Fréttatíminn - 22.10.2016, Blaðsíða 34
Sólrún Lilja Ragnarsdóttir
solrunlilja@amk.is
Ég er mjög mikið jóla-barn og hef alltaf haldið mikið upp á jólin,“ segir Árný Margrét Agnars-dóttir sem er löngu farin
að huga að jólunum þó enn séu
tveir mánuðir til stefnu. Í vikunni
birti hún færslu í hópnum Skreyt-
um hús á facebook, þar sem fólk
skiptist á hugmyndum um allt sem
tengist heimilinu, og spurði hvor
fleiri en hún væru búnir að ákveða
þema fyrir jólin. Sjálf sagðist hún
loksins vera búin að ákveða sig.
Færslan fékk góðar undirtektir
og margir deildu hugmyndum að
jólaþema, þannig Árný er greini-
lega ekki sú eina sem byrjuð er að
spá í jólin. En það verður ekki af
henni tekið að hún er tímanlega í
þessu.
Róandi að hafa stílhreint
„Ég byrja yfirleitt að spá í þetta í
september, jafnvel fyrr. Ég valdi
jarðtónaliti núna. Mér finnst vanta
meira af þeim inn á heimilið, því
það er svo mikið svart og hvítt hjá
okkur. Mér finnst passa svo vel
að hafa jarðliti við svarta og hvíta
hönnun.“
Árný kýs frekar að hafa
skreytingarnar stílhreinar og
ekki of marga liti. „Ég verð alveg
ómöguleg í rýmum þar sem eru
of margir litir og of margir stílar
saman, mér finnst svo róandi að
hafa allt stílhreint.“
Litríkt minnir á æskuna
Hún byrjaði að hafa ákveðið þema
í jólaskreytingum hjá sér fyrir
þremur árum. Árið 2014 var hún
með hvítt og rautt þema en í fyrra
var það litríkt. „Mér finnst það al-
veg fallegt. Það minnir mig á æsk-
una, en mér finnst það samt ekki
passa við mig. Ég er mjög hrifin
af þessum Ikea stíl og finnst alveg
æðislegt að fara í Ikea fyrir jólin.
Þau eru með mikið af jarðlitum,
hvítu og rauðu. Það hefð hjá mér
að fara fyrir hver jól og kaupa eitt-
hvað smá skraut.“
Kærastinn heldur aftur af
henni
Árný er í raun það mikið jólabarn
að helst vildi hún vera búin að
skreyta. „Mig langar að skreyta
í október en kærastinn segir að
eigi að byrja í nóvember. Hann vill
reyndar að ég geri þetta í desem-
ber, en við komumst að samkomu-
lagi um að ég skreyti um miðjan
nóvember,“ segir hún og hlær. „Ef
það væri ekki fyrir hann þá væri
Stílhreint Árný verður alveg ómöguleg í rýmum þar sem of mörgum litum og stílum er
blandað saman.
Kim fer í hart vegna skrifa
um Parísarránið
Kim Kardashian hefur hótað skríbent á
Huffington Post lögsókn eftir að hún lét að
því liggja að ránið sem Kim varð fyrir í París
á dögunum væri uppspuni. Skrif Shariku
Soal voru fjarlægð af Huffington Post
þegar yfirmenn þar á bæ komust að því
að þau brytu í bága við skilmála síð-
unnar. TMZ greinir frá því að Sharika
Soal telji sig ekki geta birt afsökun á
skrifum sínum þar sem aðgangi henn-
ar að síðunni hafi verið lokað.
Hilary eyðir og eyðir
Hilary Duff flutti nýlega frá Los
Angeles til New York og segir hún
að neysluvenjur sínar hafi breyst
mikið við það. „Ég verslaði bara
á netinu því ég nennti ekki versla
í búðum. Mér fannst betra að fá
vörurnar sendar heim eins og það
væru komin jól. En eftir að ég varð
New York-búi fór ég að eyða miklu
meiri peningum,“ segir hún.
Jólin eiga að
vera allan veturinn
Árný er mikið jólabarn og hana klæjar í fingurna að byrja að skreyta.
