Fréttablaðið - 18.03.2017, Qupperneq 32
Fundur kvennanefndar Sameinuðu þjóðanna var settur í 61. skipti í byrjun vikunnar í Alls-herjarþinginu í New York. „Ég sem karlmaður
mun beita mér persónulega fyrir
valdeflingu kvenna en við þurfum
alla karlmenn með okkur í lið,“
sagði António Guterres, aðalritari
SÞ, þegar hann setti fundinn.
Þorsteinn Víglundsson, félags-
og jafnréttismálaráðherra, er einn
þeirra sem ætla að beita sér fyrir
valdeflingu kvenna svo um munar.
Hann er nýkominn heim af ráð-
stefnunni sem hríðarbylurinn
Stella setti sitt mark á. Snjóþyngslin
í New York-borg hömluðu umferð
í borginni og röskuðu dagskránni.
Bylurinn þótti mörgum táknrænn
fyrir gengi kvenna á vinnumarkaði.
Þær gangi oft á móti vindi.
Þorsteinn kynnti jafnlaunastað-
alinn og hlaut góðar undirtektir.
Leikkonan Patricia Arquette steig
í ræðustól og þakkaði Íslendingum
fyrir að grípa til róttækra aðgerða í
jafnréttismálum. Konur heimsins
þyrftu á því að halda.
Þorsteinn segir umræðu um
launajafnrétti hafa verið í brenni-
depli á fundinum en eins og síðustu
ár hafi einnig verið rætt um kyn-
bundið ofbeldi.
Aðgerðir sem virka
„Það var töluvert mikið rætt um
hvað einstök aðildarríki Samein-
uðu þjóðanna eru að gera til að ná
fram sameiginlegum markmiðum
um jafnrétti fyrir 2030. Það hefur
verið virkilega gaman að fylgjast
með áhuga og mjög jákvæðum
viðbrögðum varðandi jafnlauna-
staðalinn og lögbindingu jafnlauna-
vottunar,“ segir Þorsteinn.
„Við höfum gengist undir skuld-
bindingar um að útrýma kyn-
bundnum launamun fyrir árið 2022
sem er eftir aðeins fimm ár. Ég vil
leiða með fordæmi á alþjóðavett-
vangi hvað þetta varðar. Það er mik-
ilvægt ef við ætlum að ná að stand-
ast þessar skuldbindingar, að við
séum með raunverulegar aðgerðir
sem virka. Jafnlaunavottun er mjög
mikilvægt tæki til þess,“ segir Þor-
steinn.
Þorsteinn segir mikilvægt að
taka þátt í umræðu á alþjóðavett-
vangi um jafnréttismál enda leiði
Ísland baráttuna. „Við njótum
þess að við höfum í átta ár í röð
mælst efst þegar kemur að jafnrétti
kynjanna. Maður finnur að það er
hlustað á Ísland í þessum efnum.
Þetta er árangur sem alþjóðasam-
félagið hefur veitt athygli. Árangur-
inn leggur okkur líka þær skyldur
á herðar að halda áfram að leggja
metnað í þetta. Við verðum, ef við
ætlum okkur að halda þessari stöðu,
að vera í fyrsta sæti, að átta okkur
á því að við höfum engan að elta í
aðgerðum til að bæta kynjajafnrétti.
Við verðum að þora að taka áhættu,
stíga ný skref til að komast lengra.
Og við verðum að muna það að þó
að við mælumst efst þá höfum við
ekki náð jafnrétti kynjanna.“
Þorsteinn hefur setið í áhrifastöð-
um í íslensku atvinnulífi og sest
í ráðherrastól eftir að hafa gegnt
starfi framkvæmdastjóra Samtaka
atvinnulífsins. Hann þekkir kynja-
hallann í íslensku atvinnulífi vel og
segir mörg tæki til aðgerða.
„Það er svo margt hægt að gera.
Sumt höfum við nú þegar fram-
kvæmt. Í fyrsta lagi gripum við til
aðgerða eins og þeirra að koma á
kynjakvóta í stjórnum fyrirtækja.
Það var aðgerð sem virkaði fljótt og
hlutfall kvenna í stjórnum reis mjög
hratt. Það sem mér finnst persónu-
lega áhugavert að fylgjast með í því
samhengi er að það er að koma upp
öflugur hópur kvenna í viðskipta-
lífinu sem er að rísa til ábyrgðar í
kjölfarið á þessari breytingu. Auð-
vitað var umhugsunarvert að það
þyrfti að grípa til þessara aðgerða.
