Fréttablaðið - 18.03.2017, Page 90

Fréttablaðið - 18.03.2017, Page 90
Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð, nærveru og hlýjar kveðjur við fráfall eiginmanns míns, föður og afa, Helga Péturssonar Sérstakar þakkir til starfsfólks deildar B-4 Landspítala, Fossvogi, fyrir kærleiksríka umönnun. Anna Sigríður Einarsdóttir Kristín Jóhanna Helgadóttir Jóhanna Bettý Durhuus Guðmundur Bergsson Helgi Durhuus Andrea Björk Guðnýjardóttir Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför okkar ástkæra föður, tengdaföður, afa og langafa, Rafns Halldórs Gíslasonar Gísli Rúnar Rafnsson Gunnar Helgi Rafnsson Erna Björg Guðjónsdóttir Vigdís Lovísa Rafnsdóttir Guðmundur Geirsson Anna Sigrún Rafnsdóttir Kristján Hreinsson afa og langafabörn. Alúðarþakkir færum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð og vináttu við fráfall okkar yndislegu móður, Sólveigar Björgvinsdóttur Herjólfsgötu 40, Hafnarfirði. Sérstakar þakkir til heilbrigðisstarfsfólksins sem af einstakri gæsku og natni hjálpaði henni undanfarin ár. Guð blessi ykkur öll. Björg, Signý og Sif Jóhannesdætur og fjölskyldur þeirra. Útfararstofa kirkjugarðanna Við erum til staðar þegar þú þarft á okkur að halda Útfarar- og lögfræðiþjónusta Við önnumst alla þætti undir- búnings og framkvæmd útfarar ásamt vinnu við dánarbússkiptin. Við þjónum með virðingu og umhyggju að leiðarljósi og af faglegum metnaði. Vesturhlíð 2 Fossvogi | Sími 551 1266 | útför.is Ellert Ingason, umsjón sálmaskrár Flatahraun 5a • www.utfararstofa.is • Símar: 565 5892 & 896 8242 ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Auðbrekku 1, Kópavogi Sverrir Einarsson Kristín Ingólfsdóttir síðan 1996 ALÚÐ • VIRÐING • TRAUST • REYNSLA Símar allan sólarhringinn: 581 3300 & 896 8242 www.utforin.is Komum heim til aðstandenda og ræðum skipulag útfarar ef óskað er Myndirnar á sýning-unni Frá Hörgshóli til Hollywood, sem opnuð verður að Njálsgötu 49 klukk-an 17 í dag, eru allar í samstæðum. Annars vegar ljósmynd eftir Friðgeir Helgason ljósmyndara og hins vegar vatnslitamynd af sama myndefni eftir Stellu, móður hans, sem er sjálflærður fatahönnuður. Þó bæði búi mæðginin í Los Angeles eru flestar myndanna frá Íslandi, meðal annars frá æskuslóðum Stellu að Hörgs- hóli í Vestur-Húnavatnssýslu. Friðgeir lýsir því hvernig samstarf þeirra byrj- aði fyrir níu árum. „Ég fór að  Hörgs- hóli, þar sem mamma átti heima þegar hún var lítil, en Hörgshóll er nú í eyði, og smellti meðal annars mynd af saumavél sem hún byrjaði að sauma á. Gaf henni myndina og hún málaði eftir henni.  Spurði svo hvort ég ætti ekki fleiri. Ég lét hana hafa bunka og hún hefur varla stoppað síðan.“ Stella  fór frá Hörgshóli 15 ára og kveðst ekki hafa komið þangað í 30 ár. „Áður en ég flutti út til Los Ange- les fór ég norður til að kveðja draugana og huldukonurnar, vinkonur mínar, sem kenndu mér að sauma. Þær voru alltaf fínar í tauinu. Ég er með safn í kringum mig af huldufólki, kisum og gömlum, dauðum málurum, þannig að ég þarf aldrei að gera neitt, aðrir sjá bara um hlutina fyrir mig. Nú er ég komin með talsmann, það er Friðgeir, sonur minn. En málverkin eru sálin mín, tær og saklaus.