Fréttatíminn

Ataaseq assigiiaat ilaat

Fréttatíminn - 12.11.2016, Qupperneq 40

Fréttatíminn - 12.11.2016, Qupperneq 40
40 | FRÉTTATÍMINN | Laugardagur 12. nóvember 2016 Dáleiðsla opnar hugann og bætir geð Micheal Yapko segir dáleiðslu aðferð til að drekka í sig nýj- ar hugmyndir og möguleika og því geti hún nýst vel í með- ferð geðkvilla. Dáleiðsla er mikilvægt og vannýtt úrræði í heilbrigðisþjónustu, ekki síst hvað varðar geðræn vandamál. Þetta er skoðun bandaríska sálfræðingsins Michael D. Yapko sem hefur heimsótt Ísland reglulega að undanförnu til að þjálfa íslenska heilbrigðisstarfsmenn í klínískri dáleiðslu. Guðni Tómasson gudni@frettatiminn.is Doktor Michael D. Yapko býr í Kali- forníu og er klínískur sálfræðing- ur og fjölskylduráðgjafi. Hann hef- ur komið þó nokkuð oft til Íslands til að kenna aðferðir við notkun dáleiðslu í geðheilbrigðismálum og er nú á leið til landsins til að kenna framhaldsnámskeið hér á landi á vegum Endurmenntun- arstofnunar Háskóla Íslands. „Ég hef fundið að það er mikil virkni og áhugi í samfélagi fagfólks í geð- heilbrigðismálum á Íslandi,“ segir Yapko. „Áhuginn til að nýta þess- ar aðferðir í meðhöndlun á kvíða, þunglyndi og jafnvel sársauka, er mikill og vaxandi, bæði á Íslandi og víða annars staðar. Í grunninn snúast aðferðirnar um það að nýta mátt einbeitingar- innar og gera sér grein fyrir því að þegar fólk er einbeitt og rólegt þá á það auðveldara með að læra og taka á móti upplýsingum. Margt af „Ef ég segði við þig: „Ég vil að þú verðir algjörlega dofinn í vinstri hendi frá olnboga og fram í fingur eftir tíu sekúndur,“ þá er ekki víst að þú getir það. Dáleiðsla og aðferð sem við köllum „innleiðingu“ getur hins vegar kallað fram slíkan hæfileika. því sem fram fer í meðferð á and- legum kvillum snýst um að kenna fólki nýjar aðferðir í hugsun sinni og kalla fram ný sjónarhorn á vandamálin. Dáleiðslan leggur í raun til umhverfi sem gerir fólki auðveldara að ná fram slíkri hugar- farsbreytingu sem getur haft já- kvæð áhrif í lífi þeirra.“ Ekkert eins og í bíó Yapko segir að klínísk hugleiðsla njóti oft ekki sannmælis og alls konar ranghugmyndir, oft ættaðar úr kvikmyndum og bókum, þvælist fyrir þegar rætt sé um dáleiðslu og gagnsemi hennar. „Þetta er ekkert eins og í bíó eða einhver vitleysa úr sjónvarpsþáttum,“ segir hann. „Og þetta kemur sirkus ekkert við. Klínískir sálfræðingar eru hins vegar áhugasamir um ástand þar sem fólk er opnara fyrir skilaboð- um eða nær að blokka úti sársauka. Þetta ástand erum við að reyna að skilja og nýta. Líf þitt og lífsgæði byggjast fyrst og fremst á þeim ákvörðunum sem þú tekur í lífinu. Margir taka hins vegar mjög vondar ákvarðanir og auka þar með á flækjustigið og stressið í lífi sínu. Þetta er fólk sem ekki ætlar sér að leggja til eigin vandamál, en gerir það samt. Það tekur vondar ákvarðanir byggðar á áhrifavöldum sem koma málinu ekki við eða tilheyra jafnvel for- tíð þess. Sálfræðimeðferð snýst að miklu leyti um að skoða ákvarðan- ir fólks og áhrif þeirra á