Fréttablaðið - 18.03.2017, Síða 8

Fréttablaðið - 18.03.2017, Síða 8
- lægra verð Barnadagar afsláttur af öllum barnavörum 20–25% Samgöngustofa auglýsir laus til umsóknar 10 leyfi til leiguaksturs fólksbifreiða á höfuðborgarsvæðinu og Suðurnesjum. Þau ein geta sótt um leyfi sem hyggjast stunda akstur leigubifreiðar að aðalatvinnu og hafa lokið námskeiði fyrir leigubifreiðastjóra. Til að öðlast leyfi þurfa umsækjendur að uppfylla leyfisskilyrði, skv. 5. gr. laga nr. 134/2001 og rg.nr. 397/2003 um leigubifreiðar, með síðari breytingum. Úthlutun leyfis fer fram á grundvelli starfsreynslu við akstur leigubifreiðar, sbr. 6. gr. rg.nr. 397/2003. Umsóknareyðublöð má nálgast í afgreiðslu Samgöngustofu, Ármúla 2 í Reykjavík eða á www.samgongustofa.is. Umsóknarfrestur er til og með 27.03.2017. Sími: 480 6000 . www.samgongustofa.is AUGLÝSING VEGNA ÚTHLUTUNAR ATVINNULEYFA TIL AKSTURS LEIGUBIFREIÐA Samgöngustofa LögregLumáL Bergljót Snorra- dóttir segir farir sínar ekki sléttar af viðskiptum við dæmdan svindlara, Halldór Viðar Sanne. Á hún að hafa greitt honum fyrirframgreidda leigu á einbýlishúsi í Njarð- vík sem hann átti ekki held- ur var sjálfur með í leigu. Halldór Viðar kannast ekki við að hafa tekið við pen- ingum af Bergljótu og kallar hana lygara. Halldór Viðar Sanne á sér langa sögu í svikum og prett- um. Bergljót segir Halldór mjög færan í því sem hann gerir. „Þetta byrjar á því að hann auglýsir einbýlishús í Njarðvík til leigu á bland.is í síðasta mánuði. Sonur minn hafði hug á að leigja þetta hús ásamt tveimur öðrum. Við förum fjögur að skoða húsið og honum líst á hóp- inn og okkur á húsið.“ segir Bergljót. „Hann tjáði okkur að mikil eftirspurn væri eftir húsinu og því þyrfti hann að fá fyrirfram- greiðslu svo tryggt væri að hópurinn tæki íbúðina á leigu,“ segir Bergljót. Húsnæðið í Njarðvík var ekki og er ekki í eigu Halldórs. Hann var með húsið sjálfur á leigu og mátti ekki leigja það áfram. „Einnig hringdi hann í þjónustu- fulltrúann minn til að telja henni trú um að millifæra um 900 þúsund krónur af reikningi mínum í fyrir- framgreidda leigu. Það símtal er til á hljóðupptöku,“ segir Bergljót. „Hins vegar náði hann af mér 300 þúsund krónum. Ástæða þess að ég segi þessa sögu er til að aðrir hugsi sig um áður en farið er í viðskipti við þennan mann.“ Halldór segir þetta mikinn mis- skilning. „Þessi kona er ekki að segja sannleikann og hefur logið í tvígang upp á mig,“ segir Halldór Viðar. „Það stóð til að leigja húsið út en við ákváðum að selja það frekar.“ Halldór, segist sjá mikið eftir sínum mis- tökum á síðustu árum en nú reyni hann að byggja upp framtíð og hann segir svikin, prettina og lygarnar að baki. „Auðvitað sé ég eftir því sem ég gerði. Ég sveik marga en ég hef verið dæmdur fyrir þau brot og tekið út minn dóm. Nú er ég breyttur maður,“ segir Halldór Viðar. Bergljót segir Halldór Viðar hafa kássast upp á rangan aðila. „Hann mun ekki komast upp með það að stela af mér peningum. Ég mun ekki sitja og horfa á það þegj- andi og hljóðalaust. Ég hef nú þegar kært málið til lögreglu og veitt þeim gögn um samskipti mín við Halldór sem ég á skrifuð,“ segir Bergljót. sveinn@frettabladid.is Sakar svikara um íbúðasvik Ástæða þess að ég segi þessa sögu er til að aðrir hugsi sig um áður en farið er í viðskipti við þennan mann. Bergljót Snorra- dóttir NeyteNdamáL Svo gæti farið að allt kók í áldósum og í gleri hér á landi verði innflutt og því ekki framleitt hér á landi úr íslensku vatni. Mark- aðsstjóri Coca-Cola á Íslandi segir það kost fyrir fyrirtækið að vera hluti af alþjóðlegu fyrirtæki og geta flutt inn í stað þess að framleiða vöru hér á landi. „Við reynum á hverjum tíma að bregðast við markaðsaðstæðum. Ef við teljum það heppilegra að flytja inn vöruna þá gerum við það. Ákveðnar vörulínur getum við til að mynda ekki framleitt hér,“ segir Stefán Magnússon, markaðsstjóri Coca-Cola European Partners á Íslandi, sem á og rekur verksmiðju Coca-Cola á Íslandi. Sala á gosi hér á landi er mest í plastflöskum og mun framleiðsla á gosi hér á landi og átöppun í plast- umbúðir ekki leggjast af. Hins vegar er aðra sögu að segja um áldósir og glerflöskur. „Við höfum verið að flytja inn Sprite og Fanta í áldósum síðustu ár. Salan í þeim vöruflokkum gefur ekki tilefni til þess að þær vörur séu framleiddar hér á landi. Gamla góða Coca-Cola er þannig vara að þó að við flytjum það inn í áldósum ættu neytendur að fá nákvæmlega sömu vöruna og áður,“ segir Stefán og bætir við: „Við erum með mjög virkt gæðaeftirlit með okkar vörum og Coca-Cola er ferskvara.“ – sa Skoða að flytja inn kók í dós Halldór Viðar Sanne, dæmdur svikari, hefur verið kærður fyrir að hafa fé af konu um fyrirframgreidda leigu húsnæðis sem hann átti ekki. Halldór sér eftir því sem hann gerði en segir ásakanirnar bull og vit- leysu. Maður drekkur kók í dós árið 1990. Íslenska vatnið hefur gert kók að ein- stökum svaladrykk en nú gæti verið breyting í farvatninu. Fréttablaðið/GVa 1 8 . m a r s 2 0 1 7 L a u g a r d a g u r8 f r é t t i r ∙ f r é t t a B L a ð i ð 1 8 -0 3 -2 0 1 7 0 4 :4 4 F B 1 2 0 s _ P 1 1 3 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 1 1 2 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 0 8 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 0 9 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 C 7 8 -C 6 E C 1 C 7 8 -C 5 B 0 1 C 7 8 -C 4 7 4 1 C 7 8 -C 3 3 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 7 B F B 1 2 0 s _ 1 7 _ 3 _ 2 0 1 7 C M Y K
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.