Fréttatíminn - 07.01.2017, Blaðsíða 32
32 | FRÉTTATÍMINN | Laugardagur 7. janúar 2017
Hvaða þættir eru mest
spennandi á árinu?
Birna Guðmundsdóttir
birna@frettatiminn.is
Dýrustu seríurnar
Margar vinsælar framhaldsseríur
munu halda áfram á árinu, sjálf er
ég spenntust fyrir sjöundu seríu af
Game of Thrones, en ég er mikill
aðdáandi bæði bókanna og þátt-
anna. Serían er væntanleg einhvern
tímann í sumar, en annars eru
fram leiðendur búnir að kvelja að-
dáendur lengi með óvissu um frum-
sýningardag.
The Crown velti Game of Thro-
nes úr sessi sem dýrasta sjónvarps-
sería sögunnar. Önnur sería The
Crown er væntanleg í nóvember
og ég held að þættirnir eigi sér
orðið marga aðdáendur hér á
landi. Þá fylgjumst við áfram
með ævi Elísa betar annar-
ar Englandsdrottning ar.
Stefnt er á að gera sex
seríur í heildina, og tekur
hver sería fyrir áratug
í lífi drottningarinn-
ar. Það verður líka
spennandi að sjá
hvernig framleið-
endur haga leik-
aravalinu og hvernig það heppnast,
en það er búið að gefa það út að
leikurunum verði skipt út eftir því
sem persónur sögunnar eldast.
Sci-Fi
Árið 2016 var stórkostlegt ár fyrir
Sci-Fi. Ein af sögum Stephen King
11.22.63 var matreidd í frábærri
seríu með James Franco í aðalhlut-
verki, þættir eins og Black Mirror
héldu inn í þriðju seríu og náðu
gersamlega nýjum hæðum, margir
voru afskaplega ánægðir með
teiknimyndasögurisann Marvel sem
sjónvarpsvæddi bæði Luke Cage
(einnig þekktur sem Power Man)
og Jessicu Jones. Í lok ársins kemur
síðan óvænt alveg hreint frábær
kanadísk sería sem heitir Travelers.
Þetta er besta tímaflakks sci-fi sem
ég hef séð. Serían var sýnd á Netflix
bara rétt fyrir jólin og það var sjálf-
ur Eric McCormack, betur þekktur
sem Will úr Will & Grace, sem fór
með aðahlutverkið. Það er ekki
búið að staðfesta aðra seríu
en mér finnst mjög líklegt
að af henni verði og að hún
komi í lok næsta árs sem
einskonar nördalegur
jólapakki, og ég er
afskaplega spennt
fyrir því.
Svo er nóg af nýju efni:
Big Little Lies
Í febrúar kemur HBO með morð-
gátuna Big Little Lies, en þetta er
gamansöm sjö þátta morðgáta,
byggð á samnefndri skáldsögu,
sem skartar leikkonunum Nicole
Kidman, Shailene Woodley, Lauru
Dern, og Reese Witherspoon. Sagan
fjallar um húsmæður á fertugsaldri
sem lifa svolítið firrtum lífsstíl í
uppahverfi í Bandaríkunum. Það
er eitthvað sem segir mér að þetta
verði algjört dúndur, kannski af því
að ég er aðdáandi Reese Wither-
spoon og finnst hún ekki hafa feng-
ið að njóta sín síðustu ár. Svo er líka
ferskt að fá svona einstaka sinnum
efni um kvenpersónur sem eru ekki
tvítugar gellur, og svo er auðvitað
fátt fyndnara en ofurríkt fólk í vand-
ræðum. Ég hugsa að aðdáendur
Desperate Housewifes eigi eftir að
hoppa hæð sína yfir þessu.
A Handmaid's Tale
Í lok apríl kemur
síðan sjónvarps-
aðlögun þessar-
ar mikilfenglegu
skáldsögu rithöf-
undarins Margar-
et Atwood, sem
gerist í dystópískri
framtíð og fjallar í
sem stystu máli um
kvennakúgun og
misbeitingu valds.
Það er nú þegar
búið að gera bæði
kvikmynd og óp-
eru eftir bókinni,
þannig að það var
kannski spurning
um hvenær en ekki
hvort sjónvarpið myndi matreiða
þennan stórkostlega hrylling, sem
kannski hefur aldrei átt meira er-
indi við samtímann. Serían mun
skarta þekktum leikurum; Samiru
Wiley úr Orange is the New Black,
Joseph Fiennes sem síðast sást í
American Horror Story, Elizabeth
Moss úr Mad Men og fleiri góðum.
Þessir þættir verða örugglega einn
af hápunktum ársins í sjónvarpi.
American Gods
Frægasta verk fantasíuhöfundarins
Neil Gaiman er hérna loksins komið
í sjónvarpsaðlögun og eru þættirnir
væntanlegir í apríl. Það eru gamlar
bransakempur sem sjá um handrit
og framleiðslu, en Gaiman verður
sjálfur aukaframleiðandi sem ætti
að vera góðs viti upp á að þættirn-
ir haldist sannir uppruna sínum.
Þetta er samt engin risaframleiðsla,
og það eru engar epískar stórstjörn-
ur í leikhópnum, sem mér finnst
oftast vera kostur frekar en löstur,
það kippir manni stundum út úr
sögunni að sjá smettið á einhverjum
svakalega frægum. Það er kapal-
stöðin Starz sem framleiðir þetta,
þetta er líklega stærsta hennar ver-
kefni hingað til, en hún tók við eftir
að HBO risinn hafði slitið viðræð-
um um framleiðslu. Þetta eru lítil
nöfn með stór verkefni. Það verður
áhugavert.
Nína Richter
sjónvarpsrýnir ræðir
um áhugaverðustu
sjónvarpsseríur
á komandi ári.
American Gods.
A Handmaid's
Tale.
Nína Richter.
Sjá greinina í heild sinni
á frettatiminn.is.
ÚTSALA 30-50% AFSLÁTTUR
Mikið úrval í stærðum14-28 eða 42-56
Fákafeni 9, 108 RVK | Sími 581-1552 | www.curvy.is