Fréttatíminn - 08.12.2016, Qupperneq 22
22 | FRÉTTATÍMINN | Fimmtudagur 8. desember 2016
Friðrika Benónýsdóttir
fridrika@frettatiminn.is
Það lítur ekki út fyrir að mikið hafi hægst um hjá Andra Snæ Magnasyni þótt hann sé ekki leng-ur í forsetaframboði og
aftur orðinn „almennur borgari“
eins og hann orðar það hlæjandi.
Síminn hringir stanslaust á meðan
við spjöllum, facebook-skilaboðin
hrúgast inn og seinna um daginn
á hann eftir að mæta bæði í sjón-
varps- og útvarpsviðtal. „Það hefði
orðið lágmarks lífsstílsbreyting að
verða forseti,“ segir hann og glottir.
Spurður hvort ekki hafi verið
erfitt að vera linnulaust í kastljósi
fjölmiðla með alla fjölskylduna í
þrjá mánuði lætur hann lítið yfir
því. „Fjölskyldan var hin róleg-
asta. Þetta var náttúrulega þriggja
mánaða törn en krakkarnir urðu
mjög auðveldlega „tjillaðir“ á
þessu. Unglingar búa bara í sínum
algórythma, í sinni snapchat-bólu,
og þau vissu varla að þetta væri
að gerast. Það eru líka allir vanir
því að ég sé að vesenast eitthvað.
Stóra breytingin var að þurfa að
etja konunni minni út í sviðsljósið,
það hafði hún aldrei þurft að gera
áður, minnugur þess hvernig var
að gefa út mína fyrstu bók þá veit
ég að það er alltaf dálítið átak að
stíga inn í kastljósið. Fyrir mig var
þetta kannski aðeins brjálaðra en
gott jólabókaflóð, þar sem maður er
stundum að lesa upp þrisvar á dag.“
Andri Snær segir að það áhuga-
verðasta við að taka þátt í kosninga-
baráttu til forsetakjörs hafi verið
að fá innsýn inn í hinn pólitíska
veruleika. „Með því að bjóða þig
fram ertu að krefjast þess að þjóðin
myndi sér skoðun á þér, en ég var
svo sem búinn að standa í því áður
í sambandi við Draumalandið. Það
var undarleg upplifun þegar styrk-
leikum manns er snúið upp í veik-
leika og svo er þessi þjóð náttúru-
lega alltaf að fá æði og skipa sér í
bylgjur, það er bara happdrætti
hvar bylgjan lendir.“
Enginn leiðinlegur status um
stjórnmálamann
Andri Snær segist í sjálfu sér ekki
sjá eftir því að hafa boðið sig fram,
þetta hafi verið góður skóli, en auð-
Andri Snær Magnason upplifði það á eigin skinni, þegar hann bauð sig
fram til forsetaembættis í vor, að það er hægara sagt en gert að brjóta á
bak aftur fyrirframgefnar hugmyndir fólks um annað fólk. Hann segir
þó ástæðuna fyrir því að sögurnar í nýja smásagnasafninu, Sofðu ást
mín, eru persónulegri en nokkuð sem hann hefur skrifað áður ekki
vera þá að hann vilji að fólk sjái hann í réttu ljósi. Það hafi bara verið
kominn tími á þennan persónulega tón.
Það er enginn
dæmigerður
Myndir | Hari
vitað sé alltaf sárt að tapa. „Það
kom upp í mér keppnisskapið þegar
ég fór að ná tökum á þessu og mig
langaði til að sigra. Fyrst eftir að
ég bauð mig fram fannst mér þetta
erfitt, gat eiginlega hvorki talað
né skrifað og vissi ekkert lengur
hver ég var. Það tók dálítinn tíma
að finna réttan tón til að koma
skoðunum mínum á framfæri, ekki
of upphafinn og ekki of almennan.
Það var líka merkilegt að kynnast
því hvernig fjölmiðlar virka í svona
baráttu og hvernig skoðanakann-
anir eru notaðar til að ákveða hver
er marktækur og hver ekki. Ég ber
mun meiri virðingu fyrir stjórn-
málamönnum eftir þessa reynslu,
ég held ég hafi ekki einu sinni sett
leiðinlegan status um nokkurn
stjórnmálamann á facebook síðan í
apríl. Þannig að kannski gerði þetta
mig að betri manni.“
Það voru mjög margir sem tönnl-
uðust á því í forsetabaráttunni að
Andri Snær ætti miklu frekar heima
á þingi en sem forseti. Hvað fannst
honum um það? „Það var kannski
aðferð til að koma manni út úr um-
ræðunni og kannski var sumt fólk
sem er umhverfissinnað jafnvel til
í að jaðarsetja sjálft sig með því að
láta eins og umhverfismálin væru
ekki sameinandi fyrir þjóðina, eða
eitthvað sem þjóðhöfðinginn ætti
að leggja áherslu á, heldur ætti
heima í einhverjum litlum stjórn-
málaflokki, helst í stjórnarand-
stöðu. Ég sá þetta alltaf fyrir mér
sem áhugavert verkefni vegna þess
að forsetatitlinum fylgir að geta
kallað nánast hvern sem er í heim-
inum á sinn fund til að ræða mál-
in og þess vegna, meðal annars, er
embættið áhugavert sem vettvang-
ur til að taka þátt í umræðunni í
heiminum. Þetta eru einfaldlega
brýnustu viðfangsefni þessarar
aldar.“
Þekkir flokkunaráráttuna
Andri Snær viðurkennir að fram-
boð Davíðs Oddssonar hafi breytt
tóninum í fólki mikið, margir hafi
sagt það hreint út að burtséð frá
skoðunum myndu þeir kjósa þann
sem líklegastur væri til að fella Dav-
íð. En heldur hann að Davíð hafi
boðið sig fram til að hindra kjör
hans sjálfs? „Ja, ef maður veit að
þessir menn eru herfræðingar sem
hafa lesið sinn Machiavelli þá hefur
þeim annað hvort mistekist ætlun-
arverkið eða tekist. Ég veit það
Þótt það sé sárt að
tapa sér Andri Snær
ekki eftir því að hafa
boðið sig fram til for-
setaembættisins. Það
hafi verið góður skóli.
Hlíðasmára 8 | Skipholti 70 | Spönginni 13
Sími 554 7200 |
Það eru girnileg jól framundan í Hafinu
Stútfullar búðir af
stórum hátíðarhumri.
Heimalagaður reyktur
og grafinn lax, sósur og
ómótstæðileg humarsúpa.
Opnunartími yfir hátíðarnar:
Alla virka daga frá 10-18:30
Aðfangadag frá 09-12
Gamlársdag frá 10-14
2016