En það kom í ljós við aðgerðina að
það var ekkert vandamál að manna
stjórnir með mjög hæfum konum.
Í einhverjum tilfellum má segja að
vinnubrögð við mönnun stjórna
hafi batnað. Karlar sem eru í þess-
um valdastöðum sem hafa ráðið
mönnun í stjórnir þurftu að leita út
fyrir sitt tengslanet,“ segir Þorsteinn
og segir það hafa leitt til meiri fag-
mennsku. „Það er miklu meira horft
til hæfis bæði karla og kvenna. Ég
held að flestir séu sammála um að
stjórnirnar sem voru myndaðar
eftir að lögin voru sett eru faglegar
og fjölbreyttar i í framsetningu. Við
erum með öflugri stjórnir,“ bendir
Þorsteinn á en segir að á sama tíma
valdi það vonbrigðum að löggjöfin
hafi ekki haft áhrif á framgang
kvenna í æðstu stöður í fyrirtækj-
um. „Eða þegar kemur að stjórnar-
formennsku. Það er áhyggjuefni.
Löggjöf sem þessi er ekki að skila
þeim árangri sem til er ætlast
bara með því að ná 40% marki í
stjórnum. Framgangur kvenna til
ábyrgðar þarf að vera meiri í æðstu
stöður og þegar kemur að stjórnar-
formennsku. Þar þarf atvinnulífið
að horfa til eigin ábyrgðar í þeim
efnum.“
Hvað með þær ungu konur sem
nefna að það sé erfitt að komast
að í karllægum greinum á vinnu-
markaði? Þorsteinn segir átakið
#kvennastörf sem miðar að því að
fjölga konum í svokölluðum karl-
lægum greinum jákvætt og nauð-
synlegt. Það þurfi einnig að grípa
inn í með fræðslu fyrr á skólastig-
inu. „Við þurfum að fræða stelpur
og stráka enn betur um valkostina
á vinnumarkaði, að það er ekkert
til sem heitir dæmigerð karla- og
kvennastörf. Að stelpur og strákar
geti valið sér hvaða starfsvettvang
sem er. Það er mikilvægt að brjóta
niður stereótýpurnar og gæta þess
að það séu fyrirmyndir í öllum
starfsgreinum. Þess vegna er það
alvarlegt ef aðgengi að karllægum
greinum er erfitt,“ segir Þorsteinn.
Finnur hann fyrir andstöðu við hug-
myndir sínar um aðgerðir til jafn-
réttis á vinnumarkaði? „Ég virði
þá gagnrýni sem hefur verið á
jafnlaunavottun. Þar er áberandi
sjónarmið að það megi ekki setja
of mikla reglubyrði á atvinnu-
lífið, sjálfur hef ég staðið í þeim
sporum að berjast gegn slíku. Ég
var samt kominn á þá skoðun hjá
Samtökum atvinnulífsins á sínum
tíma að það er einfaldlega ekki
ásættanlegt hversu hægt okkur
miðar í þessum efnum. Við vörpum
ýmiss konar kröfum á fyrirtæki í
þeirra daglega starfi, þegar kemur
að umhverfismálum, endurskoðun
og ársreikningagerð og alls konar
þáttum. Allt teljum við þetta vera
ásættanlegar kvaðir. Og þá hlýtur
maður að spyrja sig, af hverju ekki
þegar kemur að jafnrétti?
Þetta eru engan veginn það íþyngj-
andi aðgerðir að þær séu ekki rétt-
lætanlegar. Það eru gríðarlegir hags-
munir í húfi. Jafnrétti. Við verðum
að skoða hvað er að baki því að
við förum í þessar aðgerðir, 7-8%
kynbundinn launamunur og 20%
heildarlaunamunur, kynbundinn
og af öðrum orsökum. Mér hefur
fundist jákvætt að þeir atvinnurek-
endur sem hafa reynsluna jákvæða
og gagnlega. Svo þegar kemur að
fjölskylduábyrgðinni og fjarveru
frá vinnumarkaði þá sjáum við að
það eru tvisvar sinnum fleiri konur
en karlar sem reiða sig á almanna-
tryggingar þegar kemur að lífeyri.
