Fréttatíminn - 22.10.2016, Blaðsíða 52
LAUGARDAGUR 22. OKTÓBER 20168 MATARTÍMINN
Hollt og gott í hádeginu
Notalegt umhverfi og bragðgóðar kræsingar fyrir alla.
Unnið í samstarfi við Spíruna
Spíran í Garðheimum er lítið og notalegt veitingahús sem er opið í hádeginu á virkum dögum. „Við stílum
inn á að vera með þrjá einfalda
rétti hvern dag; einn vegan eða
grænmetisrétt, einn kjötrétt og
einn fiskrétt,“ segir Rúnar Gísla-
son.
Reynt er að hafa mismunandi
rétti milli daga og fjölbreytnina
í fyrirrúmi. „Á föstudögum för-
um við aðeins út fyrir rammann
en þá bjóðum við upp á heilgrill-
aða nautamjöðm sem við eldum
í sólarhring og erum með berna-
ise með og allan pakkann. Þetta
ætluðum við bara að prófa fyrst
en hefur vakið svo mikla lukku að
föstudagarnir eru orðnir vinsæl-
ustu dagarnir hjá okkur,“ segir
Rúnar.
Kokkarnir á Spírunni gera allt
frá grunni og velja hráefnið af
kostgæfni. „Við bökum brauðið
sjálf og súpan er matarmikil og
hveitilaus. Þemað er að bjóða upp
á hollt hráefni og bragðgott.“
Nýlega hóf Spíran þjónustu við
fyrirtæki og sendir mat til fyr-
irtækja og hefur sú þjónusta
reynst afar vel. Einnig getur
Spíran tekið á móti fyrirtækjum
og öðrum hópum á staðinn enda
plássið lúmskt mikið. „Það er
pláss fyrir rúmlega 60 manns í
sæti, staðurinn leynir á sér þó að
hann virki lítill.“
Spíran opnar klukkan 11 og þá er
hægt að panta Spírulokuna sem
er með kjúklingi, lárperu og dökku
brauði eða vefjuna sem allir falla
fyrir; með döðlumauki, kjúklingi
og grænmeti. Heiti maturinn er
síðan borinn fram klukkan 11.30.
„Svo erum við alltaf með þrjú
salöt sem fylgja með heitu rétt-
unum. Við reynum að vera alltaf
með eitt grænt salat og rótarsalat
og erum með mismunandi útgáfur
milli daga. Þetta eru verulega góð,
holl og bragðmikil salöt.“
Alltaf er gott að fá sér sætan
bita eftir matinn eða í kaffinu og
það er nóg úrval af slíkum bitum á
Spírunni. Hafrakökur, döðlukrútt,
hnetustykki og möffins – sörur
og súkkulaðibrownie. „Þegar líður
á vikuna hendum við svo alltaf í
marengs sem rennur ljúflega nið-
ur,“ segir Rúnar og bætir því við
að sjálfsögðu sé hægt að fá góð-
an kaffisopa með.
Nánari upplýsingar og
matseðla má finna á
www.spiran.is og Spíran
er líka á Facebook.
Þór Erlingsson Yfirkokkur á Spírunni. Mynd | Hari