Fréttatíminn - 22.10.2016, Blaðsíða 2
2 | FRÉTTATÍMINN | Laugardagur 22. október 2016
Launamál Eggert Skúli Jóhannes-
son og Gunnar Bender, stofnend-
ur Hjálparsamtaka bágstaddra
barna, voru grunaðir um að
reyna að svíkja fé út úr Ábyrgða-
sjóði launa. Gunnar Bender
krafðist þess að sjóðurinn borg-
aði sér peninga vegna þess að
Eggert skuldaði honum margra
mánaða laun. Bæði skiptastjóri
í þrotabúi Eggerts og Ábyrgða-
sjóðurinn hafa nú hafnað kröfu
Gunnars.
Fréttatíminn fjallaði um peningasöfn-
un Hjálparsamtaka bágstaddra barna
fyrir nokkru og sagði frá því að nær
ómögulegt hefði verið að rekja hverj-
ir stæðu að baki söfnuninni. Hvergi
komu nöfn ábyrgðarmanna samtak-
anna fram en söfnunin átti að vera í
þágu fátækra barna.
Í ljós kom að Eggert Skúli og Gunn-
ar Bender voru forsprakkar samtak-
anna, en slóðin til þeirra var vel falin.
Samstarf þeirra í hjálparstarfinu var
athyglisvert því nokkru áður hafði
Gunnar krafist þess að Ábyrgðasjóð-
ur launa greiddi honum laun sem
Eggert skuldaði honum. Eggert varð
gjaldþrota í fyrra. Þegar launakröf-
ur bárust í þrotabúið frá Gunnari,
vöknuðu grunsemdir um að eitthvað
óeðlilegt væri á seyði. Gunnar full-
yrti að hann hefði unnið fyrir Eggert
í langan tíma án þess að fá greitt fyrir.
Gunnar krafðist þess að ábyrgðasjóð-
urinn greiddi honum peningana sem
Eggert skuldaði honum. Skiptastjóri
í þrotabúi Eggerts sagði að farið yrði
gaumgæfilega ofan í saumana á kröf-
unum. Haldinn var sérstakur fund-
Ábyrgðasjóður launa hefur hafnað launakröfum Gunnars Bender (til vinstri)
vegna vangoldinna launa frá Eggert Skúli Jóhannessyni (til hægri). Mennirnir
voru grunaðir um að reyna, með kröfunum, að svíkja fé úr sjóðnum.
Læknisfræði Ríkissjónvarpið
getur sýnt mynd sænska ríkis-
sjónvarpsins um plastbarka-
málið og ítalska skurðlækninn
Paulo Macchiarini. Málið teygir
sig til Íslands og er nú rannsak-
að hér á landi. Sýning myndar-
innar hér á landi hefur hingað
til strandað á réttindamálum.
Ríkissjónvarpið getur nú loksins
sýnt heimildarmynd sænska ríkis-
sjónvarpsins um plastbarkamálið
svokallaða þar sem búið er að leysa
úr réttindamálum sem hingað til
hafa komið í veg fyrir að stöðin geti
sýnt myndina. Þetta kemur fram í
svari Skarphéðins Guðmundsson-
ar, dagskrárstjóra RÚV. Skarphéð-
inn segir að RÚV íhugi nú hvort
það eigi að sýna umrædda sænska
heimildarmynd um plastbarkamál-
ið eða aðra heimildarmynd sem
einnig fjallar um málið.
Sænska myndin var gerð af starfs-
manni sænska ríkissjónvarpsins,
Bosse Lindqvist, og má segja að hún
hafi orðið til þess að plastbarkamál-
ið varð að stóru hneykslismáli sem
teygir sig frá Svíþjóð til Íslands,
Bandaríkjanna, Tyrklands og Rúss-
lands, meðal annars. Eins og áður
hefur komið fram í máli Skarp-
héðins í fjölmiðlum gat RÚV ekki
sýnt myndina fyrr á árinu vegna
réttindamála. Breska ríkissjón-
varpið BBC var fyrsta landið til að
tryggja sér sýningarrétt á myndinni
og verður fyrsti hluti hennar sýnd-
ur í Bretlandi þann 25 október.
Ísland spilar mikilvæga rullu í
plastbarkamálinu sem snýst um
aðgerðir sem ítalski skurðlækn-
irinn Paulo Macchiarini gerði í
Stokkhólmi á árunum 2011 og 2012.