Konur eru að meðaltali með þrjátíu
prósent lakari lífeyri. Það er vegna
mismununar á vinnumarkaði,“
bendir Þorsteinn á og segist ekki
finna fyrir andbyr. „Íslensk þjóð er
jákvæð og tilbúin til þess að halda
áfram að leiða þessa baráttu.“
Þorsteinn á þrjár dætur á aldrinum
þrettán ára til tvítugs. Fær hann
þeirra innsýn heimavið? „Örugg-
lega nýt ég þess að huga að reynslu
þeirra og konu minnar. Ég á líka
mjög jafnréttisþenkjandi móður
sem vann úti og í ábyrgðarstöðum.
Mér finnst líka frábært þegar ég
horfi á dætur mínar að þá sé ég svo
vel tækifæri nýrrar kynslóðar. Þær
telja það bara fullkomlega sjálfsagt
að þeim standi allar dyr opnar. Geti
menntað sig á hvaða sviði sem er,
starfað á hvaða sviði sem er. Njóti
í öllu sömu réttinda og karlar. Það
er þá líka gríðarlega mikilvægt að
veruleikinn sem tekur við á vinnu-
markaði sé sá,“ segir Þorsteinn og
vísar í reynslu ungra kvenna af því
að koma út á vinnumarkað eftir
nám.
„Viðhorfið breytist þegar á vinnu-
markaðinn er komið, þá rekast þær
á glerþakið. Það er okkar skylda að
þessi eldmóður sem unga kynslóðin
hefur og hugmynd hennar um að
tækifærin séu jöfn verði raunveru-
leikinn á vinnumarkaði. Það er
okkar markmið.“
Þorsteinn hefur notið velgengni.
Ferill hans hefur verið beinn og
breiður vegur. Hann reis fljótt til
áhrifa. Hefur hann notið forréttinda
sem karlmaður á vinnumarkaði?
„Þetta er mjög góð spurning sem er
erfitt að fullyrða um. Ég hef verið
lánsamur en alveg örugglega notið
forréttinda í ljósi þess ójafnvægis
sem hefur verið á vinnumarkaðnum
í gegnum tíðina. Það er einmitt gríð-
arlega mikilvægt að tækifærin séu
jöfn. Ég þekki persónulega konur
sem hafa notið góðs gengis en ég
er samt ekki í nokkrum vafa um að
konurnar sem standa mér jafnfætis
hafa þurft að hafa miklu meira fyrir
sínu. Það eru meiri kröfur gerðar til
kvenna, það er minni þolinmæði
gagnvart mistökum. Þær þurfa að
hafa meira fyrir framgangi sínum.
Konur fá stundum aðrar spurn-
ingar, það dettur fáum vinnuveit-
endum í hug að ræða við karla um
barneignir. En það getur hent konur
á vinnumarkaði og er hluti af því
ójafnrétti sem við þurfum að upp-
ræta,“ segir Þorsteinn.
Þá rekast þær á glerþakið
Þorsteinn Víglundsson, félags- og jafnréttismálaráðherra, segir ungar konur rekast á gler-
þakið þegar þær koma út á vinnumarkaðinn. Hann er nýkominn heim af fundi kvenna-
nefndar Sameinuðu þjóðanna í New York. Hann segir konur sem standa honum jafnfætis
hafa þurft að berjast miklu meira fyrir sínu og segir tíma kominn til að uppræta vandann.
„Þegar ég horfi á dætur mínar þá sé ég svo vel tækifæri nýrrar kynslóðar,“ segir Þorsteinn Víglundsson. FréttAblAðið/Ernir
ég er samt ekki í nokkr-
um vafa um að konurn-
ar sem standa mér
jafnfætis hafa þurft
að hafa miklu meira
fyrir sínu. það eru
meiri kröfur gerðar til
kvenna.
Kristjana Björg
Guðbrandsdóttir
kristjana@frettabladid.is
1 8 . m a r s 2 0 1 7 L a U G a r D a G U r32 H e L G i n ∙ F r É T T a B L a ð i ð
1
8
-0
3
-2
0
1
7
0
4
:4
4
F
B
1
2
0
s
_
P
1
0
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
0
s
_
P
0
8
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
0
s
_
P
0
1
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
0
s
_
P
0
3
2
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
C
7
8
-9
0
9
C
1
C
7
8
-8
F
6
0
1
C
7
8
-8
E
2
4
1
C
7
8
-8
C
E
8
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
2
A
F
B
1
2
0
s
_
1
7
_
3
_
2
0
1
7
C
M
Y
K