Fréttatíminn - 07.01.2017, Blaðsíða 19
hverjum ástæðum ekki komið til
lands aftur, nema þeim séu gef
in grið.
Skattaundanskot til af landa
munu halda áfram meðan þeim eig
ingjörnu gefst færi á þeim. Áfram
sitjum við með kerfin og vonir um
kerfisbreytingar sem kosta peninga.
En bíðið bara: Við munum aftur
segja saman Hú! saman, bara von
andi ekki í tíma og ótíma.
Innviðir
Hluti kerfanna sem þurfa lagfær
inga og breytinga við eru inn viðir
samfélagsins, enn eitt áberandi
orðið á nýliðnu ári. Þar er auð
vitað ekki um nýtt orð að ræða
heldur yfir færða merkingu orðsins
úr heimi húsasmíða. Þó við séum
aftur að tala um kerfi, vegakerfi
og samskiptatækni, þá kemur fúi
og mygla samt upp í hugann hér.
Skortur á viðhaldi, níska í kaupum
á fúavara á tréverk, getur aðeins af
sér það eitt að innviðir verða að lok
um í hættu. Burðarvirki hússins,
jafnt sem burðarvirki samfélagsins,
er ógnað.
Þetta er gott orð, ágæt og skýr
þýðing á erlendum „infrastrúktúr.“
Og aftur erum við að tala um kerfi,
kerfin sem skipta svo miklu
máli til að sem flestir fái að
njóta sín: Samgöngu og sam
skiptakerfi, mennta og heil
brigðiskerfi. Þessi kerfi sem
að stuðla að því að samfé
lagið virkar eins og við
viljum að það virki búa
í þessum viðum. Kerfis
og innviðatal kann að
virka fráhrindandi fyr
ir marga en umræða
um það skiptir einfald
lega miklu máli. Fyr
ir þjóð er auðvelt að
láta viðina fúna.
Hatur
Fyrirferðarmik
ið orð á síðasta
ári var orðið
„hatursorð-
ræða“. Það er
ekki alveg nýtt
a f nál inni.
Orðið hefur
verið í um
ferð síðustu
fjögur ár eða
svo. Þetta er
sérstakt orð
og samsett
úr einhverju
ljótasta og tilf
inningahlaðn
asta orði sem
við þekkjum
(hatri) og fínu
og fræðilegu
orði (orðræðu),
sem snýst um það hvernig hug
myndir eru settar fram í ræðu, riti
og ekki síst á samfélagsmiðlum nú
til dags.
Það er algjör óþarfi að sykur
húða hatur. Hatursorðræða virkar
því þannig eins og skrautlegri
skikkju sé varpað yfir það sem hér
er einfaldlega á ferðinni: Hatur
sem byggt er á þröngsýni og for
dómum einstaklinga og hópa á
öðrum einstaklingum og hópum.
Það hatur er byggt á hræðslu við
breytingar sem alltaf eiga sér stað,
í öllum samfélögum og á öllum
tímum. Drögum ekki úr alvarleika
orðsins. Hatur er djúp og ógeðfelld
tilfinning sem vonandi sem fæstir
rækta með sér.
Ást
Að lokum eitt alveg glænýtt, sem
vonandi boðar bjartari tíma nú á
nýju ári. Kannski kom sjálfur for
seti Íslands með mikilvægt og gott
orð fyrir þjóðina í nýársávarpi sínu
og verður það að teljast falleg byrj
un á orðasúpu ársins 2017. For
setinn talaði um grunngildin í ís
lensku samfélagi og nauðsyn þess
að vernda réttarríki og velferðar
samfélag „þar sem mannréttindi
eru í hávegum höfð, jafnrétti kynj
anna, trúfrelsi og ástfrelsi, málfrelsi
og menningarfrelsi.“
Orðið ástfrelsi vekur athygli. Það
er fallegt og kveikir von um nýja
tíma. Kannski er kerfisbreytinga
fyrst og fremst þörf í kollinum
á okkur.
Verðmat
fasteigna
verdmat.com
| 19FRÉTTATÍMINN | Laugardagur 7. janúar 2017