Fréttablaðið - 18.03.2017, Síða 18

Fréttablaðið - 18.03.2017, Síða 18
Christine Ngulikiyinka er sendiherra Rúanda á Norðurlöndunum. Í vikunni kom hún til Íslands til að afhenda Guðna  Th. Jóhannes- syni trúnaðarbréf sitt. Hún segir að árið 1994 hafi Rúanda verið gjörsamlega í rúst eftir þjóðar- morðið. Það þurfti að byggja algerlega upp frá grunni og það þurfti að gera það án fordæmis því hvergi annars staðar hafði neitt þessu líkt gerst. „Við þurftum að setjast niður til að reyna að finna einhverja leið út úr þessari afar erfiðu stöðu. Út úr öllum þessum samræðum og hugmyndum sem skoðaðar voru kom áherslan á mikilvægi þess að við séum ein þjóð. Við erum öll Rúandabúar og gamla skiptingin í hútúa og tútsa þyrfti að hverfa. Hútúar og tútsar eiga raunar margt sameiginlegt og við vitum að saman getum við náð langt en sundr- aðir komumst við ekkert.“ Eitt af því fyrsta sem gert var, strax í júlí 1994, var að taka úr persónuskil- ríkjum fólks skráningu um það hvort viðkomandi sé hútúi eða tútsi. En í reynd var þetta erfitt ferli fyrir íbúa landsins og er það enn í dag. „Þetta gerðist í þorpunum og þar vita menn nákvæmlega hver drap hvern, og þekkja þá með nafni. Það tók okkur töluverðan tíma að geta undirbúið það, að byggja upp traust á meðal íbúanna sjálfra, en það var afar mikilvægt. Og það þurfti að byggja upp traust til ríkisvaldsins, því það var fyrrverandi stjórn sem skipulagði morðin. Traustið var ekki lengur fyrir hendi.“ Niðurstaðan varð sú að leita aftur til gamalla hefða og endurvekja þær til að byggja upp nýtt samfélag. Þessi leið er í raun einstæð fyrir Rúanda og hefur reynst vel, þótt misjafnlega hafi gengið. „Við tókum upp þessar gömlu hefðir og aðlöguðum þær sam- félagi samtímans. Við kölluðum þær heimagerðar lausnir, lausnir sem koma beint úr hefðum okkar og hafa rúandísk heiti, þannig að allir skilja strax að þetta er eitthvað sem Rúanda stendur fyrir,“ segir hún.  „Sú vinsælasta kallast gacaca, en það er eins konar hefðbundið úrskurðarvald í ágreiningsmálum. Við sáum að ef við ættum að fara með öll afbrot tengd þjóðarmorðinu í gegnum réttarkerfið þá myndi það taka meira en hundrað ár, því við vorum þá komin með 120 þúsund fanga vegna þjóðarmorðsins. En við þurftum að leita réttlætis til að geta náð sáttum og byggja upp nýtt sam- félag. Þannig að við fundum þessa hefð sem við köllum gacaca, og hún virkar ekki ósvipað gamla alþinginu ykkar: Fólk kemur saman og ræðir málin og finnur lausn.“ Hún segir að oft séu margir ekkert almennilega sáttir við niðurstöðuna, en viti samt að þetta sé það besta sem hægt var að gera í stöðunni. „Það mikilvægasta er ekki endilega að refsa heldur að finna lausn til þess að fólk geti haldið áfram að búa áfram saman. Einn fær það á tilfinninguna að réttlætinu hafi að einhverju leyti verið náð fram, og annar fær það á til- finninguna að hann geti komið aftur inn í samfélagið eftir að hafa verið kannski 15 eða 20 ár í fangelsi.“ Þetta er einmitt það sem er að gerast núna. Þeir sem tóku þátt í þjóðarmorðinu eru að koma aftur inn í samfélagið eftir tuttugu ár eða svo í fangelsi. „Þeir eru að koma aftur inn í gömlu hverfin, til sama fólksins sem þeir voru kannski að reyna að drepa á sínum tíma en gátu ekki. Fólkið lifði af og býr nú í hverfinu eins og áður. Þannig er ástandið og þetta er oft mjög erfitt. En við erum með mjög góðar aðgerðaráætlanir, bæði stjórn- völd og óháð félagasamtök, sem eiga að hjálpa fólki að ná saman og finna sættir, fræða fólk um fyrirgefninguna og um mannréttindi, að maður verði að virða líf annarra. Þetta er gert til þess að koma í veg fyrir að þessar hörmungar endurtaki sig.