ég með mér: „Ég er bara með ágætan háls og bringan er líka fín. Ég fékk þarna hugmynd að taka myndir af konum þar sem þær benda á þá líkamsparta sem þær elska á sjálfri sér. Fá þær til að hugsa um allt það jákvæða í stað þess að þær einblíni á staðina sem þær hata.“ Myndaði fáklæddar vinkonur Hildur fékk 12 konur sem hún þekkti, á aldrinum 35 ára til 55 ára, til að taka þátt í verkefninu. „Ég fékk þær til að hitta mig í stúdíóinu mínu og sagði þeim að þær yrðu allar að finna þrjá líkamsparta sem þær væru sáttar við. Svo tæki ég myndir af þeim. Sumar voru með þetta á hreinu, enda búnar að fá smá tíma til að íhuga þetta, á meðan aðrar vissu ekki hvað þær áttu að segja. Þær gátu ekki bent á eitthvað eitt, og þær meintu það. Þær virkilega gátu það ekki. Þær voru ekki að leita eftir því að ég segði þeim það. En það fór svo
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.