Fréttatíminn - 12.11.2016, Síða 22
22 | FRÉTTATÍMINN | Laugardagur 12. nóvember 2016
Það er verst að skáldin skuli yfirgefa okk-ur einmitt þegar við þurfum mest á þeim að halda. En það er jú eðli skálda að vera
áfram með okkur, jafnvel þó þau
séu farin. Leonard Cohen tékkaði
sig út úr heimi sem ekki er lengur
hægt að skilja nema sem metafór
fyrir eitthvað allt annað. Cohen er
nú staddur á efstu hæð á sönglaga-
turninum mikla á himnum og við
fáum aldrei að vita hvað hann hefði
sagt um veröld Donalds Trump. Og
þó má einmitt vera að hann hafi
varað okkur við.
Leonard Cohen fæddist þann
21. september 1934 í borginni
Montreal í Kanada. Þar ólst hann
upp í hverfinu Westmount, sem
er enskumælandi eyja í hinu
frönskumælandi Québéc héraði,
sem aftur er frönskumælandi eyja
í hinu mikla enskumælandi úthafi
sem er Norður-Ameríka.
Þrátt fyrir að vera af gyðinga-
ættum leit faðir hans, sem barðist
í fyrri heimsstyrjöld, svo á að hann
væri viktoríanskur séntilmaður
og gaf syni sínum ljóðabækur eft-
ir helstu skáld Englendinga, eins
og Wordsworth og Byron. Cohen
las enskar bókmenntir við McGill
háskóla í heimaborginni og gaf út
ljóðabók í klassískum stíl, en fyr-
ir sunnan heilluðu Bandaríkin þar
sem allt var að gerast.
Cohen fór í framhaldsnám til
New York og kynntist þar bítskáld-
um á borð við Kerouac og Gins-
berg, sem fannst hann hlægilega
gamaldags. Kanadamaðurinn hélt
aftur heim og gaf út fleiri ljóða-
bækur og skáldsögur, en frum-
legri, sem unnu til verðlauna. Í
bókinni Flowers For Hitler talar
hann mann sem er enskur í útliti
en hafði amerískan metnað. Sjálfur
hafði Cohen snert af slíkum og eft-
ir að hafa heyrt í Dylan hélt hann
aftur til New York, en í þetta sinn
til að gerast söngvaskáld.
Með hippum og í hernum
Hann kom fram í fyrsta sinn á mót-
mælatónleikum gegn Víetnam-
Leonard
Cohen og
Ameríka
Skáldið mikla er farið. En hvað hefði það
sagt um heiminn sem það skilur eftir?
Valur Gunnarsson
valurgunnars@frettatiminn.is
stríðinu og var svo feiminn að
hann gekk af sviði en vinkona
hans, Judy Collins, dró hann aftur
fram. Hann samdi hið magnaða lag
„Story of Isaac“ gegn stríðinu, þar
sem eldri kynslóðinni er stillt upp
sem Abraham að fórna syni sín-
um fyrir einhverskonar málstað.
Cohen var þó ekki friðarsinni með
öllu. Árið 1973 gekk hann til liðs
við afþreyingardeild ísraelska flug-
hersins í Yom Kippur stríðinu og
drakk koníak með Ariel Sharon í
eyðimörkinni, en bauð við hryll-
ingi stríðsins og hélt aftur heim.
Cohen sló í gegn, en ekki í Am-
eríku, heldur í Evrópu. Platan
Various Positions, sú með „Hall-
elujah“ á, var ekki einu sinni gef-
in út þar í landi í fyrstu. En Cohen
settist eigi að síður að þar í landi,
og þegar kalda stríðinu lauk og
flestir fylltust bjartsýni gaf hann
út hina martraðarkenndu plötu
Síðasti túrinn. Cohen átti óvænta endurkomu á svið árið 2008, en síðustu tónleik-
ar hans voru haldnir 2013.
FARARSTJÓRN:
ÞORLEIFUR FRIÐRIKSSON
BALÍ OG BANGKOK
Þrískiptur ævintýraleiðangur
TILBOÐSVERÐ
399.900 KR.*
EF BÓKAÐ ER FYRIR
10. NÓVEMBER
páska
ferð
Á Balí má stunda margs konar spennandi
útiveru, svo sem köfun, brimbrettabrun,
fjallaklifur, fljótasiglingar, kajakadól,
skútusiglingar, hjólreiðar og stórfiskaveið-
ar. Þar má kynnast dularfullri og seiðandi
menningu eyjarskeggja, sjá dans
barongskrímslanna, hlusta á bambus-
-sílófóna, láta dáleiðast af mögnuðum
hreyfingum legong-dansaranna, falla í
djúpan trans með kecak-danshópi og
jafnvel færa hindúaguðinum Visnú fórnir.
Þessi ævintýraleiðangur er þrískiptur.
Fimm dagar í menningarbænum Úbúd.
Sex dagar í vellystingum í Sanúr, og að
endingu verður dvalið tvo daga í Bangkok,
höfuðborg Taílands.
MANNLÍF, MENNING OG LJÚFIR DAGAR Á BALÍ
8.–23. APRÍL, 16 DAGAR
439.000 KR.*
farvel.is farveltravel farvel_travel farvel@farvel.is415 0770
*Verð per mann í tvíbýli. Nánari upplýsingar á vefsíðu Farvel.
Ármúli 40 // 108 Reykjavík // Sími 534 2727 // www.alparnir.is // e-mail: alparnir@alparnir.is
lÍs en ku
ALPARNIR
s
Full búð af vörum
Salomon húfur, verð frá 2.995 kr.-
Salomon lúffur,
Verð 4.995 kr.-
Salomon dömu peysa
Verð 17.995 kr.-
Salomon undirfatnaður
síðerma bolur.
Verð 11.995 kr.-
Salomon undirfatnaður
buxur. Verð 8.995 kr.-
Salomon herra
Softshell jakki
Verð 24.995 kr.-
Salomon herra Primaloft
úlpa Verð 35.995 kr.-
Salomon dömu Primaloft úlpur.
Verð 25.995 kr.-
Salomon Speedtrak
Verð 14.995 kr.-
Til fyrir konur og karla
Salomon X-Scream
Verð 19.995 kr.-
Til fyrir konur og karla
Salomon Shelter CS WP
Verð 19.995 kr.-
Til fyrir konur og karla
T ILBOÐ
OPNUNARTÍMI
Virka daga 11-18
laugardaga 11-16
Ármúla 44 - Sími: 517 2040 - facebook.com/skomarkadurinn
GÖNGUSKÓR
TILBOÐ I Verð: 7.995.-Áður: 9.995.-