“ Uppbyggingin hefur gengið ótrú- lega vel. Hagvöxtur hefur verið mik- ill á nánast hverju ári allt frá alda- mótum, unnið hefur verið markvisst gegn spillingu og  verulega hefur dregið úr fátækt þótt enn búi 37 pró- sent landsmanna við mikla fátækt. Ferðaþjónusta er hratt vaxandi og Rúanda er eitt öruggasta land í heimi. Og landið er orðið þekkt fyrir það hve góður árangur hefur náðst í því að jafna stöðu kynjanna. „Konur eru nú 64 prósent þing- manna í Rúanda,“ segir Nkulikiy- inka. Hvergi er þetta hlutfall hærra. Hún segist telja að sterk staða kvenna í stjórnkerfinu eigi tölu- verðan þátt í því hve vel hefur gengið að ná sáttum í samfélaginu og vinna að uppbyggingu. „Konur gegna afar mikilvægu hlutverki í samfélaginu, og það á öllum sviðum. Þess vegna var það svo mikilvægt að gefa konum tæki- færi til að taka þátt í að byggja upp samfélagið og vinna að sáttum,“ segir hún. „En það mikilvægasta í þessu eru samt þau skýru skilaboð sem stjórnvöld hafa gefið frá sér, um að við séum ein þjóð og allir eigi virðingu skilda. Það ríkir mikil bjart- sýni í landinu núna.“ Konur gegndu lykilhlutverki við uppbyggingu Rúanda Rúandabúar hafa náð ótrúlega miklum árangri við að reisa landið úr rústum eftir þjóðarmorðið árið 1994. Öll áhersla hefur verið lögð á að ná sáttum og útrýma þeirri hatrömmu skiptingu í þjóðflokka sem leiddi af sér hörmungarnar. Nú horfa þeir bjartsýnir til framtíðarinnar eftir að hafa fundið lausnina. Christine Nkulikiyinka, sendiherra Rúanda, segir landið nú með þeim öruggustu í heimi. FRéttablaðið/EyþóR Rúanda er fjöllótt smáríki í mið-austanverðri Afríku, þrisvar sinnum minna en Ísland að flatarmáli en þar búa 12 milljónir manna. Stóri harmleikurinn í sögu Rúanda er þjóðarmorðið árið 1994 þegar hútúar, sem eru í yfirgnæf- andi meirihluta íbúa, réðust gegn minnihlutahópi tútsa og myrtu ríflega milljón manns á rúmlega þremur mánuðum. Hinir myrtu voru flestir tútsar en einnig urðu hófsamir hútúar, sem vildu hlífa tútsum, fyrir barðinu á morð- æðinu. Paul Kagame hefur verið forseti síðan 2000, er nú 59 ára og sækist eftir kjöri fyrir næsta kjörtímabil í kosningum sem haldnar verða í ágúst næstkomandi. Hann var yfir- maður í þjóðernisfylkingu Rúanda, FPR, stjórnmálaflokki útlægra tútsa sem gripu til vopna og stöðvuðu á endanum þjóðarmorðið. Hann hefur stýrt uppbyggingu landsins eftir þjóðarmorðið og náð miklum árangri. Efnahagsupp- gangur hefur verið mikill á síðustu árum, fátækt hefur minnkað veru- lega og lýðræði er í hávegum haft. Hlutur kvenna í stjórn landsins er nú meiri en í nokkru öðru ríki heims. Hlutur kvenna í stjórn Rúanda er nú meiri en í nokkru öðru ríki heims. Paul Kagame er forseti. Guðsteinn Bjarnason gudsteinn@frettabladid.is Endurvaktar hefðir GaCaCa Hefðbundið úrskurðarvald: Almenningur kemur saman til að leysa úr ágreiningi og taka ákvarð- anir með samræðum GiRiNka Ein kýr handa hverri fjölskyldu: Þeir sem eru betur stæðir gefa fá- tækri fjölskyldu eina kú, sem bæði styrkir fjárhag hennar og eykur virðingu hennar í samfélaginu. Hún á síðan að gefa fyrsta kálfinn til annarrar fátækrar fjölskyldu. imihiGo Frammistöðusamningur: Allir embættismenn undirrita samning um þau verkefni sem þeir ætla að inna af hendi. Árlega er svo farið yfir árangurinn. UmUGaNda Samfélagsstörf síðasta laugardag í hverjum mánuði: Nágrannar koma saman til að þrífa í hverfinu, lagfæra og fegra umhverfið og huga að ýmsu sem þarf að sinna Við erum öll Rú- andabúar og gamla skiptingin í hútúa og tútsa þyrfti að hverfa. Christine Nkulikiyinka Það mikilvægasta er ekki endilega að refsa heldur að finna lausn til þess að fólk geti haldið að búa áfram saman. Christine Nkulikiyinka 1 8 . m a r s 2 0 1 7 L a U G a r D a G U r18 f r é t t i r ∙ f r é t t a B L a ð i ð 1 8 -0 3 -2 0 1 7 0 4 :4 4 F B 1 2 0 s _ P 1 0 3 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 9 0 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 1 8 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 3 1 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 C 7 8 -9 5 8 C 1 C 7 8 -9 4 5 0 1 C 7 8 -9 3 1 4 1 C 7 8 -9 1 D 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 B F B 1 2 0 s _ 1 7 _ 3 _ 2 0 1 7 C M Y K
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.