“   Áður en Stella flutti út rak hún Tískuhús Stellu í Hafnarstrætinu í átta ár og seldi þar fatnað úr eigin smiðju. Einn daginn kveðst hún hafa fengið boð um að hún ætti að fara til Ameríku. „En ég gat ekki  flutt þangað nema giftast Bandaríkjamanni og ég gerði það með því að bjarga einum frá drukknun í Bláa lóninu.  Hann var biksvartur eins og Blakkur, hestur sem pabbi átti. Ég dró hann fyrst upp á stein og þó ég kynni litla ensku gat ég gert honum skiljan- legt að hann yrði að giftast mér, annars léti ég hann gossa ofan í djúpið aftur. Hann sagði já. Svo við létum pússa okkur saman og erum enn bestu vinir.“ Spurningu um hvort  þau hafi búið saman svarar Stella með hneykslunar- tón: „Auðvitað. Heldurðu ég hafi ekki búið hjá manninum mínum? Gallerí Ramskram er nýtt af nálinni. Þessi sýning er númer tvö í röðinni. Nafnið á því er frá Stellu komið því Bára Kristjánsdóttir, eigandi gallerís- ins, keypti af henni vatnslitamynd sem hún sá á fésbókinni af hrút. Þegar Stella skýrði út innihaldið á tollskýrslunni skrifaði hún fyrst ram sem þýðir hrútur, en af því hún er skáld bætti hún skram við. Báru vantaði akkúrat nafn á gall- eríið og féll fyrir Ramskram! „Svo verðum við með hrút hérna,“ segir Stella sposk. Ég hef ekki hugmynd um hvort hún meinar það eða ekki. gun@frettabladi.is Gömul saumavél markaði upphafið að samstarfinu Friðgeir og Stella innan um myndirnar sínar í Ramskram. Þær eru allar í pörum. FRéttablaðið/anton bRink Áður en ég flutti út til Los Angeles fór ég norður til að kveðja draugana og huldukonurnar, vinkonur mínar, sem kenndu mér að sauma. Mæðginin Guðbjörg Traustadóttir – Stella – og Friðgeir Helgason opna sýninguna Frá Hörgshóli til Hollywood í Galleríi Ramskram, Njálsgötu 49, síðdegis í dag. Merkisatburðir 1760 Embættið landlæknir, landfysikus, er stofnað á Ís- landi með úrskurði Danakonungs. Bjarni Pálsson er fyrsti landlæknir Íslands. 1772 Björn Jónsson er skipaður fyrsti lyfsali á Íslandi með aðsetur í Nesi við Seltjörn. 1871 25 karlar og tvær konur hvetja til þess að stofnaður verði kvennaskóli í Reykjavík í ávarpi til Íslendinga. 1922 Mahatma Gandhi er dæmdur í sex ára fangelsi á Ind- landi fyrir borgaralega óhlýðni. 1926 Útvarpsstöð tekur formlega til starfa í Reykjavík en hættir fljótlega 1967 Risaolíuskipið Torrey Canion strandar á rifi fyrir utan Wales. Um 120 þúsund tonn af olíu fara í hafið og valda gífurlegu tjóni. 1971 Hæstiréttur Danmerkur kveður upp úrskurð sem gerir dönsku ríkisstjórninni kleift að afhenda Íslendingum hand- rit sem geymd hafa verið í Árnasafni í Kaupmannahöfn. 1 8 . m a r s 2 0 1 7 L a U G a r D a G U r42 t í m a m ó t ∙ F r É t t a B L a ð i ð tímAmót 1 8 -0 3 -2 0 1 7 0 4 :4 4 F B 1 2 0 s _ P 1 0 3 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 9 0 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 1 8 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 3 1 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 C 7 8 -9 5 8 C 1 C 7 8 -9 4 5 0 1 C 7 8 -9 3 1 4 1 C 7 8 -9 1 D 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 B F B 1 2 0 s _ 1 7 _ 3 _ 2 0 1 7 C M Y K
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.