lífsgæði og þar getur dáleiðsla oft hjálpað til. Þegar maður vill kenna einhverj- um eitthvað nýtt er alltaf til bóta að sá sem á að læra sé einbeittur og afslappaður. Við þær aðstæður er fólk opið fyrir nýjum hugmynd- um. Það er nefnilega mýta að fólk „detti út“ þegar það er dáleitt. Yf- irleitt er það einmitt mjög vel ein- beitt og opið fyrir umhverfi sínu. Dáleiðslan er því aðferð til að hjálpa fólki að drekka í sig nýjar hugmyndir og möguleika og tengja við hæfileika sem búa með hverj- um og einum, án þess að fólk átti sig á því.“ Og Yapko tekur dæmi: „Ef ég segði við þig: „Ég vil að þú verð- ir algjörlega dofinn í vinstri hendi frá olnboga og fram í fingur eftir tíu sekúndur,“ þá er ekki víst að þú getir það. Dáleiðsla og aðferð sem við köllum „innleiðingu“ get- ur hins vegar kallað fram slíkan hæfileika. Þá er athygli þín þrengd svo að þú hugsir aðeins um það sem ég er að leggja til. Ég legg síð- an alveg það sama til og þá dofn- ar handleggurinn upp. Þetta er heillandi og við erum að reyna að átta okkur á því hvernig þetta gerist. Þegar við erum að fjalla um geðheilbrigðismál hefur sýnt sig að þeir sem eru dáleiddir eiga auðveldara með að taka inn nýjar hugmyndir og ný sjónarmið þegar kemur að því að bæta líf þeirra.“ Einföld grundvallaratriði Yapko segir fólk oft eiga erfitt með að sjá grundvallarhugmyndina að baki notkun dáleiðslu við geðræna meðferð. „Í grunninn snýst þetta um að skapa hugarástand sem gagnast fólki til að gera það sem það þarf að gera og hugsa um sig og stöðu sína í veröldinni á jákvæðari og uppbyggilegri hátt.“ Dáleiðsla getur, að mati Yapko, hjálpað til við að losa um þrýsting á ýmsar hliðar heilbrigðisþjón- ustunnar. „Rannsóknir hafa sýnt að dáleiðsla getur í einhverjum til- vikum stytt sjúkrahúsvist, dregið úr vandkvæðum eftir uppskurði og dregið úr notkun á kvalastill- andi lyfjum. Áhrifarík meðferð við kvíða með notkun dáleiðslu fækkar líka ferðum til læknis, sem að oft koma einmitt til út af kvíðanum.“ Ennfremur segir Yapko að breið- ur hópur víða um heim leggi stund á dáleiðslu til að hjálpa fólki. „Sum- ir þessara aðila búa ekki yfir neinni akademískri þekkingu eða þjálfun, en svo er líka menntað og metn- aðarfullt fagfólk í geðheilbrigð- ismálum sem er að opna augun fyrir möguleika þessara aðferða. Margir eru í Alþjóðasamtökum um dáleiðslu, sem eiga sér langa og merka sögu, halda heimsþing og birta í fagtímariti nýjustu rann- sóknir á þessu sviði. Hægt og ró- lega byggist þekking upp þessu sviði og mér finnst mikilvægt að miðla henni.“ Ný sending frá Mette Ditmer Vorum að taka upp nýja sendingu frá Mette Ditmer. Vandaðar vörur fyrir bæði svefnherbergið og baðherbergið. Síðumúla 21 108 Reykjavík S. 537 5101 Opið virka daga 11-18 Laugaradaga 11-16 www.snuran.is Glerbox með brass loki: 5.990 kr. Sápu pumpa: 5.990 kr. Butterfly rúmteppi frá: 9.900 kr. Handklæði 35x55 cm 2 stk: 2.990 kr. Butterfly púðar 40x60 cm: 6.490 kr. Snyrtitöskur frá: 4.690 kr.

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.