Fréttatíminn - 07.01.2017, Page 10

Fréttatíminn - 07.01.2017, Page 10
10 | FRÉTTATÍMINN | Laugardagur 7. janúar 2017 Þau komu og fóru eins og venjulega, jól og áramót, sá tími ársins þegar kaup-menn keppast sem mest um athygli neytenda. Gylliboðin voru af ýmsu tagi og veski lands- manna fóru á loft, kreditkortum var sveiflað eins og enginn væri morgundagurinn. Samt vitum við öll að morgundagurinn kemur og kortafyrirtækin gleyma engu. Það kemur að skuldadögum. „Drónar henta öllum heimil- um.“ Þessa fullyrðingu mátti lesa í blöðunum örfáum dögum fyrir jól. Þetta var í kynningarblaði þar sem mörkin milli blaðaum- fjöllunar og kynninga fyrirtækja eru stundum dálítið óskýr. Full- yrðingin, sem kom reyndar frá sölumanni í drónaverslun og sleg- ið var upp í fyrirsögn, má teljast nokkuð sérstök. Hvernig hentar fljúgandi dróni hverju íslensku heimili? Eiga heimilin þá ekki allt til alls ef fljúgandi dróni er það eina sem inn á þau vantar? Er ekki þarna annað hvort um dýrt útileikfang að ræða eða tæki sem notað er í atvinnuskyni til að taka myndir? Eða vantar hvert heimili kannski einmitt bara eitt stykki dróna? Á Íslandi selja fjölmargar versl- anir svona ómönnuð loftför, það er víst rífandi gangur í þessum bransa. Nafnorðið dróni er kom- ið inn í nýyrðaorðabók, en orðin flygildi eða vélfygli virka eitthvað einkennileg og ná líklega seint að fella þessa íslenskun enska orðsins drone. Drónatæknin er hins vegar komin til að vera og er farin að hafa mikil áhrif á kvikmynda- og sjónvarpsþáttagerð. Úr mikilli hæð er flogið yfir fjöll og firnindi, ár og sanda, borg og bý. Kom- ið hefur í ljós að Ísland er ansi drónavænt land, fallegt að ofan eða fjarskafallegt eins og stundum er sagt. Síðustu daga hefur nýtt íslenskt drónamyndband vakið nokkra athygli. Það var tekið á gamlárs- kvöld þegar nýtt ár var að ganga í garð. Í myndbandinu flýgur al- sjáandi auga drónans yfir borgina og horfir niður á springandi flugeldana, á meðan við á jörðu niðri mænum upp á litadýrðina. Það er sérstakt og fallegt að sjá þessa milljarðadýru skotgleði landsmanna fuðra upp frá þessu sjónarhorni, meðan fjarstýrður dróninn svífur í rólegheitum yfir borginni, nógu hátt til að vera ekki í hættu á að vera skotinn niður. Tæknin breytir sýn okkar á heim- inn og hvernig við upplifum hann. Sumir vilja meina að sjálfur tím- inn gangi að einhverju leyti hrað- ar í skynjun okkar í dag vegna þess að heilinn sé farinn að greina og meðhöndla upplýsingar hraðar en áður. Þá er bent á þann mikla upp- lýsingastraum sem dynur á okkur alla daga með símiðlun netsins. Hvað situr eftir af þessum upplýs- ingum er síðan annað mál. Drónatæknin breytir líka sýn okkar á heiminn. Tækið svífur hægt og rólega í mikilli hæð og virðist ná að hægja á skynjun okkar um stund. Við horfum á veröldina úr fjarlægð og hættum að greina smáatriði og misfellur. Veröldin verður einhvern veginn fallegri en á jörðu niðri. Okkur finnst við fljúga. Erlendis eru menn farnir að tala um sérstaka fagurfræði drón- ans og hún stundum flokkuð með því sem einhverjir vilja kalla Nýja fagurfræði í samtímanum. Þá er átt við hvernig ýmis stafræn tækni blandar saman raunheimin- um og heimi tækninnar í skynj- un okkar. Með hjálp tækninnar leggjum við til dæmis upplýsingar ofan á götumyndir og kort, lag fyrir lag. Tilbúnu lagi upplýsinga er þannig hlaðið ofan á raunheim- inn. Myndbandið með sprengingun- um á gamlárskvöld í Reykjavík er vissulega fallegt en samt koma upp í hugann önnur myndbönd, tekin með drónum af allt annars kon- ar myndefni og allt annars konar borgum. Oftar og oftar sér mað- ur átakasvæði í fjarlægum lönd- um mynduð með þessari tækni. Í fréttunum svífur dróni yfir eyði- leggingunni í Aleppó, þar sem hús- in standa í rúst í löngum röðum, hundruðum og þúsundum saman. Slíkt myndefni hefur einkenni- leg áhrif á þann sem á horfir. Myndirnar bera eyðileggingunni auðvitað glöggt vitni en samt er eins og þær dragi mestallan mátt úr hryllingnum sem þarna er á ferðinni. Sem áhorfendur, í friðsælu skjóli og í allt öðrum veruleika, skortir okkur allar forsendur til að átta okkur á þeim hryllilegu sprengingum sem lýst hafa upp himininn yfir þessari borg og þeim sem þar búa. Það hafa ekki bara sprungið litfagrir flugeldar. Guðni Tómasson VERÖLDIN ÚR LOFTI Loksins skipti Bjarni kökunni Sjálfstæðisflokkur Viðreisn Björt framtíð8.499 kr. AMSTERDAM f rá T í m a b i l : f e b rú a r - m a rs 2 0 1 7 8.999 kr. PARÍS f rá T í m a b i l : f e b rú a r - m a rs 2 0 1 7 8.499 kr. FRANKFURT f rá T í m a b i l : j a n ú a r - m a rs 2 0 1 7 7.499 kr. BRISTOL f rá T í m a b i l : j a n ú a r - m a rs 2 0 1 7 7.999 kr. BERLÍN f rá T í m a b i l : j a n ú a r - f e b rú a r 2 0 1 7 7.999 kr. BARCELONA f rá T í m a b i l : m a rs 2 0 1 7 Hæ Evrópa! *Verð miðast við flug aðra leið með sköttum ef greitt er með Netgíró.

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.