Fyrsti sjúklingurinn sem Macchi-
arini græddi plastbarka í var Erít-
reumaðurinn Andemariam Beyene
sem var búsettur á Íslandi en hann
dó tveimur og hálfu ári eftir að-
gerðina vegna þess að plastbarkinn
virkaði aldrei sem skyldi. Margar
af helstu reglum læknisfræðinnar
voru brotnar í málinu og var ekki
búið að reyna aðgerðarformið á
dýrum áður en það var prófað á
Andemariam.
Háskóli Íslands og Landspít-
ali rannsaka nú meðferð Andem-
ariams á Íslandi en læknir hans var
Tómas Guðbjartsson. | ifv
RÚV getur loksins sýnt mynd um plastbarkamálið
Ríkissjónvarpið getur loksins sýnt
myndina um plastbarkamálið og
Paulo Macchiarini þar sem Ísland og
Landspítalinn spila stóra rullu.
Hluthafar
Skinneyjar fengu
600 milljóna arð
Sjávarútvegur Útgerðarfélag-
ið á Höfn í Hornafirði skilaði
1600 milljóna króna hagnaði í
fyrra. Arðurinn var rúmum 150
milljónum krónum hærri en
veiðigjöld félagsins.
Hluthafar útgerðarfélagsins Skinn-
eyjar-Þinganess fengu greiddar 600
milljónir króna í arð út úr fyrirtæk-
inu í fyrra. Þetta kemur fram í árs-
reikningi útgerðarinnar sem nýlega
var skilað til ársreikningaskrár.
Arðgreiðslur til hluthafa nema því
1200 milljónum króna síðastliðin
tvö ár. Fyrirtækið er að stærstu
leyti í eigu fjölskyldu Halldórs Ás-
grímssonar heitins, fyrrverandi for-
manns Framsóknarflokksins.
Tekjur útgerðarinnar námu 9.6
milljörðum króna og hagnaður fé-
lagsins nam rúmlega 1600 milljón-
um króna í fyrra. Þá hækkaði eig-
ið fé útgerðarinnar, eignir mínus
skuldir, úr rúmum 11 milljörðum
króna og upp í rúmlega 12 milljarða
króna. Þannig má segja að ávinn-
ingur hluthafa Skinneyjar á rekstri
fyrirtækisins hafi numið 1.6 millj-
örðum króna í fyrra.
Skinney-Þinganes er sjöunda
stærsta útgerð landsins, miðað við
kvótastöðu, og borgaði félagið 448
milljónir króna í veiðigjöld í fyrra.
Arðgreiðslan út úr fyrirtækinu var
því rúmlega 150 milljónum króna
hærri en veiðigjöldin sem fyrir-
tækið greiddi. Þegar horft er arð-
greiðslu og hækkun eiginfjár var sú
upphæð rúmum milljarði hærri en
veiðigjöld fyrirtækisins. | ifv
Kröfum Gunnars Bender hafnað
Ríkisstjórnir:
Samkvæmt niðurstöðum skoðanakönnunar
Félagsvísindastofnunar:
Hægri stjórn:
Sjálfstæðisflokkur, Framsókn, Viðreisn:
26 þingmenn
Hægri miðjustjórn:
Sjálfstæðisflokkur, Framsókn, Viðreisn,
Björt framtíð:
30 þingmenn
Sjálfstæðisflokkur, Framsókn, Viðreisn,
Björt framtíð, Samfylking:
34 þingmenn
Miðjustjórn:
Píratar, Samfylking, Björt framtíð, Viðreisn
30 þingmenn
Yfir miðjuna:
Sjálfstæðisflokkur, Framsókn, VG
33 þingmenn
Vinstri miðjustjórn:
VG, Píratar, Samfylking, Björt framtíð
37 þingmenn
Vinstri stjórn:
VG, Samfylking
17 þingmenn
Kemur til greina að gefa
eftir forsætisráðherrann
Stjórnmál Píratar stefna að því
að tilkynna á fimmtudaginn
hver fer með stjórnarmynd-
unarumboð fyrir hönd Pírata.
Auk Birgittu Jónsdóttir koma
Smári McCarthy til greina og
Einar Brynjólfsson. Flokkurinn
er stærstur, samkvæmt könnun
Félagsvísindastofnunar viku
fyrir kosningar.
Þóra Kristín Ásgeirsdóttir
tka@frettatiminn.is
Smári MaCarthy, oddviti Pírata í
Suðurkjördæmi segir að hugsanlegt
sé að spurningunni um hver verður
forsætisráðherra, verði svarað fyrir
þennan tíma. Til dæmis um helgina
í viðræðum Pírata við stjórnarand-
stöðuflokkana en þeir hittast á
Litlu Lækjarbrekku á sunnudag til
að ræða samstarf eftir kosningar.