Hún er búin að velja sér þema fyrir þessi jól.
ég búin að skreyta, honum finnst
það skemma fyrir að skreyta of
snemma, en ég er auðvitað ekki
sammála því,“ segir hún kímin.
„Mér finnst jólin eiginlega bara
eiga að vera allur veturinn, ekki
bara ein helgi eða vika í desember.
Þetta er bara vetrarhátíð.“
Skoðar skreytingar hjá öðrum
Sem mikið jólabarn þá held-
ur Árný í nokkrar fastar hefðir í
kringum jólin. Ein þeirra er að
keyra um með móður sinni og
skoða jólaskreytingar hjá öðrum.
Það hafa þær gert saman síðan
hún var barn. „Svo í fyrra þá gaf
mamma mér stjörnuna sem ég
ólst upp við að hafa á jólatrénu hjá
okkur. Hún er reyndar mjög litrík
og „eighties-leg“ en ég er að spá
í að taka ljósin úr henni og setja
glæra seríu í staðinn.“
Hluti af haustinu
www.n1.is facebook.com/enneinn
Haustið er tíminn
til að hoppa í polla
Dunlop
Blizzard
barnastígvél
Þessi vinsælu
stígvél fást nú á N1
í bleiku og bláu.
Endingargóð, sterk
og loðfóðruð fyrir
íslenska veðráttu.
Stærðir: 24-35
Verð: 6.700 kr.
Fást í eftirtöldum N1 verslunum
Reykjavík • Blönduós • Akureyri • Húsavík • Reyðarfirði
Höfn • Grindavík • Ólafsvík • Patreksfjörður • Vestmannaeyjar
Ekki hress Það er ekki hressleikanum
fyrir að fara hjá Bieber þessa dagana.
Það virðist vera eitthvað stuttur
þráðurinn í tónlistarmanninum
og Íslandsvininum Justin Bieber
þessa dagana, en hann hefur
tvisvar á skömmum tíma látið
áhorfendur á tónleikum sínum
heyra það vegna hávaða. Fyrra
atvikið átti sér stað á tónleikum
í Birmingham í byrjun vikunnar
þegar Bieber reyndi að segja frá
því að honum þætti erfitt að vera
fjarri vinum og ættingjum þegar
hann væri á tónleikaferðalagi, en
það heyrðist ekkert í honum fyrir
æstum tónleikagestum. Sagðist
hann þá vissulega kunna að meta
áhugann sem gestirnir sýndu sér
en hann vildi frekar að þeir sýndu
það að annan hátt, honum þættu
þessi öskur ógeðsleg.
Það er greinilega eitthvað að
plaga stjörnuna sem veldur því að
hann er geðstirður með eindæm-
um, því tónleikagestum í Manche-
ster var líka lesinn reiðipistill síðar
í vikunni. Hann ætlaði að segja frá
merkingunni á bak við nafnið á
tónleikaferðalaginu – Purpose – en
það var sama sagan, ekki heyrðist
stakt orð frá honum vegna hávaða
í salnum. „Ég hélt ég gæti fengið
smá tíma til að tala við ykkur og
myndi vilja að þið hættuð þessu
kjaftæði. Ég er að reyna að eiga
innilega stund með ykkur en ef
við viljið það ekki, þá spila ég bara
tónlist,“ sagði hann frekar reiði-
lega við fullan salinn, og snéri sér í
kjölfarið að tónlistinni.
Geðstirður Bieber skammar áhorfendur aftur
Eitthvað virðist vera að plaga Íslandsvininn þessa dagana.
…fólk 2 | amk… LAUGARDAGUR 22. OKTÓBER 2016
Ég byrja yfir-
leitt að spá í
þetta í september,
jafnvel fyrr. Ég valdi
jarðtónaliti núna.
Mér finnst vanta
meira af þeim inn á
heimilið, því það er
svo mikið svart og
hvítt hjá okkur. Mér
finnst passa svo
vel að hafa jarðliti
við svarta og hvíta
hönnun.