Fréttatíminn

Ataaseq assigiiaat ilaat

Fréttatíminn - 08.12.2016, Qupperneq 48

Fréttatíminn - 08.12.2016, Qupperneq 48
FIMMTUDAGUR 8. DESEMBER 20168 NETVERSLANIR Toppþjónusta hjá Stefnu í 13 ár Verðlaunafyrirtæki sem sækir sífellt á Unnið í samstarfi við Stefnu Við erum meðal stærstu vef-stofa landsins og höfum sett upp yfir 1000 vefi fyr-ir stór sem smá fyrirtæki,“ segir Pétur Rúnar Guðnason, mark- aðsstjóri Stefnu sem hefur starfað frá árinu 2003. „Okkur er fyrst og fremst umhugað að veita góða þjónustu og allt sem við gerum, hvort sem það er tækni, hönnun, ráðgjöf eða annað, er gert út frá þeim forsendum.“ Pétur segir það markmið Stefnu að viðskiptavinirnir séu ánægðir og nái þeim árangri sem þeim vænti af vefnum. „Við erum að færa þeim tæki sem þeir nota síðan sjálfir til þess að selja eða veita þjónustu og búa til sinn árangur.“ Veita allan stuðning Fyrir mánaðargjald fá viðskiptavinir Stefnu hýsingu á vefsíðu og kerf- ið sem heldur henni uppi og alla nauðsynlega aðstoð hvenær sem er. „Vefumsjónarkerfi getur verið einmanalegur veruleiki, bara þú og tölvuskjárinn - hver er þá að styðja við þig? Það er það sem við gerum, við veitum þennan stuðning með okkar þjónustu og okkar kerfi. Við setjumst niður með viðskiptavin- inum þegar hann þarf, erum alltaf með opinn símann og ekki er borg- að fyrir símtöl hingað inn,“ segir Pétur og segir viðskiptavininn alltaf geta hringt ef eitthvað er og starf- menn Stefnu leiða hann í gegnum málið. Ekki tjaldað til einnar nætur Fyrstu skrefin þegar opna á vef er að hafa samband við Stefnu. „Þá förum við yfir hvað það er sem kúnninn þarf og hvað hann er að hugsa, vill hann tengja vefinn við bókhaldskerfi eða tengja pantan- irnar handvirkt? Það fer að sjálf- sögðu eftir því hvort hann er að taka á móti 50 pöntunum á dag eða 5 á viku. Við tengjum vefinn við greiðslugátt þannig að hægt sé að taka á móti kreditkortaupplýs- ingum á öruggan hátt. Við viljum hjálpa fólki að láta boltann rúlla innan þess ramma sem hentar hverjum og einum,“ segir Pétur og leggur áherslu á að hjá Stefnu sé ekki tjaldað til einnar nætur; vefir sem hafi verið settir upp fyrir fimm árum hjá Stefnu séu ennþá góðir og gildir, það sé ekki skemmri tíma fjárfesting að opna vef. Eins og áður sagði hefur Stefna Pétur Rúnar Guðnason, markaðsstjóri „Við hjálpum fólki að koma upp öflugum vef í takt við þarfir hvers og eins.“ Nokkrir þeirra vefja sem Stefna hefur unnið. Allir eiga þeir það sameiginlegt að vera afar aðgengilegir. Hljóðfærahúsið. Beðið hefur verið eftir vefverslun Hljóðfærahússins með eftirvæntingu og nú hefur Stefna hannað þennan aðgengilega vef. sett upp yfir 1000 vefi síðasta rúma áratuginn. Meðal þeirra eru vefur Öryrkjabandalagsins sem fékk verðlaun fyrir gott aðgengi og vefur Akranesskaupstaðar sem fékk verðlaun fyrir besta sveita- félagsvefinn. Stefna er nú með hönnun vefsíðu Kópavogs í gangi. Nýr vefur Hljóðfærahússins Nýlega fór vefur Hljóðfærahússins í loftið sem heppnaðist einstaklega vel og er nú þegar orðinn afar vel sóttur. Vefhönnun í dag snýst, að sögn Péturs, að miklu leyti um að nýta skjáinn að fullu og tekst það afar vel til hjá Hljóðfærahúsinu. „Það sem við sjáum er að fólk er að skoða og bera saman í síman- um sínum, yfir kaffibollanum eða yfir sjónvarpinu, bara alls staðar þar sem það hefur símann og hef- ur dauðan tíma. Síðan þegar það ætlar að kaupa þá fer það í tölvuna. Þannig að það skiptir miklu máli að vefsíðan skalist vel niður því þó að kaupin séu ekki fyrst og fremst í símanum þá skoðar fólk þar,“ segir Pétur og bætir við að það skipti höfuðmáli að aðgengið sé jafngott fyrir alla, líka fyrir þá sem eiga við einhverjar takmarkanir eða fötlun að stríða.

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.