Smári segir að Píratar muni láta
málefnin ráða og það komi vel til
greina að gefa forsætisráðuneytið
eftir ef það muni tryggja framgang
málefnanna.
Hann neitar því ekki að
þar komi Katrín Jakobs-
dóttir, formaður Vinstri
grænna, helst til greina,
bæði vegna sterkrar stöðu
VG og mikilla persónu-
legra vinsælda hennar
langt út fyrir raðir eig-
in flokksmanna. Smári
útilokaði ekki að niður-
staða viðræðna helgar-
innar gæti því orðið sú að Píratar
þyrftu ekki að tilnefna forsætisráð-
herraefni sitt. Katrín Jakobsdóttir
segir að ekki sé farið að ræða verka-
skiptingu innan slíkrar stjórnar.
„Ég ímynda mér að slíkt komi ekki
til umræðu fyrr en að loknum kosn-
ingum.“
„Ég hef fulla trú á því að það
verði vinstri stjórn. Ég tel það kost
að það séu f leiri en tveir f lokk-
ar við borðið og við náum breiðri
samstöðu um málin. Við erum
auðvitað mjög ánægð með niður-
stöður könnunarinnar. Við höfum
alltaf verið mjög afdráttarlaus um
að stjórnarandstaðan ætti að sam-
mælast um að mynda ríkisstjórn að
loknum kosningum.“
Birgitta Jónsdóttir, oddviti Pírata
í Reykjavík norður, segist mjög glöð
yfir niðurstöðum könnunarinnar
og því trausti sem þeim sé sýnt.
Staðan í raunheimum sé hinsvegar
önnur, þar sé flokkurinn með fimm
prósenta fylgi. Verði niðurstöður
kosninga á pari við niðurstöður
Félagsvísindastofnunar sé það
hinsvegar stórsigur. Hún seg-
ist bjartsýn á að það verði
hægt að mynda ríkisstjórn
hratt og vel eftir kosn-
ingar ef skýrar línur
liggi fyrir. Flokk-
arnir séu sam-
mála um að
setja nýja
stjórnar-
sk rá á
oddinn,
það verð-
ir lagað til í
ur í Ábyrgðasjóði launa til að skoða
kröfurnar. Grunsemdir höfðu kvikn-
að um að mennirnir væru í slagtogi
að reyna að svíkja fé út úr sjóðnum.
Kallaði sjóðurinn því eftir frekari
gögnum um málið. Samkvæmt upp-
lýsingum frá sjóðnum voru gögnin
ófullnægjandi. Bæði skiptastjóri í
þrotabúi Eggerts og ábyrgðasjóður-
inn ákváðu í kjölfarið að hafna launa-
kröfum Gunnars Bender. | þt
heilbrigðiskerfinu og sjávarútvegs-
málunum en eftir sé að semja um
nákvæmari útfærslu á landbúnað-
arkerfi og sjávarútvegskerfi. Birgitta
segir ekki tímabært að ræða ráð-
herrastóla. Píratar vilji þó vænt-
anlega ekki að ráðherrar sitji á
þingi og þeir sem sitji í ríkis-
stjórn fyrir flokkinn séu þá
ekki á þingi á meðan. Þá
verði jafnvel kallaðir fagráð-
herrar í einstök ráðuneyti.
Sú krafa verði þó ekki gerð
til annarra flokka.“
Birgitta segir líklegt að
ráðherrar Pírata sitji
ekki á þingi og jafnvel
verði kallaðir til fagráð-
herrar utan úr bæ.
Katrín Jakobsdóttir segist
hafa fulla trú á vinstri
stjórn eftir kosningar.
Landbúnaður
Ekki boðið í samráðshópinn
„Ákvörðun Gunnars Braga kemur okkur ekki mikið á óvart miðað við
afstöðu ráðherrans sem hefur fundist gagnrýni okkar og rökstuðning-
ur um frjálsræði í landbúnaði óþægileg,“ segir Ólafur Þ. Stephensen,
framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda, en félagið á ekki sæti í sam-
ráðshópi um endurskoðun búvörusamninga. Gunnar Bragi Sveinsson,
landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra, sem skipar samráðshópinn sem
samanstendur af Alþýðusambandi Íslands, BSRB, Bændasamtökum
Íslands, Neytendasamtökunum, Samtökum afurðastöðva og Samtökum
atvinnulífsins.
Skeifunni 8 • 108 Reykjavík • Sími: 517 6460 • www.belladonna.is
Verslunin Belladonna
Nýjar vörur í hverri viku