Fréttatíminn - 07.01.2017, Page 64

Fréttatíminn - 07.01.2017, Page 64
Álfheimar 74 - 104 Reykjavík - S: 414-4000 - www.hreyfing.is Innifalið í Bestu aðild: • Aðgangur að þjálfara í sal • Sérhæfð æfingaáætlun og markmiðasetning • Boditrax ástandsmælingar • Aðgangur að heilsurækt, opnum hóptímum, heitum og köldumpottum og gufuböðum á úti aðstöðu • Aðgangur að Blue Lagoon spa, sloppur og handklæði • Kísilleirmeðferð í Blue Lagoon spa • 15% afsláttur af snyrti-, nudd- og spameðferðum • Baðhandklæði í hverri heimsókn • Vetrarkort Bláa Lónsins • Frí barnagæsla • Gestakort • Kortið má leggja inn 2x ári Njóttu lífsins og náðu þínum markmiðum með aðstoð þjálfara Janúartilboð NÝTT! Það getur verið mjög einfalt að skipta út óhollu hráefni fyrir annað hollara án þess að það komi niður á bragðinu á matnum. Maður þarf einfald- lega að prófa sig áfram. Hér eru fjórar einfaldar leiðir að holl- ari máltíðum. • Skiptu út smjöri eða majónesi fyrir avókadó. Það er ástæða fyrir því að það komst í tísku að borða ristað brauð með avókadó. Það er einfaldlega alveg jafn gott og ristað brauð með smjöri, jafnvel betra. Próf- aðu líka að nota avókadó í stað- inn fyrir majónóes í salöt. Það svínvirkar og er einstaklega ljúffengt. • Skiptu út olíu í kökuuppskriftum fyrir eplamauk. Einn desilítri af olíu verður að einum desilítra af eplamauki. Kökurnar verða dún- mjúkar og bragðgóðar. • Notaðu haframjöl í staðinn fyrir brauðrasp. Áferðin verð- ur kannski ekki alveg sú sama ef þú ætlar að nota mjölið til að hjúpa kjúkling, en haframjölið er mjög gott í hakkbollur og kjöthleifi. Þú finnur engan mun. • Maukaðu döðl- ur og notaðu maukið í stað sykurs. Þú finnur varla muninn ef þú setur maukið í kökur, smoothie eða ís. Bragð- góður, hollari valkostur. Gefðu hrotunum gaum Hrotur ætti aldrei að líta á sem eðlilegan fylgifisk svefns, jafnvel þó þær séu lágværar og trufli engan. Hrotur geta nefnilega verið vísbending um kæfisvefn sem getur orsakað blóþrýstingshækkun og leitt til sjúkdóma í hjarta- og æðakerfi. Ef þú eða einhver í kringum þig hrýtur, eða vaknar alltaf þreyttur, skaltu benda viðkom- andi á að leita til læknis. Það er auðvelt að greina kæfisvefn og grípa til viðeigandi ráðstafana. Fólk í yfirþyngd er í sérstökum áhættuhópi fyrir kæfisvefn. Hollari valkostir sem eru í alvöru bragðgóðir 28 LAUGARDAGUR 7. JANÚAR 2017HEILSUTÍMINN Það er mikilvægt fyrir fólk sem vinnur kyrrsetuvinnu, og situr fyrir framan tölvu allan daginn, að standa reglulega upp og hreyfa sig aðeins. Að standa upp á klukkutíma fresti og taka fimm mínútna æfingu, getur nefnilega gert kraftaverk, bæði fyrir líkam- lega og andlega heilsu. Það þykir sannað reglulegu hreyfing yfir daginn, þó að hún standi stutt yfir, dragi úr streitu, gefi aukna orku, bæti skapið, dragi úr starfs- leiða og löngun í óhollt millimál. Þá liðkar hreyfingin líkamann og minni líkur eru á ýmsum óþægind- um sem gjarnan hrjá kyrrsetufólk. Hreyfðu þig í 5 mínútur á 60 mínútna fresti Að dýfa eplabitum í hreint hnet- usmjör er dýrinds heilsunammi. Það er svo fullkomið jafnvægi á milli sætubragðsins af eplinu og saltbragðsins af hnetusmjörinu. En þó hreint hnetusmjör sé vissu- lega í hollari kantinum þá er það mjög fitandi og því ekki æskilegt að borða það í miklu magni í einu. Þetta vandamál má hins vegar leysa á auðveldan hátt. Blandaðu saman hnetusmjöri og fitulítilli grískri jógúrt og notaðu sem dýfu fyrir eplabitana. Blandaðu dýfuna eftir smekk, en hafðu hana samt þannig að saltbragðið nái ágæt- lega í gegn. Þá ertu í góðum mál- um og getur borðað mun meira af eplum með hnetusmjörsdýfu. Fituminni hnetusmjörsdýfa

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.